Sjónvarpsútsending yfir þjóðsöngnum: „Pínlegt fyrir okkur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júní 2025 20:55 Stuðningsfólk franska landsliðsins gat fagnað í leikslok, en hafði ekkert sérstaklega gaman að því þegar sjónvarpsútsending og annað lag ómaði yfir franska þjóðsöngnum. Vísir/Anton Brink Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Frökkum í Þjóðadeild UEFA á nýjum Laugardalsvelli í kvöld. Íslensku stelpurnar stóðu vel í öflugu liði Frakka framan af leik, en í síðari hálfleik spiluðu gestirnir með íslenska vindinn í bakið og tóku í raun öll völd eftir hlé. Sigur þeirra var því nokkuð verðskuldaður og var þetta tíundi leikur íslenska liðsins í röð án sigurs. Fyrir leik var þó mikil hátíð, enda verið að vígja nýtt blendingsgras, svokallað hybrid, á Laugardalsvelli. Hljómsveitin Húbbabúbba flutti nokkur lög og dansatriði voru sýnd við nýja grasið. Þegar kom að því að huga að því að hefja leikinn sjálfann fór hins vegar eitthvað úrskeiðis. Þegar spila átti La Marseillaise, þjóðsöng Frakka, virtust fleiri en einn sleði á stjórntækjunum vera uppi og ofan í þjóðsönginn ómaði annað lag, sem og útsending RÚV, þar sem leikurinn var sýndur. Eðlilega höfðu leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk franska liðsins lítinn húmor fyrir þessu atviki og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, segir að það hafi verið pínlegt að hlusta á þetta. „Ég náttúrulega skildi ekkert hvað var í gangi. Rétt fyrir þjóðsönginn heyrði maður í þeim á RÚV og ég skildi ekkert hvað var að gerast,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik kvöldsins. „Þetta er auðvitað bara pínlegt fyrir okkur, en þetta er samt sem áður bara mál sem kemur mér ekkert við.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Íslensku stelpurnar stóðu vel í öflugu liði Frakka framan af leik, en í síðari hálfleik spiluðu gestirnir með íslenska vindinn í bakið og tóku í raun öll völd eftir hlé. Sigur þeirra var því nokkuð verðskuldaður og var þetta tíundi leikur íslenska liðsins í röð án sigurs. Fyrir leik var þó mikil hátíð, enda verið að vígja nýtt blendingsgras, svokallað hybrid, á Laugardalsvelli. Hljómsveitin Húbbabúbba flutti nokkur lög og dansatriði voru sýnd við nýja grasið. Þegar kom að því að huga að því að hefja leikinn sjálfann fór hins vegar eitthvað úrskeiðis. Þegar spila átti La Marseillaise, þjóðsöng Frakka, virtust fleiri en einn sleði á stjórntækjunum vera uppi og ofan í þjóðsönginn ómaði annað lag, sem og útsending RÚV, þar sem leikurinn var sýndur. Eðlilega höfðu leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk franska liðsins lítinn húmor fyrir þessu atviki og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, segir að það hafi verið pínlegt að hlusta á þetta. „Ég náttúrulega skildi ekkert hvað var í gangi. Rétt fyrir þjóðsönginn heyrði maður í þeim á RÚV og ég skildi ekkert hvað var að gerast,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik kvöldsins. „Þetta er auðvitað bara pínlegt fyrir okkur, en þetta er samt sem áður bara mál sem kemur mér ekkert við.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira