Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 12:30 Jonathan Tah er farinn frá Leverkusen, líkt og fleiri sem voru hluti af sögulegum árangri á síðasta tímabili. Lars Baron/Getty Images Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa gengið frá samningi við miðvörðinn Jonathan Tah, sem kemur frítt til félagsins frá Bayer Leverkusen. Tah var hluti af liði Leverkusen sem náði sögulegum árangri á síðasta tímabili og var sterklega orðaður við sölu til Munchen í fyrra, en það gekk ekki eftir. Hann var orðaður við fjölda annarra stórliða í Evrópu en leið hans virtist alltaf liggja til Munchen. Nú hefur verið gengið frá samningi og Tah mun klæðast treyju númer fjögur næstu fjögur árin hjá Bayern. Welcome to the 𝗙𝗖 𝗕𝗔𝗬𝗘𝗥𝗡 𝗙𝗔𝗠𝗜𝗟𝗬, Jona! ❤️🤍#ServusJona #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/elovp5Kj9m— FC Bayern München (@FCBayern) May 29, 2025 Sögulegt lið að sundrast Bayern varð í vor Þýskalandsmeistari, í tólfta sinn á þrettán árum, eftir að Leverkusen tók af þeim titilinn í fyrra. Tímabilið var sögulegt þar sem Leverkusen varð fyrsta liðið til að fara ósigrað í gegnum deildina. Eftir það tímabil tókst Leverkusen að halda þjálfaranum, Xabi Alonso, og lykilleikmönnum á borð við Jonathan Tah, Florian Wirtz, Jeremie Frimpong, Alejandro Grimaldo, Granit Xhaka og Victor Boniface. Nú er þetta sögulega lið hins vegar að sundrast. Xabi Alonso er tekinn við þjálfarastörfum hjá Real Madrid. Jonathan Tah er farinn til Bayern. Jeremie Frimpong og Florian Wirtz eru á förum og hafa verið orðaðir sterklega við Englandsmeistara Liverpool. Alejandro Grimaldo er sagður á leið heim til Spánar. Granit Xhaka er að snúa heim til FC Basel í Sviss. Victor Boniface virðist vera á leið til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Lítið verður því eftir af meistaraliðinu þegar nýi þjálfarinn, Erik Ten Hag, tekur við störfum. Þýski boltinn Tengdar fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 20. maí 2025 16:45 Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid „Þetta er byrjunin á næsta kafla í sögu félagsins,“ sagði Xabi Alonso á blaðamannafundi félagsins sem haldinn á æfingasvæði Real Madrid, Valdebebas, í dag. 26. maí 2025 20:17 Ten Hag tekinn við af Alonso Hollendingurinn Erik ten Hag, sem rekinn var frá Manchester United í vetur, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leverkusen. 26. maí 2025 09:15 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira
Tah var hluti af liði Leverkusen sem náði sögulegum árangri á síðasta tímabili og var sterklega orðaður við sölu til Munchen í fyrra, en það gekk ekki eftir. Hann var orðaður við fjölda annarra stórliða í Evrópu en leið hans virtist alltaf liggja til Munchen. Nú hefur verið gengið frá samningi og Tah mun klæðast treyju númer fjögur næstu fjögur árin hjá Bayern. Welcome to the 𝗙𝗖 𝗕𝗔𝗬𝗘𝗥𝗡 𝗙𝗔𝗠𝗜𝗟𝗬, Jona! ❤️🤍#ServusJona #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/elovp5Kj9m— FC Bayern München (@FCBayern) May 29, 2025 Sögulegt lið að sundrast Bayern varð í vor Þýskalandsmeistari, í tólfta sinn á þrettán árum, eftir að Leverkusen tók af þeim titilinn í fyrra. Tímabilið var sögulegt þar sem Leverkusen varð fyrsta liðið til að fara ósigrað í gegnum deildina. Eftir það tímabil tókst Leverkusen að halda þjálfaranum, Xabi Alonso, og lykilleikmönnum á borð við Jonathan Tah, Florian Wirtz, Jeremie Frimpong, Alejandro Grimaldo, Granit Xhaka og Victor Boniface. Nú er þetta sögulega lið hins vegar að sundrast. Xabi Alonso er tekinn við þjálfarastörfum hjá Real Madrid. Jonathan Tah er farinn til Bayern. Jeremie Frimpong og Florian Wirtz eru á förum og hafa verið orðaðir sterklega við Englandsmeistara Liverpool. Alejandro Grimaldo er sagður á leið heim til Spánar. Granit Xhaka er að snúa heim til FC Basel í Sviss. Victor Boniface virðist vera á leið til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Lítið verður því eftir af meistaraliðinu þegar nýi þjálfarinn, Erik Ten Hag, tekur við störfum.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 20. maí 2025 16:45 Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid „Þetta er byrjunin á næsta kafla í sögu félagsins,“ sagði Xabi Alonso á blaðamannafundi félagsins sem haldinn á æfingasvæði Real Madrid, Valdebebas, í dag. 26. maí 2025 20:17 Ten Hag tekinn við af Alonso Hollendingurinn Erik ten Hag, sem rekinn var frá Manchester United í vetur, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leverkusen. 26. maí 2025 09:15 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira
Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 20. maí 2025 16:45
Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid „Þetta er byrjunin á næsta kafla í sögu félagsins,“ sagði Xabi Alonso á blaðamannafundi félagsins sem haldinn á æfingasvæði Real Madrid, Valdebebas, í dag. 26. maí 2025 20:17
Ten Hag tekinn við af Alonso Hollendingurinn Erik ten Hag, sem rekinn var frá Manchester United í vetur, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leverkusen. 26. maí 2025 09:15