Ójafnvægið sem heimurinn býr við – og skellur á Bakka Erna Bjarnadóttir skrifar 30. maí 2025 21:30 Undirliggjandi ójafnvægi í alþjóðaviðskiptum hefur á síðustu áratugum orðið kerfisbundið. Afleiðingarnar eru ekki lengur aðeins efnahagslegar – þær hafa sífellt skýrari pólitísk áhrif. Þessi þróun birtist í viðvarandi hallarekstri stórvelda, viðskiptadeilum og spennu í aðfangakeðjum. Í grein sem birtist í Klassekampen 21. maí 2025 dregur norski hagfræðingurinn Anton Smedshaug fram þessar brotalamir – og varpar fram spurningunni hvort alþjóðaviðskiptakerfið byggi raunverulega á stoðum eða einungis trausti sem er farið að rofna. Viðvarandi viðskiptahalli og forréttindastaða Bandaríkjanna Bandaríska hagkerfið hefur um áratugaskeið verið rekið með viðvarandi viðskiptahalla. Slíkt hefði verið ómögulegt í flestum öðrum ríkjum, en Bandaríkin njóta sérstöðu vegna stöðu Bandaríkjadals sem er gjaldmiðill alþjóðaviðskipta. Þessi staða gerir þeim kleift að fjármagna hallann með prentun eigin gjaldmiðils – án þess að mæta þeim afleiðingum sem önnur ríki þurfa að standa undir. Afleiðingarnar eru þó geigvænlegar þegar á hóminn er komið: ósjálfbært neyslumynstur hefur byggst upp, innlend framleiðsla dregst saman og alþjóðlegt ójafnvægi í viðskiptum magnast upp með víðtækum áhrifum. Viðskiptaafgangur og undirliggjandi spenna Smedshaug bendir jafnframt á að ábyrgðin liggi ekki aðeins hjá ríkjum með viðskiptahalla. Ríki eins og Kína, Þýskaland og Japan, sem halda uppi viðvarandi viðskiptaafgangi og byggja sinn efnahagsvöxt á stöðugri eftirspurn frá öðrum löndum sem sjálf eru rekin með viðskiptahalla – og gera þannig ójafnvægið varanlegt. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært – það hvílir á varanlegu ójafnvægi sem stuðlar að viðskiptadeilum, gengisóstöðugleika og pólitískri spennu. Valdahlutföll og efnislegur grunnur – sem hverfur Vesturlönd hafa í dag mjög takmarkað aðgengi að málmum og öðrum hráefnum sem áður mynduðu grunn efnahagslegs og hernaðarlegs styrks. Í stað þess að byggja á efnislegum auðlindum, byggist völd nú í vaxandi mæli á fjármálakerfum sem halda sér uppi með skuldasöfnun og trausti á gjaldmiðlum sem ekki hafa beina tengingu við raunveruleg verðmæti. Þar sem alþjóðaviðskiptakerfið hvílir á trausti fremur en efnislegum stoðum, verður það viðkvæmt fyrir óróa ef trúin brestur – og það getur leitt til víðtækrar óvissu og óstöðugleika í samskiptum ríkja. Undir slíkum kringumstæðum grípa stórveldi gjarnan til skammtímaráðstafana í stað kerfisbreytinga. Hér er nærtækasta dæmið einmitt að finna í skammtalækningum Bandaríkjaforseta nú um stundir – þar sem tollar, þrýstingur á bandalagsríki og úrsagnir úr alþjóðasamstarfi eru notaðar í stað þess að ráðast að rótum vandans. Græn umbreyting – með hráefnaskorti að baki Orkuskipti og græn umbreyting – hvort sem þau snúast um rafbíla, sólarrafhlöður eða vindmyllur – krefjast aðgangs að hráefnum eins og lithium, kobolti, sjaldgæfum jarðmálmum og hágæða málmblöndum. Slíkar auðlindir eru að mestu leyti staðsettar utan Vesturlanda, og eru undir stjórn ríkja sem beita þeim í auknum mæli sem pólitískum áhrifatækjum. Þetta veldur því að jafnvel lönd með hreina orku og aðstöðu til framleiðslu – eins og Ísland – verða háð dýrum og ótryggum aðföngum erlendis frá. Og þá komum við að Bakka Stöðvun rekstrar PC Silicon á Bakka við Húsavík er áþreifanlegt dæmi um það hvernig óstöðugleiki í alþjóðaviðskiptum smitast beint inn í íslenskan veruleika. Fyrirtækið framleiddi kísil, mikilvægt hráefni í framleiðslu á sérhæfðu áli fyrir rafbíla og orkukerfi sem byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum – m.a. fyrir rafhlöður og sólarsellur. Þrátt fyrir að Ísland bjóði upp á hagkvæma, endurnýjanlega orku og trausta innviði, reyndist erfitt að halda úti arðbærri starfsemi við breytilegar markaðsaðstæður og samkeppni á alþjóðavísu. Ísland, auðlindir og aðfangakeðjur Fyrir Ísland skiptir ekki aðeins máli hvernig við nýtum okkar auðlindir – heldur einnig hvernig við staðsetjum okkur í heimi þar sem aðgangur að hráefnum, tækni og viðskiptatengslum mótast af valdatafli á alþjóðavísu. Þeir sem ætla sér að leiða orkuskipti og græna uppbyggingu þurfa ekki bara orku – heldur einnig að tryggja stöðu innan aðfangakeðja sem eru bæði óstöðugar og pólitískt viðkvæmar. Í slíku samhengi er ekki nóg að ræða tækifæri innan einstakra samninga eða markaða. Spurningin er sú: hvernig tryggjum við efnislegan grunn sjálfbærrar framtíðar? Höfundur er hagfræðingur og húsmóðir í Hveragerði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Undirliggjandi ójafnvægi í alþjóðaviðskiptum hefur á síðustu áratugum orðið kerfisbundið. Afleiðingarnar eru ekki lengur aðeins efnahagslegar – þær hafa sífellt skýrari pólitísk áhrif. Þessi þróun birtist í viðvarandi hallarekstri stórvelda, viðskiptadeilum og spennu í aðfangakeðjum. Í grein sem birtist í Klassekampen 21. maí 2025 dregur norski hagfræðingurinn Anton Smedshaug fram þessar brotalamir – og varpar fram spurningunni hvort alþjóðaviðskiptakerfið byggi raunverulega á stoðum eða einungis trausti sem er farið að rofna. Viðvarandi viðskiptahalli og forréttindastaða Bandaríkjanna Bandaríska hagkerfið hefur um áratugaskeið verið rekið með viðvarandi viðskiptahalla. Slíkt hefði verið ómögulegt í flestum öðrum ríkjum, en Bandaríkin njóta sérstöðu vegna stöðu Bandaríkjadals sem er gjaldmiðill alþjóðaviðskipta. Þessi staða gerir þeim kleift að fjármagna hallann með prentun eigin gjaldmiðils – án þess að mæta þeim afleiðingum sem önnur ríki þurfa að standa undir. Afleiðingarnar eru þó geigvænlegar þegar á hóminn er komið: ósjálfbært neyslumynstur hefur byggst upp, innlend framleiðsla dregst saman og alþjóðlegt ójafnvægi í viðskiptum magnast upp með víðtækum áhrifum. Viðskiptaafgangur og undirliggjandi spenna Smedshaug bendir jafnframt á að ábyrgðin liggi ekki aðeins hjá ríkjum með viðskiptahalla. Ríki eins og Kína, Þýskaland og Japan, sem halda uppi viðvarandi viðskiptaafgangi og byggja sinn efnahagsvöxt á stöðugri eftirspurn frá öðrum löndum sem sjálf eru rekin með viðskiptahalla – og gera þannig ójafnvægið varanlegt. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært – það hvílir á varanlegu ójafnvægi sem stuðlar að viðskiptadeilum, gengisóstöðugleika og pólitískri spennu. Valdahlutföll og efnislegur grunnur – sem hverfur Vesturlönd hafa í dag mjög takmarkað aðgengi að málmum og öðrum hráefnum sem áður mynduðu grunn efnahagslegs og hernaðarlegs styrks. Í stað þess að byggja á efnislegum auðlindum, byggist völd nú í vaxandi mæli á fjármálakerfum sem halda sér uppi með skuldasöfnun og trausti á gjaldmiðlum sem ekki hafa beina tengingu við raunveruleg verðmæti. Þar sem alþjóðaviðskiptakerfið hvílir á trausti fremur en efnislegum stoðum, verður það viðkvæmt fyrir óróa ef trúin brestur – og það getur leitt til víðtækrar óvissu og óstöðugleika í samskiptum ríkja. Undir slíkum kringumstæðum grípa stórveldi gjarnan til skammtímaráðstafana í stað kerfisbreytinga. Hér er nærtækasta dæmið einmitt að finna í skammtalækningum Bandaríkjaforseta nú um stundir – þar sem tollar, þrýstingur á bandalagsríki og úrsagnir úr alþjóðasamstarfi eru notaðar í stað þess að ráðast að rótum vandans. Græn umbreyting – með hráefnaskorti að baki Orkuskipti og græn umbreyting – hvort sem þau snúast um rafbíla, sólarrafhlöður eða vindmyllur – krefjast aðgangs að hráefnum eins og lithium, kobolti, sjaldgæfum jarðmálmum og hágæða málmblöndum. Slíkar auðlindir eru að mestu leyti staðsettar utan Vesturlanda, og eru undir stjórn ríkja sem beita þeim í auknum mæli sem pólitískum áhrifatækjum. Þetta veldur því að jafnvel lönd með hreina orku og aðstöðu til framleiðslu – eins og Ísland – verða háð dýrum og ótryggum aðföngum erlendis frá. Og þá komum við að Bakka Stöðvun rekstrar PC Silicon á Bakka við Húsavík er áþreifanlegt dæmi um það hvernig óstöðugleiki í alþjóðaviðskiptum smitast beint inn í íslenskan veruleika. Fyrirtækið framleiddi kísil, mikilvægt hráefni í framleiðslu á sérhæfðu áli fyrir rafbíla og orkukerfi sem byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum – m.a. fyrir rafhlöður og sólarsellur. Þrátt fyrir að Ísland bjóði upp á hagkvæma, endurnýjanlega orku og trausta innviði, reyndist erfitt að halda úti arðbærri starfsemi við breytilegar markaðsaðstæður og samkeppni á alþjóðavísu. Ísland, auðlindir og aðfangakeðjur Fyrir Ísland skiptir ekki aðeins máli hvernig við nýtum okkar auðlindir – heldur einnig hvernig við staðsetjum okkur í heimi þar sem aðgangur að hráefnum, tækni og viðskiptatengslum mótast af valdatafli á alþjóðavísu. Þeir sem ætla sér að leiða orkuskipti og græna uppbyggingu þurfa ekki bara orku – heldur einnig að tryggja stöðu innan aðfangakeðja sem eru bæði óstöðugar og pólitískt viðkvæmar. Í slíku samhengi er ekki nóg að ræða tækifæri innan einstakra samninga eða markaða. Spurningin er sú: hvernig tryggjum við efnislegan grunn sjálfbærrar framtíðar? Höfundur er hagfræðingur og húsmóðir í Hveragerði
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun