Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2025 12:32 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. Þá segja höfundar raunverulegra rannsókna sem vísað er til að niðurstöður þeirra hafi verið rangtúlkaðar eða að þær hafi jafnvel ekki fjallað um það sem haldið er fram í skýrslunni. Talskona Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði í gær að skýrslan yrði löguð. „Mér skilst að það hafi verið einhver vandamál með sniðmótun MAHA-skýrslunnar sem verið sé að lagfæra og skýrslan verði uppfærð,“ sagði Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, í gær. Hún sagði vandamál þessi þó ekki koma niður á aðalatriðum skýrslunnar, enda sé hún „ein mest ummyndandi heilbrigðisskýrsla“ sem gefin hafi verið út af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Notuð til stefnumótunar Umræddri skýrslu, sem finna má hér á vef Hvíta hússins, var ætlað að varpa ljósi á rætur krónískra kvilla í Bandaríkjunum. Þeir eru raktir í skýrslunni til notkunar skordýraeiturs, plastagna, geislunar frá farsímum og matarlits, svo eitthvað sé nefnt. Nota á skýrsluna til grunns við stefnumótunartillögur ráðuneytisins sem verða opinberaðar seinna á árinu. Kennedy, sem hefur heitið miklu gagnsæi á störfum heilbrigðisráðuneytisins, hefur ekki viljað opinbera hverjir sömdu skýrsluna, þar sem meðal annars er kallað eftir því að bólusetningar barna verði endurskoðaðar og bandarískum börnum lýst sem vannærðum. Sjá einnig: Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Þá hafa bændur verið gagnrýnir á skýrsluna og hvernig fjallað er um notkun skordýraeiturs í landbúnaði. Skýrslan var birt í síðustu viku og er hún mjög umfangsmikil. RFK, eins og ráðherrann er kallaður, lofaði skýrsluna sem heimsklassa vísindaverk þar sem vísað væri til rúmlega fimm hundruð rannsókna til að styðja niðurstöður skýrslunnar. Ítarleg greining blaðamanna rannsóknarsamtakanna NOTUS benti til þess að að minnsta kosti sjö af rannsóknunum sem vísað var til í skýrslunni voru ekki raunverulegar. Rangtúlkaðar eða ótengdar niðurstöður Nokkrir vísindamenn sem í skýrslunni eru sagðir hafa framkvæmt rannsóknir sögðu NOTUS að þeir hefðu ekki gert slíkt og aðrir sögðu niðurstöður raunverulegra rannsókna sem vísað var til hafa verið rangtúlkaðar í MAHA-skýrslunni. Í nokkrum tilfellum segja höfundar rannsókna að niðurstöðurnar sem vísað er til í MAHA-skýrslunni séu fjarri sannleikanum. Í einu slíku tilfelli er vísað í rannsókn sem í MAHA-skýrslunni segir að sýni fram á að meðferð gegn geðrænum vandamálum ein og sé jafn skilvirk eða meira skilvirk en lyfjameðferð. Einn af höfundum þeirrar rannsóknar sagði það ekki einu sinni hafa verið til umfjöllunar í umræddri rannsókn. Í enn einu tilfelli þar sem fjallað er um áhrif skjátíma barna á svefn þeirra í MAHA-skýrslunni, segir höfundur rannsóknar sem vísað er til að niðurstöðurnar hafi verið rangtúlkaðar. Þá hafi rannsóknin ekki snúið að börnum heldur háskólanemendum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. 25. apríl 2025 09:34 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Þá segja höfundar raunverulegra rannsókna sem vísað er til að niðurstöður þeirra hafi verið rangtúlkaðar eða að þær hafi jafnvel ekki fjallað um það sem haldið er fram í skýrslunni. Talskona Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði í gær að skýrslan yrði löguð. „Mér skilst að það hafi verið einhver vandamál með sniðmótun MAHA-skýrslunnar sem verið sé að lagfæra og skýrslan verði uppfærð,“ sagði Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, í gær. Hún sagði vandamál þessi þó ekki koma niður á aðalatriðum skýrslunnar, enda sé hún „ein mest ummyndandi heilbrigðisskýrsla“ sem gefin hafi verið út af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Notuð til stefnumótunar Umræddri skýrslu, sem finna má hér á vef Hvíta hússins, var ætlað að varpa ljósi á rætur krónískra kvilla í Bandaríkjunum. Þeir eru raktir í skýrslunni til notkunar skordýraeiturs, plastagna, geislunar frá farsímum og matarlits, svo eitthvað sé nefnt. Nota á skýrsluna til grunns við stefnumótunartillögur ráðuneytisins sem verða opinberaðar seinna á árinu. Kennedy, sem hefur heitið miklu gagnsæi á störfum heilbrigðisráðuneytisins, hefur ekki viljað opinbera hverjir sömdu skýrsluna, þar sem meðal annars er kallað eftir því að bólusetningar barna verði endurskoðaðar og bandarískum börnum lýst sem vannærðum. Sjá einnig: Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Þá hafa bændur verið gagnrýnir á skýrsluna og hvernig fjallað er um notkun skordýraeiturs í landbúnaði. Skýrslan var birt í síðustu viku og er hún mjög umfangsmikil. RFK, eins og ráðherrann er kallaður, lofaði skýrsluna sem heimsklassa vísindaverk þar sem vísað væri til rúmlega fimm hundruð rannsókna til að styðja niðurstöður skýrslunnar. Ítarleg greining blaðamanna rannsóknarsamtakanna NOTUS benti til þess að að minnsta kosti sjö af rannsóknunum sem vísað var til í skýrslunni voru ekki raunverulegar. Rangtúlkaðar eða ótengdar niðurstöður Nokkrir vísindamenn sem í skýrslunni eru sagðir hafa framkvæmt rannsóknir sögðu NOTUS að þeir hefðu ekki gert slíkt og aðrir sögðu niðurstöður raunverulegra rannsókna sem vísað var til hafa verið rangtúlkaðar í MAHA-skýrslunni. Í nokkrum tilfellum segja höfundar rannsókna að niðurstöðurnar sem vísað er til í MAHA-skýrslunni séu fjarri sannleikanum. Í einu slíku tilfelli er vísað í rannsókn sem í MAHA-skýrslunni segir að sýni fram á að meðferð gegn geðrænum vandamálum ein og sé jafn skilvirk eða meira skilvirk en lyfjameðferð. Einn af höfundum þeirrar rannsóknar sagði það ekki einu sinni hafa verið til umfjöllunar í umræddri rannsókn. Í enn einu tilfelli þar sem fjallað er um áhrif skjátíma barna á svefn þeirra í MAHA-skýrslunni, segir höfundur rannsóknar sem vísað er til að niðurstöðurnar hafi verið rangtúlkaðar. Þá hafi rannsóknin ekki snúið að börnum heldur háskólanemendum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. 25. apríl 2025 09:34 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. 25. apríl 2025 09:34