Fögnuðu með skrúðgöngu í skugga óeirða Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 07:44 Leikmenn PSG rúntuðu með Meistaradeildartitilinn niður Champs-Élysées breiðgötuna. Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Þrátt fyrir óeirðir í París á laugardagskvöld þar sem tveir létust og vel yfir fimm hundruð voru handteknir hélt Paris Saint-Germain skrúðgöngu í gær þar sem liðið fagnaði Meistaradeildartitlinum. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út og lögreglan beitti táragasi. Almennt skemmti fólk sér vel á götum Parísar. Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Þúsundir lögregluþjóna voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi áhorfenda sem flykktust út á götur Parísar til að fylgjast með skrúðgöngunni í gær. Kvöldið áður hafði PSG unnið Meistaradeildina, en það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Ákveðið var að hætta ekki við skrúðgönguna. Leikmenn PSG komu sér fyrir í opinni rútu og rúntuðu niður Champs-Élysées breiðgötuna. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út. Flestallir í góðum gír. Luc Auffret/Anadolu via Getty Images Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Minniháttar óeirðir brutust út og lögreglan beitti táragasi. Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Í Élysée höllinni hitti liðið svo franska forsetann Emmanuel Macron og forsetafrúnna Brigitte Macron, áður en haldið var á þjóðarleikvanginn Parc des Princes. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti. EPA-EFE/Thomas Padilla / POOL MAXPPP OUT Þar beið þeirra fullur leikvangur, tæplega fimmtíu þúsund manns. Fyrrum leikmenn félagsins, Bernard Mendy og Jerome Rothen höfðu hitað áhorfendur upp með vel völdum bröndurum - sem beindust aðallega að erkifjendunum í Marseille, sem er ekki lengur eina franska liðið til að vinna Meistaradeildina. Eftir það voru haldnir tónleikar og ljósasýning þar sem titlinum var lyft á loft og fagnað innilega. Hæst heyrðist í áhorfendum þegar fyrirliðinn Marquinhos mætti og svo þegar Ousmané Dembélé tók við titlinum. Úr stúkunni heyrðist sungið „Dembélé, Ballon d‘Or“ í von um að hann verði valinn besti leikmaður heims. Marquinhos hefur verið hjá PSG síðan 2013. Lionel Hahn/Getty Images Dembélé tolleraður af liðsfélögunum.Lionel Hahn/Getty Images Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Franski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Almennt skemmti fólk sér vel á götum Parísar. Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Þúsundir lögregluþjóna voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi áhorfenda sem flykktust út á götur Parísar til að fylgjast með skrúðgöngunni í gær. Kvöldið áður hafði PSG unnið Meistaradeildina, en það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Ákveðið var að hætta ekki við skrúðgönguna. Leikmenn PSG komu sér fyrir í opinni rútu og rúntuðu niður Champs-Élysées breiðgötuna. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út. Flestallir í góðum gír. Luc Auffret/Anadolu via Getty Images Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Minniháttar óeirðir brutust út og lögreglan beitti táragasi. Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Í Élysée höllinni hitti liðið svo franska forsetann Emmanuel Macron og forsetafrúnna Brigitte Macron, áður en haldið var á þjóðarleikvanginn Parc des Princes. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti. EPA-EFE/Thomas Padilla / POOL MAXPPP OUT Þar beið þeirra fullur leikvangur, tæplega fimmtíu þúsund manns. Fyrrum leikmenn félagsins, Bernard Mendy og Jerome Rothen höfðu hitað áhorfendur upp með vel völdum bröndurum - sem beindust aðallega að erkifjendunum í Marseille, sem er ekki lengur eina franska liðið til að vinna Meistaradeildina. Eftir það voru haldnir tónleikar og ljósasýning þar sem titlinum var lyft á loft og fagnað innilega. Hæst heyrðist í áhorfendum þegar fyrirliðinn Marquinhos mætti og svo þegar Ousmané Dembélé tók við titlinum. Úr stúkunni heyrðist sungið „Dembélé, Ballon d‘Or“ í von um að hann verði valinn besti leikmaður heims. Marquinhos hefur verið hjá PSG síðan 2013. Lionel Hahn/Getty Images Dembélé tolleraður af liðsfélögunum.Lionel Hahn/Getty Images
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Franski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira