Lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar skert Regína Ásvaldsdóttir skrifar 3. júní 2025 08:00 Með einu pennastriki hafa stjórnvöld ákveðið að skerða lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar með því að lækka árlegt framlag úr Jöfnunarsjóði um 250 milljónir króna, verði frumvarp innviðaráðherra að lögum. Breytingar á Jöfnunarsjóði munu hafa mikil áhrif á framlög til sveitarfélaganna, ýmist til lækkunar eða hækkunar. Alls hækka framlög til 22 sveitarfélaga en skerðast hjá 37 sveitarfélögum. Heildarlækkun framlags er mest í Mosfellsbæ, 250 milljónir króna. Á móti hækka framlögin til Reykjavíkurborgar um 400 milljónir, 330 milljónir í Reykjanesbæ, 280 milljónir á Akureyri og 260 milljónir í Múlaþingi svo dæmi séu tekin. Frumvarpið var unnið í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur tvívegis verið lagt fram áður. Í þriðju tilraun er skerðingin þessi, 250 milljónir á ári sem samsvarar milljarði á fjórum árum. Mosfellsbær hefur lagt fram ítarlega umsögn um málið sem ég hvet þingmenn til þess að kynna sér áður en málið verður afgreitt á þinginu. En hver er skýringin? Mosfellsbær fullnýtir útsvarsheimildina, svo ekki er það ástæðan fyrir svo mikilli lækkun. Regluverk Jöfnunarsjóðs er mjög flókið og því höfum við greint margar ástæður fyrir því að framlagið lækkar. Jöfnunarsjóður útbýr formúlu með fjölmörgum þáttum við útreikninginn og þeim er gefið ákveðið vægi. Það má segja að þetta sé eins og uppskrift að kokteil með ólíku innihaldi og niðurstaðan verður sæt eða súr, allt eftir því hver bragðar. Meðal annars hefur viðmiðunarregla vegna íbúafjölda neikvæð áhrif á niðurstöðu Mosfellsbæjar sem telur 13.800 íbúa. Þá er vægi barna á leikskólaaldri fært niður úr 20% i 18% og vægi barna á grunnskólaaldri úr 15% niður í 13%. Þetta er sérlega bagalegt fyrir ört vaxandi sveitarfélag með hlutfallslega einna mesta barnafjölda á landinu. Þá hefur vægi fjölgunar íbúa umfram 2,5% farið úr 7 % í 5%. Önnur mikilvæg breyta að okkar mati er að ekki er tekið tillit til velferðarþátta, svo sem fjölda fatlaðra einstaklinga í bæjarfélaginu. Þar á ég við þær félagslegu skyldur sem sveitarfélagið hefur gagnvart þessum hópi og Jöfnunarsjóður bætir ekki. Mosfellsbær á ríka sögu um þjónustu við fatlað fólk sem kom alls staðar að af landinu, meðal annars í Skálatúni. Mosfellsbær er með einna hæsta hlutfall fatlaðra íbúa á landinu en í sveitarfélaginu er hlutfall fatlaðra íbúa 0,57% á meðan að samsvarandi tölur eru 0,37% í Garðabæ, 0,29% í Kópavogi og 0,21% á Seltjarnarnesi. Ég skora á stjórnvöld að gera betur og fresta þessu frumvarpi þar til fundin hefur verið leið til þess að jafna betur úthlutun á milli sveitarfélaga og endurskoða ákvæði um stærðarhagkvæmni eins og ítarlega er gert grein fyrir í umsögn Mosfellsbæjar um frumvarpið. Þá verði tekið sterkara tillit til þátta eins og velferðarmála og hlutfallslegs fjölda barna og unglinga í sveitarfélögum. Velferðarmál og fræðslumál eru kostnaðarsömustu þættirnir í rekstri sveitarfélaga. Það verður engin sanngjörn jöfnun án þess að taka tillit til þessara mikilvægu málaflokka. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mosfellsbær Regína Ásvaldsdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Með einu pennastriki hafa stjórnvöld ákveðið að skerða lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar með því að lækka árlegt framlag úr Jöfnunarsjóði um 250 milljónir króna, verði frumvarp innviðaráðherra að lögum. Breytingar á Jöfnunarsjóði munu hafa mikil áhrif á framlög til sveitarfélaganna, ýmist til lækkunar eða hækkunar. Alls hækka framlög til 22 sveitarfélaga en skerðast hjá 37 sveitarfélögum. Heildarlækkun framlags er mest í Mosfellsbæ, 250 milljónir króna. Á móti hækka framlögin til Reykjavíkurborgar um 400 milljónir, 330 milljónir í Reykjanesbæ, 280 milljónir á Akureyri og 260 milljónir í Múlaþingi svo dæmi séu tekin. Frumvarpið var unnið í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur tvívegis verið lagt fram áður. Í þriðju tilraun er skerðingin þessi, 250 milljónir á ári sem samsvarar milljarði á fjórum árum. Mosfellsbær hefur lagt fram ítarlega umsögn um málið sem ég hvet þingmenn til þess að kynna sér áður en málið verður afgreitt á þinginu. En hver er skýringin? Mosfellsbær fullnýtir útsvarsheimildina, svo ekki er það ástæðan fyrir svo mikilli lækkun. Regluverk Jöfnunarsjóðs er mjög flókið og því höfum við greint margar ástæður fyrir því að framlagið lækkar. Jöfnunarsjóður útbýr formúlu með fjölmörgum þáttum við útreikninginn og þeim er gefið ákveðið vægi. Það má segja að þetta sé eins og uppskrift að kokteil með ólíku innihaldi og niðurstaðan verður sæt eða súr, allt eftir því hver bragðar. Meðal annars hefur viðmiðunarregla vegna íbúafjölda neikvæð áhrif á niðurstöðu Mosfellsbæjar sem telur 13.800 íbúa. Þá er vægi barna á leikskólaaldri fært niður úr 20% i 18% og vægi barna á grunnskólaaldri úr 15% niður í 13%. Þetta er sérlega bagalegt fyrir ört vaxandi sveitarfélag með hlutfallslega einna mesta barnafjölda á landinu. Þá hefur vægi fjölgunar íbúa umfram 2,5% farið úr 7 % í 5%. Önnur mikilvæg breyta að okkar mati er að ekki er tekið tillit til velferðarþátta, svo sem fjölda fatlaðra einstaklinga í bæjarfélaginu. Þar á ég við þær félagslegu skyldur sem sveitarfélagið hefur gagnvart þessum hópi og Jöfnunarsjóður bætir ekki. Mosfellsbær á ríka sögu um þjónustu við fatlað fólk sem kom alls staðar að af landinu, meðal annars í Skálatúni. Mosfellsbær er með einna hæsta hlutfall fatlaðra íbúa á landinu en í sveitarfélaginu er hlutfall fatlaðra íbúa 0,57% á meðan að samsvarandi tölur eru 0,37% í Garðabæ, 0,29% í Kópavogi og 0,21% á Seltjarnarnesi. Ég skora á stjórnvöld að gera betur og fresta þessu frumvarpi þar til fundin hefur verið leið til þess að jafna betur úthlutun á milli sveitarfélaga og endurskoða ákvæði um stærðarhagkvæmni eins og ítarlega er gert grein fyrir í umsögn Mosfellsbæjar um frumvarpið. Þá verði tekið sterkara tillit til þátta eins og velferðarmála og hlutfallslegs fjölda barna og unglinga í sveitarfélögum. Velferðarmál og fræðslumál eru kostnaðarsömustu þættirnir í rekstri sveitarfélaga. Það verður engin sanngjörn jöfnun án þess að taka tillit til þessara mikilvægu málaflokka. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar