Sara Björk hittir áhorfendur og sendir stelpunum okkar EM kveðju Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 15:01 Sara Björk var fyrirliði Íslands áður en hún lagði landsliðsskóna á hilluna. Marcio Machado/Eurasia Sport Images/Getty Images Sara Björk Gunnarsdóttir mun senda stelpunum okkar EM kveðju fyrir leik Íslands og Frakklands, á skilti sem verður sett upp í anddyri Laugardalsvallar. Allir áhorfendur geta gert slíkt hið sama, skrifað nafn sitt eða nokkur vel valin orð fyrir íslenska landsliðið, og fengið að hitta fyrrum landsliðsfyrirliðann. Landsbankinn stendur fyrir verkefninu „Skrifum söguna saman“ í samstarfi við KSÍ. Búið er að strekkja breiðtjald á striga sem áhorfendur geta skrifað á, áður en þeir fara upp í stúku og sjá fyrsta landsleikinn á nýja Laugardalsvellinum, sem hefst klukkan sex í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði til fjölda ára, verður á svæðinu og skrifar á spjaldið sem stelpurnar okkar munu svo taka með sér út á Evrópumótið í Sviss. Skiltið sem Sara og áhorfendur munu skrifa á fer með stelpunum okkar út á EM í Sviss. Sátt við að hafa kvatt landsliðið Sara lék sinn fyrsta landsleik árið 2007, enn aðeins sextán ára gömul, og á leikjametið á Íslandi með því að hafa spilað 145 leiki. Hún fór til að mynda fjórum sinnum á EM en eftir að Íslandi mistókst að komast á HM, með sáru tapi í framlengdum leik í Portúgal haustið 2022, ákvað Sara að landsliðsskórnir færu á hilluna. Spilar í Sádi-Arabíu Eftir að hafa spilað með toppliðum á Ítalíu, í Frakklandi og Þýskalandi tók Sara að sér ansi ólíkt verkefni og lék með Al Qadsiah í Sádi-Arabíu í vetur. Hún segir síðustu níu mánuði hafa verið lærdómsríka og gefur lítið fyrir tal um að erlent íþróttafólk þar taki þátt í hvítþvotti ríkisins af mannréttindabrotum. Liðið þarf stöðugleika Landsliðsþjálfarar Íslands hafa ekki reynt að fá hana til að snúast hugur og Sara hefur í vetur einbeitt sér að því að spila með liði Al Qadsiah í sádiarabísku deildinni. Hún fylgist þó með framgangi íslenska liðsins og segir allt opið fyrir liðið á Evrópumótinu í Sviss í sumar en að til þess þurfi meiri stöðugleika. „Ég fylgist með liðinu. Mér finnst þær vera upp og niður. Þær eiga sína leiki eins og þegar þær unnu til dæmis Þýskaland í fyrra hér heima. Það var ótrúlegt – frábær leikur. En mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika í liðið. Þetta er eiginlega alltaf það sama, um að halda bolta betur innan liðsins. Og þegar ég horfi á leikina núna í sjónvarpi þá sé ég að það eru möguleikar til staðar. Við erum með leikmenn sem eiga að geta tekið meira við boltanum á miðjunni en mér finnst alltaf smástress, kannski smáhræðsla eða óöryggi, og við lendum oft í þessum löngu boltum. Það virkar oft en er líka takmarkað stundum, sérstaklega þegar hin liðin lesa það og taka Sveindísi út. Þá er jókerinn okkar farinn“ sagði Sara í viðtali við Sindra Sverrisson fyrir skemmstu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Landsbankinn stendur fyrir verkefninu „Skrifum söguna saman“ í samstarfi við KSÍ. Búið er að strekkja breiðtjald á striga sem áhorfendur geta skrifað á, áður en þeir fara upp í stúku og sjá fyrsta landsleikinn á nýja Laugardalsvellinum, sem hefst klukkan sex í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði til fjölda ára, verður á svæðinu og skrifar á spjaldið sem stelpurnar okkar munu svo taka með sér út á Evrópumótið í Sviss. Skiltið sem Sara og áhorfendur munu skrifa á fer með stelpunum okkar út á EM í Sviss. Sátt við að hafa kvatt landsliðið Sara lék sinn fyrsta landsleik árið 2007, enn aðeins sextán ára gömul, og á leikjametið á Íslandi með því að hafa spilað 145 leiki. Hún fór til að mynda fjórum sinnum á EM en eftir að Íslandi mistókst að komast á HM, með sáru tapi í framlengdum leik í Portúgal haustið 2022, ákvað Sara að landsliðsskórnir færu á hilluna. Spilar í Sádi-Arabíu Eftir að hafa spilað með toppliðum á Ítalíu, í Frakklandi og Þýskalandi tók Sara að sér ansi ólíkt verkefni og lék með Al Qadsiah í Sádi-Arabíu í vetur. Hún segir síðustu níu mánuði hafa verið lærdómsríka og gefur lítið fyrir tal um að erlent íþróttafólk þar taki þátt í hvítþvotti ríkisins af mannréttindabrotum. Liðið þarf stöðugleika Landsliðsþjálfarar Íslands hafa ekki reynt að fá hana til að snúast hugur og Sara hefur í vetur einbeitt sér að því að spila með liði Al Qadsiah í sádiarabísku deildinni. Hún fylgist þó með framgangi íslenska liðsins og segir allt opið fyrir liðið á Evrópumótinu í Sviss í sumar en að til þess þurfi meiri stöðugleika. „Ég fylgist með liðinu. Mér finnst þær vera upp og niður. Þær eiga sína leiki eins og þegar þær unnu til dæmis Þýskaland í fyrra hér heima. Það var ótrúlegt – frábær leikur. En mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika í liðið. Þetta er eiginlega alltaf það sama, um að halda bolta betur innan liðsins. Og þegar ég horfi á leikina núna í sjónvarpi þá sé ég að það eru möguleikar til staðar. Við erum með leikmenn sem eiga að geta tekið meira við boltanum á miðjunni en mér finnst alltaf smástress, kannski smáhræðsla eða óöryggi, og við lendum oft í þessum löngu boltum. Það virkar oft en er líka takmarkað stundum, sérstaklega þegar hin liðin lesa það og taka Sveindísi út. Þá er jókerinn okkar farinn“ sagði Sara í viðtali við Sindra Sverrisson fyrir skemmstu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira