56.000 krónur í vasa Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 1. júní 2025 09:31 Eitt brýnasta hagsmunamál heimila á Íslandi er að tryggt sé nægjanlegt framboð af húsnæði sem mætir þörfum fjölskyldna. Á höfuðborgarsvæðinu hefur skortur á slíku húsnæði valdið verðhækkunum sem hafa hrint af stað keðjuverkun: hærra fasteignaverð, aukin verðbólga og hærri vextir. Allt bitnar þetta á heimilunum – ekki bara í formi hærri vaxtakostnaðar. Færri gera sér grein fyrir hvernig þessi þróun hefur einnig skilað sér í hærri fasteignagjöldum, sem í raun má kalla dulda skattheimtu. Í stað þess að taka pólitíska ákvörðun um skattahækkun hafa mörg sveitarfélög notið góðs af hækkandi fasteignamati með hærri tekjum af fasteignagjöldum og þar með hækkað álögur á íbúa. Þannig má með einföldum hætti segja að mörg sveitarfélög hafi í gegnum hækkandi húsnæðisverð fengið nokkuð frítt spil í skattahækkunum á liðnum árum með hækkandi húsnæðisverði og hærri fasteignagjöldum. Íbúar upplifa þetta beint og í samtölum mínum við bæjarbúa koma ítrekað fram áhyggjur af fasteignagjöldum. Þessi gjöld eru stór hluti af mánaðarlegum kostnaði heimilanna, sérstaklega í ljósi annarra hækkana sem dynja á þeim. Því skiptir öllu máli að sveitarfélagið taki ábyrgð og stilli álögum í hóf. Fasteignagjöld í Kópavogi hafa lækkað síðustu ár Kópavogsbær hefur eitt fárra sveitarfélaga lækkað fasteignagjöld að raunvirði á undanförnum árum og í dag eru þau í Kópavogi almennt lægri en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Af tíu stærstu sveitarfélögum landsins er Kópavogur eina sveitarfélagið sem hefur lækkað gjöldin að raunvirði, líkt og sést á neðangreindri mynd. Á þessu kjörtímabili hefur Kópavogsbær lækkað fasteignagjöld um samtals einn milljarð króna á þessu kjörtímabili, eða um 56.000 krónur á hvert heimili í Kópavogi á hverju einasta ári. Þessar krónur sitja eftir í vösum bæjarbúa í stað þess að renna í bæjarsjóð. Þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birtir árlega nýtt fasteignamat – sem ákvarðar skattstofn næsta árs – hefur það að jafnaði leitt til aukinna álagningar á íbúa og fyrirtæki. Á næsta ári mun fasteignamat hækka um 9,7% á íbúðarhúsnæði og 4,2% á atvinnuhúsnæði í Kópavogi, en þessum hækkunum verður ekki fleytt áfram heldur hyggst bærinn sem fyrr bregðast við með lækkun álagningarhlutfalls, svo gjöldin haldist áfram hófleg. Við sem gegnum forystu í Kópavogi trúum því að sveitarfélag geti bæði veitt góða þjónustu og haldið sköttum lágum. Það krefst forgangsröðunar, ábyrgðar og vilja til að spyrja: er þessi skattheimta sanngjörn? Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Eitt brýnasta hagsmunamál heimila á Íslandi er að tryggt sé nægjanlegt framboð af húsnæði sem mætir þörfum fjölskyldna. Á höfuðborgarsvæðinu hefur skortur á slíku húsnæði valdið verðhækkunum sem hafa hrint af stað keðjuverkun: hærra fasteignaverð, aukin verðbólga og hærri vextir. Allt bitnar þetta á heimilunum – ekki bara í formi hærri vaxtakostnaðar. Færri gera sér grein fyrir hvernig þessi þróun hefur einnig skilað sér í hærri fasteignagjöldum, sem í raun má kalla dulda skattheimtu. Í stað þess að taka pólitíska ákvörðun um skattahækkun hafa mörg sveitarfélög notið góðs af hækkandi fasteignamati með hærri tekjum af fasteignagjöldum og þar með hækkað álögur á íbúa. Þannig má með einföldum hætti segja að mörg sveitarfélög hafi í gegnum hækkandi húsnæðisverð fengið nokkuð frítt spil í skattahækkunum á liðnum árum með hækkandi húsnæðisverði og hærri fasteignagjöldum. Íbúar upplifa þetta beint og í samtölum mínum við bæjarbúa koma ítrekað fram áhyggjur af fasteignagjöldum. Þessi gjöld eru stór hluti af mánaðarlegum kostnaði heimilanna, sérstaklega í ljósi annarra hækkana sem dynja á þeim. Því skiptir öllu máli að sveitarfélagið taki ábyrgð og stilli álögum í hóf. Fasteignagjöld í Kópavogi hafa lækkað síðustu ár Kópavogsbær hefur eitt fárra sveitarfélaga lækkað fasteignagjöld að raunvirði á undanförnum árum og í dag eru þau í Kópavogi almennt lægri en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Af tíu stærstu sveitarfélögum landsins er Kópavogur eina sveitarfélagið sem hefur lækkað gjöldin að raunvirði, líkt og sést á neðangreindri mynd. Á þessu kjörtímabili hefur Kópavogsbær lækkað fasteignagjöld um samtals einn milljarð króna á þessu kjörtímabili, eða um 56.000 krónur á hvert heimili í Kópavogi á hverju einasta ári. Þessar krónur sitja eftir í vösum bæjarbúa í stað þess að renna í bæjarsjóð. Þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birtir árlega nýtt fasteignamat – sem ákvarðar skattstofn næsta árs – hefur það að jafnaði leitt til aukinna álagningar á íbúa og fyrirtæki. Á næsta ári mun fasteignamat hækka um 9,7% á íbúðarhúsnæði og 4,2% á atvinnuhúsnæði í Kópavogi, en þessum hækkunum verður ekki fleytt áfram heldur hyggst bærinn sem fyrr bregðast við með lækkun álagningarhlutfalls, svo gjöldin haldist áfram hófleg. Við sem gegnum forystu í Kópavogi trúum því að sveitarfélag geti bæði veitt góða þjónustu og haldið sköttum lágum. Það krefst forgangsröðunar, ábyrgðar og vilja til að spyrja: er þessi skattheimta sanngjörn? Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun