Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar 28. maí 2025 14:15 Fyrir stuttu skipaði Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, spretthóp til að meta stöðu tilraunaverkefnisins Kveikjum neistann, árangur þess og tækifæri, eins og það er orðað í tilkynningu frá ráðuneytinu. Það er einkum tvennt sem stingur í augun varðandi þennan spretthóp: í fyrsta lagi hvernig hann er skipaður og í öðru lagi að hann eigi að leggja mat á eina kennsluaðferð. Fyrst varðandi skipanina. Í spretthópnum eru átta manns, af þeim eru fimm tengdir verkefninu Kveikjum neistann, meðal annars sá sem leiðir verkefnið. Þetta vekur upp spurningar um tilgang og markmið og ekki síður hversu réttmæt úttektin getur orðið. Það sætir einnig furðu að ráðherra skuli hvorki leita til aðila frá Háskóla Íslands né Háskólanum á Akureyri, þar sem starfar fjöldi manns við að rannsaka og kenna menntavísindi. Þá að því að hópurinn eigi einungis að skoða árangur af Kveikjum neistann og þau tækifæri sem verkefnið getur fært börnum landsins. Staðan er nefnilega sú að það er margt óljóst varðandi kennsluaðferðir hérlendis og veitir ekki af umfangsmeiri úttekt. Til að mynda veit enginn nákvæmlega hvernig lestur er kenndur í grunnskólum á Íslandi, en það væri brýnt að skoða og tengja við árangur. Það er vitað að hluti grunnskóla notast við kennsluaðferðina Byrjendalæsi og í hluta skóla er gjarnan talað um að hljóðaaðferðin sé notuð, en í raun eru til fleiri en ein hljóðaaðferð og þetta því ekki alveg skýrt. Kennarar sem kenna í skólum sem nýta Byrjendalæsi geta notað efni frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og allir kennarar geta nýtt efni frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, til dæmis Lestrarlandið, Listina að lesa og skrifa og svo eina gagnreynda kennsluefnið sem völ er á hérlendis, PALS (peer-assisted learning strategies). Einnig er töluvert af heimatilbúnu efni í umferð, meðal annars efni sem kennarar gefa eða selja sín á milli, og því má reikna með að notast sé við efni úr ýmsum áttum. Það er óljóst hvað gerist í lestrarkennslunni eftir að yngsta stigi sleppir. Hvað með það háa hlutfall nemenda sem ekki hefur náð nægilegri lesfimi við lok yngsta stigs til að geta tekist á við lesefni mið- og elsta stigs? Hvað með skriftar- og ritunarkennslu? Hvað með lestur í faggreinum? Það er margt sem er nauðsynlegt að varpa ljósi á varðandi lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum og kennsluhætti almennt. Því er óheppilegt að mennta- og barnamálaráðherra skuli telja að líklegast til árangurs sé að skoða eitt þróunarverkefni og mjög sérstakt að hann skuli velja til verksins aðstandendur og hagsmunaaðila þess sama verkefnis. Raunar má velta fyrir sér hvort að niðurstaðan hafi þegar verið ákveðin, því í tilkynningu frá ráðuneytinu segir:„Niðurstöður PISA-kannana undanfarin ár hafa sýnt fram á nauðsyn þess að bregðast við stöðu íslenskra barna, m.a. í lesskilningi og stærðfræði. Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, hefur bent á að kennarar þurfi öflug verkfæri til að takast á við þennan vanda. Kveikjum neistann er einmitt eitt slíkt verkfæri.“ Þó lítið sé vitað um kennsluhætti er vitað að lestrarfærni nemenda er almennt metin með lesfimihluta Lesferils frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Á yngsta stigi eru um 95% nemenda á landsvísu metnir með þessum stöðluðu lesfimiprófum. Það á þó ekki við um nemendur sem fá kennsluaðferðina Kveikjum neistann; þau eru metin með heimatilbúnum prófum og því með öllu ómögulegt að bera árangur þeirra saman við árangur nemenda sem fá annars konar kennslu. Að halda fram árangri umfram aðra með slíku mati er afar vafasamt og það er sannarlega undarlegt að sjá ráðherra gera ráð fyrir því að Kveikjum neistann sé öflugt verkfæri. Til að vita hvaða stefnu á að taka þurfum við að vita hvar við erum stödd, hvernig er raunveruleg framkvæmd lestrarkennslu og mats í íslenskum grunnskólum? Svo tengja megi saman framkvæmd kennslu og árangur nemenda er nauðsynlegt að kortleggja nemendahópa og kennsluna vel og samræma mælingar. Það er mikill fjöldi erlendra rannsókna og nokkrar innlendar sem ættu að varða leið okkar að úrbótum í lestrarkennslu. Upphafspunktur gæti verið að rýna í skýrslu um læsi frá 2024, sem fjöldi sérfræðinga skrifaði að beiðni ráðherra á þeim tíma. Sú skýrsla vakti ekki mikla athygli, töluvert minni en skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu sem var harðlega gagnrýnd vegna lakra vinnubragða, unnin af þeim sama aðila sem fer fyrir spretthópnum sem er til umfjöllunar hér. Ég vil hvetja mennta- og barnamálaráðherra til að víkka sjóndeildarhringinn og hafa fagmennsku að leiðarljósi, leggja sitt af mörkum til að efla menntarannsóknir og nýta þann mannauð sem nú þegar starfar við menntarannsóknir og kennslu í háskólunum. Höfundur er með doktorsgráðu í menntavísindum með sérhæfingu í læsifræðum, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður Félags læsisfræðinga á Íslandi. Slóð á skýrslu um læsi. Höfundur er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu skipaði Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, spretthóp til að meta stöðu tilraunaverkefnisins Kveikjum neistann, árangur þess og tækifæri, eins og það er orðað í tilkynningu frá ráðuneytinu. Það er einkum tvennt sem stingur í augun varðandi þennan spretthóp: í fyrsta lagi hvernig hann er skipaður og í öðru lagi að hann eigi að leggja mat á eina kennsluaðferð. Fyrst varðandi skipanina. Í spretthópnum eru átta manns, af þeim eru fimm tengdir verkefninu Kveikjum neistann, meðal annars sá sem leiðir verkefnið. Þetta vekur upp spurningar um tilgang og markmið og ekki síður hversu réttmæt úttektin getur orðið. Það sætir einnig furðu að ráðherra skuli hvorki leita til aðila frá Háskóla Íslands né Háskólanum á Akureyri, þar sem starfar fjöldi manns við að rannsaka og kenna menntavísindi. Þá að því að hópurinn eigi einungis að skoða árangur af Kveikjum neistann og þau tækifæri sem verkefnið getur fært börnum landsins. Staðan er nefnilega sú að það er margt óljóst varðandi kennsluaðferðir hérlendis og veitir ekki af umfangsmeiri úttekt. Til að mynda veit enginn nákvæmlega hvernig lestur er kenndur í grunnskólum á Íslandi, en það væri brýnt að skoða og tengja við árangur. Það er vitað að hluti grunnskóla notast við kennsluaðferðina Byrjendalæsi og í hluta skóla er gjarnan talað um að hljóðaaðferðin sé notuð, en í raun eru til fleiri en ein hljóðaaðferð og þetta því ekki alveg skýrt. Kennarar sem kenna í skólum sem nýta Byrjendalæsi geta notað efni frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og allir kennarar geta nýtt efni frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, til dæmis Lestrarlandið, Listina að lesa og skrifa og svo eina gagnreynda kennsluefnið sem völ er á hérlendis, PALS (peer-assisted learning strategies). Einnig er töluvert af heimatilbúnu efni í umferð, meðal annars efni sem kennarar gefa eða selja sín á milli, og því má reikna með að notast sé við efni úr ýmsum áttum. Það er óljóst hvað gerist í lestrarkennslunni eftir að yngsta stigi sleppir. Hvað með það háa hlutfall nemenda sem ekki hefur náð nægilegri lesfimi við lok yngsta stigs til að geta tekist á við lesefni mið- og elsta stigs? Hvað með skriftar- og ritunarkennslu? Hvað með lestur í faggreinum? Það er margt sem er nauðsynlegt að varpa ljósi á varðandi lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum og kennsluhætti almennt. Því er óheppilegt að mennta- og barnamálaráðherra skuli telja að líklegast til árangurs sé að skoða eitt þróunarverkefni og mjög sérstakt að hann skuli velja til verksins aðstandendur og hagsmunaaðila þess sama verkefnis. Raunar má velta fyrir sér hvort að niðurstaðan hafi þegar verið ákveðin, því í tilkynningu frá ráðuneytinu segir:„Niðurstöður PISA-kannana undanfarin ár hafa sýnt fram á nauðsyn þess að bregðast við stöðu íslenskra barna, m.a. í lesskilningi og stærðfræði. Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, hefur bent á að kennarar þurfi öflug verkfæri til að takast á við þennan vanda. Kveikjum neistann er einmitt eitt slíkt verkfæri.“ Þó lítið sé vitað um kennsluhætti er vitað að lestrarfærni nemenda er almennt metin með lesfimihluta Lesferils frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Á yngsta stigi eru um 95% nemenda á landsvísu metnir með þessum stöðluðu lesfimiprófum. Það á þó ekki við um nemendur sem fá kennsluaðferðina Kveikjum neistann; þau eru metin með heimatilbúnum prófum og því með öllu ómögulegt að bera árangur þeirra saman við árangur nemenda sem fá annars konar kennslu. Að halda fram árangri umfram aðra með slíku mati er afar vafasamt og það er sannarlega undarlegt að sjá ráðherra gera ráð fyrir því að Kveikjum neistann sé öflugt verkfæri. Til að vita hvaða stefnu á að taka þurfum við að vita hvar við erum stödd, hvernig er raunveruleg framkvæmd lestrarkennslu og mats í íslenskum grunnskólum? Svo tengja megi saman framkvæmd kennslu og árangur nemenda er nauðsynlegt að kortleggja nemendahópa og kennsluna vel og samræma mælingar. Það er mikill fjöldi erlendra rannsókna og nokkrar innlendar sem ættu að varða leið okkar að úrbótum í lestrarkennslu. Upphafspunktur gæti verið að rýna í skýrslu um læsi frá 2024, sem fjöldi sérfræðinga skrifaði að beiðni ráðherra á þeim tíma. Sú skýrsla vakti ekki mikla athygli, töluvert minni en skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu sem var harðlega gagnrýnd vegna lakra vinnubragða, unnin af þeim sama aðila sem fer fyrir spretthópnum sem er til umfjöllunar hér. Ég vil hvetja mennta- og barnamálaráðherra til að víkka sjóndeildarhringinn og hafa fagmennsku að leiðarljósi, leggja sitt af mörkum til að efla menntarannsóknir og nýta þann mannauð sem nú þegar starfar við menntarannsóknir og kennslu í háskólunum. Höfundur er með doktorsgráðu í menntavísindum með sérhæfingu í læsifræðum, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður Félags læsisfræðinga á Íslandi. Slóð á skýrslu um læsi. Höfundur er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun