Borðaði súrdeigsbrauð og mældist með áfengi í útblæstri Jón Ísak Ragnarsson skrifar 31. maí 2025 00:11 Súrdeigsbrauð. Getty/Natasha Breen Íslenskur maður um fertugt var stoppaður af lögreglu í vikunni og mældist með alkóhól í útblæstri þrátt fyrir að hafa aldrei drukkið deigan dropa. Ástæðan fyrir þessu var súrdeigsbrauð sem maðurinn hafði nýlega lagt sér til munns. Lögreglumaður segir að slíkar falskar mælingar komi fyrir en séu ekki algengar. Frétt DV um málið vakti mikla athygli í vikunni, þar sem maðurinn sagðist ekkert botna í mælingunni þar sem hann hefði aldrei drukkið. Sagt er frá því að maðurinn hafi verið að maula á hádegismatnum sínum í bílnum, skinduhyrnu úr súrdeigi. Logi Sigurjónsson, aðalvarðstjóri umferðardeilar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að það hafi verið rétt viðbrögð að leyfa manninum að blása aftur eftir að hafa skolað munninn, en þá hafi ekkert áfengi mælst. Hann veit ekki hvers vegna súrdeigið getur valdið þessu. „Ég er nú enginn sérfræðingur í súrdeigsbrauði, en það væntanlega á sér stað einhver gerjun þarna. En hún er mjög lítil og hann hefur væntanlega bara verið nýbúinn að kyngja bita af súrdeigi þegar hann blés í mælinn.“ Logi segir að önnur matvæli sem geti valdið falskri mælingu séu léttbjórar, malt og slíkt. Þannig drykkir geti mælst svona rétt eftir síðasta sopa. En svona konfekt með rommi og slíkt? Ég held það sé ekki áfengi í því, ég veit ekki til þess. Logi segir að það sé ekki algengt að lögreglan fái falska niðurstöðu í mælingum. Mælitækin séu orðin nokkuð nákvæm. „Já þau eru það en samt gefa þessir mælar sem eru notaði úti á vettvangi bara vísbendingu sem síðan er unnið eftir. Yfirleitt er hlustað á rök manna ef þeir mæla eindregið á móti því að áfengi hafi verið haft við hönd,“ segir Logi. Áfengi Bylgjan Reykjavík Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Sjá meira
Frétt DV um málið vakti mikla athygli í vikunni, þar sem maðurinn sagðist ekkert botna í mælingunni þar sem hann hefði aldrei drukkið. Sagt er frá því að maðurinn hafi verið að maula á hádegismatnum sínum í bílnum, skinduhyrnu úr súrdeigi. Logi Sigurjónsson, aðalvarðstjóri umferðardeilar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að það hafi verið rétt viðbrögð að leyfa manninum að blása aftur eftir að hafa skolað munninn, en þá hafi ekkert áfengi mælst. Hann veit ekki hvers vegna súrdeigið getur valdið þessu. „Ég er nú enginn sérfræðingur í súrdeigsbrauði, en það væntanlega á sér stað einhver gerjun þarna. En hún er mjög lítil og hann hefur væntanlega bara verið nýbúinn að kyngja bita af súrdeigi þegar hann blés í mælinn.“ Logi segir að önnur matvæli sem geti valdið falskri mælingu séu léttbjórar, malt og slíkt. Þannig drykkir geti mælst svona rétt eftir síðasta sopa. En svona konfekt með rommi og slíkt? Ég held það sé ekki áfengi í því, ég veit ekki til þess. Logi segir að það sé ekki algengt að lögreglan fái falska niðurstöðu í mælingum. Mælitækin séu orðin nokkuð nákvæm. „Já þau eru það en samt gefa þessir mælar sem eru notaði úti á vettvangi bara vísbendingu sem síðan er unnið eftir. Yfirleitt er hlustað á rök manna ef þeir mæla eindregið á móti því að áfengi hafi verið haft við hönd,“ segir Logi.
Áfengi Bylgjan Reykjavík Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Sjá meira