Sara Björk hittir áhorfendur og sendir stelpunum okkar EM kveðju Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 15:01 Sara Björk var fyrirliði Íslands áður en hún lagði landsliðsskóna á hilluna. Marcio Machado/Eurasia Sport Images/Getty Images Sara Björk Gunnarsdóttir mun senda stelpunum okkar EM kveðju fyrir leik Íslands og Frakklands, á skilti sem verður sett upp í anddyri Laugardalsvallar. Allir áhorfendur geta gert slíkt hið sama, skrifað nafn sitt eða nokkur vel valin orð fyrir íslenska landsliðið, og fengið að hitta fyrrum landsliðsfyrirliðann. Landsbankinn stendur fyrir verkefninu „Skrifum söguna saman“ í samstarfi við KSÍ. Búið er að strekkja breiðtjald á striga sem áhorfendur geta skrifað á, áður en þeir fara upp í stúku og sjá fyrsta landsleikinn á nýja Laugardalsvellinum, sem hefst klukkan sex í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði til fjölda ára, verður á svæðinu og skrifar á spjaldið sem stelpurnar okkar munu svo taka með sér út á Evrópumótið í Sviss. Skiltið sem Sara og áhorfendur munu skrifa á fer með stelpunum okkar út á EM í Sviss. Sátt við að hafa kvatt landsliðið Sara lék sinn fyrsta landsleik árið 2007, enn aðeins sextán ára gömul, og á leikjametið á Íslandi með því að hafa spilað 145 leiki. Hún fór til að mynda fjórum sinnum á EM en eftir að Íslandi mistókst að komast á HM, með sáru tapi í framlengdum leik í Portúgal haustið 2022, ákvað Sara að landsliðsskórnir færu á hilluna. Spilar í Sádi-Arabíu Eftir að hafa spilað með toppliðum á Ítalíu, í Frakklandi og Þýskalandi tók Sara að sér ansi ólíkt verkefni og lék með Al Qadsiah í Sádi-Arabíu í vetur. Hún segir síðustu níu mánuði hafa verið lærdómsríka og gefur lítið fyrir tal um að erlent íþróttafólk þar taki þátt í hvítþvotti ríkisins af mannréttindabrotum. Liðið þarf stöðugleika Landsliðsþjálfarar Íslands hafa ekki reynt að fá hana til að snúast hugur og Sara hefur í vetur einbeitt sér að því að spila með liði Al Qadsiah í sádiarabísku deildinni. Hún fylgist þó með framgangi íslenska liðsins og segir allt opið fyrir liðið á Evrópumótinu í Sviss í sumar en að til þess þurfi meiri stöðugleika. „Ég fylgist með liðinu. Mér finnst þær vera upp og niður. Þær eiga sína leiki eins og þegar þær unnu til dæmis Þýskaland í fyrra hér heima. Það var ótrúlegt – frábær leikur. En mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika í liðið. Þetta er eiginlega alltaf það sama, um að halda bolta betur innan liðsins. Og þegar ég horfi á leikina núna í sjónvarpi þá sé ég að það eru möguleikar til staðar. Við erum með leikmenn sem eiga að geta tekið meira við boltanum á miðjunni en mér finnst alltaf smástress, kannski smáhræðsla eða óöryggi, og við lendum oft í þessum löngu boltum. Það virkar oft en er líka takmarkað stundum, sérstaklega þegar hin liðin lesa það og taka Sveindísi út. Þá er jókerinn okkar farinn“ sagði Sara í viðtali við Sindra Sverrisson fyrir skemmstu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Landsbankinn stendur fyrir verkefninu „Skrifum söguna saman“ í samstarfi við KSÍ. Búið er að strekkja breiðtjald á striga sem áhorfendur geta skrifað á, áður en þeir fara upp í stúku og sjá fyrsta landsleikinn á nýja Laugardalsvellinum, sem hefst klukkan sex í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði til fjölda ára, verður á svæðinu og skrifar á spjaldið sem stelpurnar okkar munu svo taka með sér út á Evrópumótið í Sviss. Skiltið sem Sara og áhorfendur munu skrifa á fer með stelpunum okkar út á EM í Sviss. Sátt við að hafa kvatt landsliðið Sara lék sinn fyrsta landsleik árið 2007, enn aðeins sextán ára gömul, og á leikjametið á Íslandi með því að hafa spilað 145 leiki. Hún fór til að mynda fjórum sinnum á EM en eftir að Íslandi mistókst að komast á HM, með sáru tapi í framlengdum leik í Portúgal haustið 2022, ákvað Sara að landsliðsskórnir færu á hilluna. Spilar í Sádi-Arabíu Eftir að hafa spilað með toppliðum á Ítalíu, í Frakklandi og Þýskalandi tók Sara að sér ansi ólíkt verkefni og lék með Al Qadsiah í Sádi-Arabíu í vetur. Hún segir síðustu níu mánuði hafa verið lærdómsríka og gefur lítið fyrir tal um að erlent íþróttafólk þar taki þátt í hvítþvotti ríkisins af mannréttindabrotum. Liðið þarf stöðugleika Landsliðsþjálfarar Íslands hafa ekki reynt að fá hana til að snúast hugur og Sara hefur í vetur einbeitt sér að því að spila með liði Al Qadsiah í sádiarabísku deildinni. Hún fylgist þó með framgangi íslenska liðsins og segir allt opið fyrir liðið á Evrópumótinu í Sviss í sumar en að til þess þurfi meiri stöðugleika. „Ég fylgist með liðinu. Mér finnst þær vera upp og niður. Þær eiga sína leiki eins og þegar þær unnu til dæmis Þýskaland í fyrra hér heima. Það var ótrúlegt – frábær leikur. En mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika í liðið. Þetta er eiginlega alltaf það sama, um að halda bolta betur innan liðsins. Og þegar ég horfi á leikina núna í sjónvarpi þá sé ég að það eru möguleikar til staðar. Við erum með leikmenn sem eiga að geta tekið meira við boltanum á miðjunni en mér finnst alltaf smástress, kannski smáhræðsla eða óöryggi, og við lendum oft í þessum löngu boltum. Það virkar oft en er líka takmarkað stundum, sérstaklega þegar hin liðin lesa það og taka Sveindísi út. Þá er jókerinn okkar farinn“ sagði Sara í viðtali við Sindra Sverrisson fyrir skemmstu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira