Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar 29. maí 2025 17:33 Ég hef fylgst með íslenskri dýravernd í nokkuð langan tíma og núgildandi lög um þá vernd liggur nokkuð vel fyrir mér. Ég hef hins vegar að mestu hætt afskiptum af henni miðað við það sem áður var, en þau afskipti voru ansi þróttmikil og vel rökstudd þó ég segi sjálfur frá. T.a.m. var ég mjög tíður gestur í fjölmiðlum og ýmislegt af því sem ég vakti fyrstur manna athygli á leiddi að lokum til gríðarlegs árangurs. Minnistæðast er mér brúneggjamálið, lokun umdeildrar hundaræktar, hreindýr í vanda eystra o.m.fl. Einhver mestu mistök sem ég þó gerði var samstarf við útlensk dýraverndunarsamtök hvers hugarfóstur er blóðmeramálið. Dýraverndarforysta frjálsra félagasamtaka, frá því að dr. Ólafur Dýrmundsson fyrrv. formaður Dýraverndarsambands Íslands hætti þar, hefur verið lítil sem engin á Íslandi, hún er sundurlaus, óöguð og afleitlega skipulögð með litla þekkingu innanborðs. Þess vegna líki ég henni við frumbyggjahætti. Nýjustu tvö dæmin eru árás fyrrverandi formanns Dýravendarsambands Íslands á dýravernd blóðmera í skoðun á visir.is og hringlandaháttur forystu Dýraverndarsambands Íslands í nánast flestu sem sú forysta tekur sér fyrir hendur, nú síðast að kæra blóðmerahald til lögreglu. Um fyrra dæmið ætla ég ekki að hafa nein orð, greinin er að mínu mati handvömm og ógn við dýravernd. Undarlegt háttalag fyrrverandi formanns Dýraverndarsambands Íslands. Um hið síðara vil ég segja þetta. Það eru undarleg vinnubrögð sambands með tvo fyrrverandi alþingismenn innanborðs sem eiga að vita að þetta er ekki mögulegt í lagalegum skilningi sbr. síðar. Heilan og langan pistil mætti reyndar rita um þess tvo herra og aðkomu þeirra að störfum í dýravernd innan Dýraverndarsambands Íslands, sem eru gagnrýni verð. Tökum dæmi. Nýlega eða í byrjun mars fékk ég tölvupóst frá Andrési Inga Magnússyni, titlaður framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands og er þar í 100% starfi, sem er vel ef bakgrunnur hans í dýravernd væri í samræmi við það! Andrés ritar í fjöldatölvupósti: ,,Okkur langar til að bjóða þér að ganga til liðs við okkur í þrjá mánuði til að sigla þessu máli (blóðmeramálið) í höfn og styðja við baráttuna með mánaðarlegu framlagi í þennan afmarkaða tíma.“ Ég svara: Hvernig ætlið þið að tryggja að þessu máli verði ,,siglt í höfn" með þriggja mánaða mánaðarlegu mögulegu framlagi mínu? Ég hef ekki ennþá fengið svar og nú eru þessir þrír mánuðir að líða. Andrés er framkvæmdastjóri sambandsins og vinnur eflaust náið með kollega sínum Ágústi Ólafi, sem því miður var hrakinn af þingi. Ágúst er lögfræðingur, hefur áhuga á dýravernd sem, því miður, varla nokkur annar maður lætur sig varða. Sem lögfræðingur ætti hann að vera öllum hnútum kunnugur um lögskýringar á lögum um velferð dýra. - Eins og ég. Nýjasta uppátæki þeirra ,,bræðra" í stjórn Dýraverndarsambandsins er að kæra blóðmeramálið beint til lögreglu. Reglur um þetta eru skýrar í þeim lögum Í 6. mgr. 45. laga um velferð dýra er ófrávíkjanlegt ákvæði Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar. Lögreglan á reyndar skv. 2. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála að: hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Það er ekki í vísan að róa í síðara ákvæðinu skv. þeim gæðastimpli sem fyrrverandi lögreglustjórinn á suðurnesjum hefur gefið lögreglunni. Það er þó nokkuð alvarlegur hlutur ef stjórn Dýraverndarsambandsins skilur ekki lög um velferð dýra! Þessum bræðrum væri nær að tengja sig við fyrrverandi kollega sinn á þingi, Ingu Sæland. Hún var virkur talsmaður dýraverndar í stjórnarandstöðu en kemur, af óskiljanlegum ástæðum, ekkert við sögu lengur. Inga gæti beitt sér fyrir því, eins og ég hefi gert, að umrætt tjáningarfrelsisskerðingarákvæði, yrði numið úr lögum um velferð dýra. Þá væri róðurinn, máske, léttari fyrir Ágúst og Andrés. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Blóðmerahald Dýr Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst með íslenskri dýravernd í nokkuð langan tíma og núgildandi lög um þá vernd liggur nokkuð vel fyrir mér. Ég hef hins vegar að mestu hætt afskiptum af henni miðað við það sem áður var, en þau afskipti voru ansi þróttmikil og vel rökstudd þó ég segi sjálfur frá. T.a.m. var ég mjög tíður gestur í fjölmiðlum og ýmislegt af því sem ég vakti fyrstur manna athygli á leiddi að lokum til gríðarlegs árangurs. Minnistæðast er mér brúneggjamálið, lokun umdeildrar hundaræktar, hreindýr í vanda eystra o.m.fl. Einhver mestu mistök sem ég þó gerði var samstarf við útlensk dýraverndunarsamtök hvers hugarfóstur er blóðmeramálið. Dýraverndarforysta frjálsra félagasamtaka, frá því að dr. Ólafur Dýrmundsson fyrrv. formaður Dýraverndarsambands Íslands hætti þar, hefur verið lítil sem engin á Íslandi, hún er sundurlaus, óöguð og afleitlega skipulögð með litla þekkingu innanborðs. Þess vegna líki ég henni við frumbyggjahætti. Nýjustu tvö dæmin eru árás fyrrverandi formanns Dýravendarsambands Íslands á dýravernd blóðmera í skoðun á visir.is og hringlandaháttur forystu Dýraverndarsambands Íslands í nánast flestu sem sú forysta tekur sér fyrir hendur, nú síðast að kæra blóðmerahald til lögreglu. Um fyrra dæmið ætla ég ekki að hafa nein orð, greinin er að mínu mati handvömm og ógn við dýravernd. Undarlegt háttalag fyrrverandi formanns Dýraverndarsambands Íslands. Um hið síðara vil ég segja þetta. Það eru undarleg vinnubrögð sambands með tvo fyrrverandi alþingismenn innanborðs sem eiga að vita að þetta er ekki mögulegt í lagalegum skilningi sbr. síðar. Heilan og langan pistil mætti reyndar rita um þess tvo herra og aðkomu þeirra að störfum í dýravernd innan Dýraverndarsambands Íslands, sem eru gagnrýni verð. Tökum dæmi. Nýlega eða í byrjun mars fékk ég tölvupóst frá Andrési Inga Magnússyni, titlaður framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands og er þar í 100% starfi, sem er vel ef bakgrunnur hans í dýravernd væri í samræmi við það! Andrés ritar í fjöldatölvupósti: ,,Okkur langar til að bjóða þér að ganga til liðs við okkur í þrjá mánuði til að sigla þessu máli (blóðmeramálið) í höfn og styðja við baráttuna með mánaðarlegu framlagi í þennan afmarkaða tíma.“ Ég svara: Hvernig ætlið þið að tryggja að þessu máli verði ,,siglt í höfn" með þriggja mánaða mánaðarlegu mögulegu framlagi mínu? Ég hef ekki ennþá fengið svar og nú eru þessir þrír mánuðir að líða. Andrés er framkvæmdastjóri sambandsins og vinnur eflaust náið með kollega sínum Ágústi Ólafi, sem því miður var hrakinn af þingi. Ágúst er lögfræðingur, hefur áhuga á dýravernd sem, því miður, varla nokkur annar maður lætur sig varða. Sem lögfræðingur ætti hann að vera öllum hnútum kunnugur um lögskýringar á lögum um velferð dýra. - Eins og ég. Nýjasta uppátæki þeirra ,,bræðra" í stjórn Dýraverndarsambandsins er að kæra blóðmeramálið beint til lögreglu. Reglur um þetta eru skýrar í þeim lögum Í 6. mgr. 45. laga um velferð dýra er ófrávíkjanlegt ákvæði Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar. Lögreglan á reyndar skv. 2. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála að: hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Það er ekki í vísan að róa í síðara ákvæðinu skv. þeim gæðastimpli sem fyrrverandi lögreglustjórinn á suðurnesjum hefur gefið lögreglunni. Það er þó nokkuð alvarlegur hlutur ef stjórn Dýraverndarsambandsins skilur ekki lög um velferð dýra! Þessum bræðrum væri nær að tengja sig við fyrrverandi kollega sinn á þingi, Ingu Sæland. Hún var virkur talsmaður dýraverndar í stjórnarandstöðu en kemur, af óskiljanlegum ástæðum, ekkert við sögu lengur. Inga gæti beitt sér fyrir því, eins og ég hefi gert, að umrætt tjáningarfrelsisskerðingarákvæði, yrði numið úr lögum um velferð dýra. Þá væri róðurinn, máske, léttari fyrir Ágúst og Andrés. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar