Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2025 21:48 Katie McCabe kann að skemmta sér. Harry Murphy/Getty Images Hin írska Katie McCabe var ef til vill ekki hetjan þegar Skytturnar frá Lundúnum lögðu ofurlið Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta um liðna helgi en hún var heldur betur aðalnúmerið í fagnaðarlátum liðsins. Arsenal gerði svo gott sem hið ómögulega þegar það lagði Barcelona að velli í leik sem nær allur knattspyrnuheimurinn bjóst við að Börsungar myndu vinna. Allt kom fyrir ekki og tókst Skyttunum, sem hafa heldur betur átt upp og niður tímabil, að landa ótrúlegum 1-0 sigri. Það var því góð ástæða til að fagna og það gerði hin 29 ára gamla McCabe heldur betur. McCabe fór mikinn í fagnaðarlátum beint eftir leik og hefur fjöldi myndbanda af henni farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Það var svo þegar Skytturnar voru mættar til Lundúna að fagna með stuðningsfólki sínu sem McCabe steig almennilega á stokk. Hún reif í hljóðnemann og hóf að syngja lag tileinkað Stinu Blackstenius sem skoraði markið mikilvæga gegn Barcelona. Í kjölfarið ákvað hún að spyrja stuðningsfólk Arsenal hvað því fyndist um Tottenham Hotspur. Katie McCabe: What do you think of Tottenham… pic.twitter.com/9hbJ80iuFk— Kathryn Batte (@KathrynBatte) May 26, 2025 Einnig fékk fyrirliðinn Kim Little mikið hrós frá Íranum geðþekka. Var fyrirliðanum meðal annars lýst sem miklum atvinnumanni og „andskotans goðsögn.“ McCabe fékk þó ekki leyfi til að sletta úr klaufunum alla vikuna þar sem hún er hluti af írska landsliðinu sem mætir Tyrklandi og Slóveníu í Þjóðadeildinni. Our European Champion is here 🏆🌟 pic.twitter.com/0aQs7XppnU— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) May 27, 2025 Hér að neðan má sjá myndir af McCabe skemmta sér sem og myndband af henni að stýra veislunni. Katie McCabe, officially the Arsenal party queen🥳🏆 pic.twitter.com/Nnl0NpZdHY— Catherine🏴🏳️🌈🔴⚪️ (@Katie_Scoot) May 26, 2025 Fagnað eftir leik.EPA-EFE/MIGUEL A. LOPES Það vantaði veislustjóra og McCabe tók það á sig.Alex Burstow/Getty Images Þvílíkt jafnvægi.EPA-EFE/ANDY RAIN Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Arsenal gerði svo gott sem hið ómögulega þegar það lagði Barcelona að velli í leik sem nær allur knattspyrnuheimurinn bjóst við að Börsungar myndu vinna. Allt kom fyrir ekki og tókst Skyttunum, sem hafa heldur betur átt upp og niður tímabil, að landa ótrúlegum 1-0 sigri. Það var því góð ástæða til að fagna og það gerði hin 29 ára gamla McCabe heldur betur. McCabe fór mikinn í fagnaðarlátum beint eftir leik og hefur fjöldi myndbanda af henni farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Það var svo þegar Skytturnar voru mættar til Lundúna að fagna með stuðningsfólki sínu sem McCabe steig almennilega á stokk. Hún reif í hljóðnemann og hóf að syngja lag tileinkað Stinu Blackstenius sem skoraði markið mikilvæga gegn Barcelona. Í kjölfarið ákvað hún að spyrja stuðningsfólk Arsenal hvað því fyndist um Tottenham Hotspur. Katie McCabe: What do you think of Tottenham… pic.twitter.com/9hbJ80iuFk— Kathryn Batte (@KathrynBatte) May 26, 2025 Einnig fékk fyrirliðinn Kim Little mikið hrós frá Íranum geðþekka. Var fyrirliðanum meðal annars lýst sem miklum atvinnumanni og „andskotans goðsögn.“ McCabe fékk þó ekki leyfi til að sletta úr klaufunum alla vikuna þar sem hún er hluti af írska landsliðinu sem mætir Tyrklandi og Slóveníu í Þjóðadeildinni. Our European Champion is here 🏆🌟 pic.twitter.com/0aQs7XppnU— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) May 27, 2025 Hér að neðan má sjá myndir af McCabe skemmta sér sem og myndband af henni að stýra veislunni. Katie McCabe, officially the Arsenal party queen🥳🏆 pic.twitter.com/Nnl0NpZdHY— Catherine🏴🏳️🌈🔴⚪️ (@Katie_Scoot) May 26, 2025 Fagnað eftir leik.EPA-EFE/MIGUEL A. LOPES Það vantaði veislustjóra og McCabe tók það á sig.Alex Burstow/Getty Images Þvílíkt jafnvægi.EPA-EFE/ANDY RAIN
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira