Brot á vopnalögum og líkamsárás á tónleikum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 07:23 Mjög fjölmennir tónleikar fóru fram í Laugardalshöll í gær á vegum þáttastjórnenda FM95Blö. Það eru Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, eða Gillz, og Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jrr. Vísir/Vilhelm Tveir voru handteknir vegna gruns um eða fyrir að hafa brotið vopnalög í gær á tónleikum. Ekki kemur fram hvaða tónleikar það eru í dagbók lögreglu en lögregla á stöð 1 sinnti útkallinu. Í gær fóru fram fjölmennir tóneikar í Laugardalshöll á vegum FM 95BLÖ. Þrír voru fluttir á slysadeild af tónleikunum og kemur fram í dagbók lögreglunnar að lögregluaðstoðar hafi einnig verið óskað vegna mögulegrar líkamsárásar á tónleikunum. Mikil umræða er um tónleikana í Facebook-hópnum Beautytips. Þar lýsa gestir miklum troðningi, ofbeldi og takmörkuðu aðgengi að salerni sem hafi endað með því að einhverjir pissuðu á gólfið. Miklar annir voru hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Alls gistu 13 í fangageymslu í nótt og voru 112 mál skráð í kerfi þeirra frá klukkan 17 til fimm í morgun. Stórfelld líkamsárás og mikil ölvun víða Á lögreglustöð 1, sem sér um miðborg, Laugardal, Hlíðar og Háaleiti, var töluvert um útköll vegna ölvunar og er til dæmis í dagbókinni fjallað um að lögreglan hafi þurft að vísa þó nokkrum aðilum af ölhúsum og þurft að hafa afskipti af gleðskap í heimahúsi og handtóku tvo sem eru grunaðir um stórfellda líkamsárás á ölhúsi. Sá sem ráðist var á var fluttur á bráðamóttöku. Þá var lögreglu á stöð 1 einnig tilkynnt um innbrot í líkamsræktarstöð. Á lögreglustöð 2, í Hafnafirði, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ökumanns sem ók af vettvangi eftir að hafa ekið á aðra bifreið. Lögregla handtók hann stuttu síðar vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þá var einn handtekinn í Hafnarfirði vegna stórfelldrar líkamsárásar á ölhúsi. Líkamsárás í verslunarmiðstöð Á lögreglustöð 3, í Kópavogi og Breiðholti, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í verslunarmiðstöð en gerendur fundust ekki. Málið er í rannsókn. Þá sinnti lögreglan einnig fjölda verkefna vegna samkvæmishávaða og ölvunar, þar með talið ölvunar ungmenna. Þá stöðvaði lögreglan ökumann bifreiðar sem reyndist vera aðeins 14 ára gamall og var með farþega sem var á sama aldri. Á lögreglustöð 4, í Grafarholti, var lögregla kölluð til vegna ungmenna sem voru til vandræða í strætisvagni og til að aðstoða við að vísa á brott hópi ungmenna sem ekki voru velkomin á veitingastað. Þá sinnti lögreglan þar einnig fjölda verkefna vegna ölvunar. Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Þrír voru fluttir á slysadeild af tónleikunum og kemur fram í dagbók lögreglunnar að lögregluaðstoðar hafi einnig verið óskað vegna mögulegrar líkamsárásar á tónleikunum. Mikil umræða er um tónleikana í Facebook-hópnum Beautytips. Þar lýsa gestir miklum troðningi, ofbeldi og takmörkuðu aðgengi að salerni sem hafi endað með því að einhverjir pissuðu á gólfið. Miklar annir voru hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Alls gistu 13 í fangageymslu í nótt og voru 112 mál skráð í kerfi þeirra frá klukkan 17 til fimm í morgun. Stórfelld líkamsárás og mikil ölvun víða Á lögreglustöð 1, sem sér um miðborg, Laugardal, Hlíðar og Háaleiti, var töluvert um útköll vegna ölvunar og er til dæmis í dagbókinni fjallað um að lögreglan hafi þurft að vísa þó nokkrum aðilum af ölhúsum og þurft að hafa afskipti af gleðskap í heimahúsi og handtóku tvo sem eru grunaðir um stórfellda líkamsárás á ölhúsi. Sá sem ráðist var á var fluttur á bráðamóttöku. Þá var lögreglu á stöð 1 einnig tilkynnt um innbrot í líkamsræktarstöð. Á lögreglustöð 2, í Hafnafirði, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ökumanns sem ók af vettvangi eftir að hafa ekið á aðra bifreið. Lögregla handtók hann stuttu síðar vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þá var einn handtekinn í Hafnarfirði vegna stórfelldrar líkamsárásar á ölhúsi. Líkamsárás í verslunarmiðstöð Á lögreglustöð 3, í Kópavogi og Breiðholti, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í verslunarmiðstöð en gerendur fundust ekki. Málið er í rannsókn. Þá sinnti lögreglan einnig fjölda verkefna vegna samkvæmishávaða og ölvunar, þar með talið ölvunar ungmenna. Þá stöðvaði lögreglan ökumann bifreiðar sem reyndist vera aðeins 14 ára gamall og var með farþega sem var á sama aldri. Á lögreglustöð 4, í Grafarholti, var lögregla kölluð til vegna ungmenna sem voru til vandræða í strætisvagni og til að aðstoða við að vísa á brott hópi ungmenna sem ekki voru velkomin á veitingastað. Þá sinnti lögreglan þar einnig fjölda verkefna vegna ölvunar.
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira