Gamla brýnið Allegri tekur við AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2025 20:30 Er að taka við AC Milan á nýjan leik. Giuseppe Maffia/Getty Images AC Milan olli miklum vonbrigðum á nýafstöðnu tímabili. Liðið endaði í 8. sæti Serie A, efstu deildar Ítalíu. Ofan á það tapaði liðið fyrir Bologna í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar og féll úr leik gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Því hefur verið ákveðið að sækja nýjan mann i brúnna. Paulo Fonseca hóf tímabilið 2024-25 sem þjálfari AC Milan eftir góðan árangur með Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Frakklandi. Fonseca þekkti ágætlega til á Ítalíu eftir að hafa stýrt Roma frá 2019-2021. Eftir slaka byrjun á tímabilinu var hann látinn fara í desember. Inn kom Sérgio Conceição sem líkt og Fonseca er frá Portúgal. Conceição hafði náð ágætum árangri með Porto en tókst ekki að yfirfæra það á stórveldið frá Mílanó. Það var því ákveðið í apríl að Conceição yrði látinn fara að tímabilinu loknu þó svo að hann hafi skrifað undir samning út tímabilið 2026. Í hans stað kemur reynslubolti sem þekkir hvern krók og kima í Mílanó. Það hefur verið staðfest að hinn 57 ára gamli Massimiliano Allegri verði næsti þjálfari liðsins. Hann þekkir vel til í Mílanó eftir að hafa stýrt liðinu frá 2010-14. Síðan þá hefur hann þjálfað Juventus, fyrst frá 2014-19 og svo frá 2021-24. 🚨🔴⚫️ Massimiliano Allegri has just SIGNED in as new AC Milan manager, here we go!Meeting right now with Giorgio Furlani, Igli Tare, Allegri and Giovanni Branchini with all contracts being sealed.Allegri’s back to the club with agreement in place to proceed with new project. pic.twitter.com/hqYT04LBXq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2025 Undir stjórn Allegri stóð AC Milan uppi sem Ítalíumeistari vorið 2011 og vann félagið ofurbikar Ítalíu sama ár. Hann stýrði Juventus í kjölfarið til fimm meistaratitla, fimm bikartitla, tveggja ofurbikar titla og tvívegis fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu undir hans stjórn. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Paulo Fonseca hóf tímabilið 2024-25 sem þjálfari AC Milan eftir góðan árangur með Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Frakklandi. Fonseca þekkti ágætlega til á Ítalíu eftir að hafa stýrt Roma frá 2019-2021. Eftir slaka byrjun á tímabilinu var hann látinn fara í desember. Inn kom Sérgio Conceição sem líkt og Fonseca er frá Portúgal. Conceição hafði náð ágætum árangri með Porto en tókst ekki að yfirfæra það á stórveldið frá Mílanó. Það var því ákveðið í apríl að Conceição yrði látinn fara að tímabilinu loknu þó svo að hann hafi skrifað undir samning út tímabilið 2026. Í hans stað kemur reynslubolti sem þekkir hvern krók og kima í Mílanó. Það hefur verið staðfest að hinn 57 ára gamli Massimiliano Allegri verði næsti þjálfari liðsins. Hann þekkir vel til í Mílanó eftir að hafa stýrt liðinu frá 2010-14. Síðan þá hefur hann þjálfað Juventus, fyrst frá 2014-19 og svo frá 2021-24. 🚨🔴⚫️ Massimiliano Allegri has just SIGNED in as new AC Milan manager, here we go!Meeting right now with Giorgio Furlani, Igli Tare, Allegri and Giovanni Branchini with all contracts being sealed.Allegri’s back to the club with agreement in place to proceed with new project. pic.twitter.com/hqYT04LBXq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2025 Undir stjórn Allegri stóð AC Milan uppi sem Ítalíumeistari vorið 2011 og vann félagið ofurbikar Ítalíu sama ár. Hann stýrði Juventus í kjölfarið til fimm meistaratitla, fimm bikartitla, tveggja ofurbikar titla og tvívegis fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu undir hans stjórn.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira