„Rangstaða og hefði ekki staðið með VAR“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 21:19 Fyrra mark Frakklands hefði aldrei átt að standa. vísir / anton brink Glódís Perla Viggósdóttir segir mörkin sem Ísland fékk á sig í 2-0 tapinu gegn Frakklandi mjög pirrandi. Hún tapaði hlutkestinu þriðja leikinn í röð á Laugardalsvelli og þótti vont að spila á móti vindi í seinni hálfleik. „Heilt yfir í leiknum eru þær ekkert að skapa sér rosalega mikið. Mjög pirrandi mörk sem þær skora, fyrsta markið þegar við gleymum okkur í innkasti er reyndar rangstaða og hefði ekki staðið með VAR. Auðvitað breytir það mark leiknum, að spila á móti vindi 1-0 undir á móti Frakklandi er ekki auðveld staða til að vera í“ sagði Glódís Perla um klukkustund eftir að leikurinn kláraðist. Eins og hún segir var Melvine Malard, sem gaf stoðsendinguna, rangstæð og markið hefði ekki átt að standa. Melvine stakk sér inn fyrir Glódísi, sem áttaði sig ekki á því í augnablikinu að Melvine hefði verið rangstæð, enda stóð það mjög tæpt. Leikgreinandi landsliðsins benti henni á það. „Alls ekki. Ég veit ekki einu sinni hver er rangstæð. Þetta er bara augnablik sem við hleypum þeim innan á okkur, við verðum að vera þéttari þarna og megum ekki leyfa þessu að gerast svona.“ Ísland var með vindinn í bakið í seinni hálfleik og hefði klárlega getað skorað mark. „Ég fæ gott færi og svo fáum við annað færi stuttu seinna, ef við hefðum nýtt þau hefðum við breytt leiknum. Alltaf betra að vera yfir þegar þú ferð svo inn í mótvindinn… Hlutkestið nánast ákvarðar leikinn af því að það er alltaf betra að spila með vindi í seinni hálfleik.“ Glódís hjálpar Karólínu Leu á lappir eftir högg í seinni hálfleik.vísir / anton brink Ísland hefur spilað þrjá leiki í mjög miklum vindi í Þjóðadeildinni, gegn Frakklandi í dag og áður gegn Austurríki og Þýskalandi. „Ég tapa hlutkestinu í öllum þessum leikjum en bæði Þýskaland og Austurríki velja að byrja með vindi. Við vissum að það væri gott fyrir okkur. Svo í dag velja þær að byrja á móti vindi, sem var drullu pirrandi.“ Nú tekur við mánaðarundirbúningur fyrir Evrópumótið í Sviss. Íslenska landsliðið kemur saman í lok júní og spilar æfingaleik við Serbíu. „Frí/undirbúningur fyrir EM. Ég tek mér kannski viku að slaka aðeins á og svo byrja ég að æfa aftur og verð klár fyrir EM“ sagði Glódís sem ætlar að skella sér aðeins í sólina á næstu dögum. Þaðan fer hún heim til Þýskalands að æfa þangað til íslenska landsliðið kemur saman í Serbíu í undirbúningi mótsins. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
„Heilt yfir í leiknum eru þær ekkert að skapa sér rosalega mikið. Mjög pirrandi mörk sem þær skora, fyrsta markið þegar við gleymum okkur í innkasti er reyndar rangstaða og hefði ekki staðið með VAR. Auðvitað breytir það mark leiknum, að spila á móti vindi 1-0 undir á móti Frakklandi er ekki auðveld staða til að vera í“ sagði Glódís Perla um klukkustund eftir að leikurinn kláraðist. Eins og hún segir var Melvine Malard, sem gaf stoðsendinguna, rangstæð og markið hefði ekki átt að standa. Melvine stakk sér inn fyrir Glódísi, sem áttaði sig ekki á því í augnablikinu að Melvine hefði verið rangstæð, enda stóð það mjög tæpt. Leikgreinandi landsliðsins benti henni á það. „Alls ekki. Ég veit ekki einu sinni hver er rangstæð. Þetta er bara augnablik sem við hleypum þeim innan á okkur, við verðum að vera þéttari þarna og megum ekki leyfa þessu að gerast svona.“ Ísland var með vindinn í bakið í seinni hálfleik og hefði klárlega getað skorað mark. „Ég fæ gott færi og svo fáum við annað færi stuttu seinna, ef við hefðum nýtt þau hefðum við breytt leiknum. Alltaf betra að vera yfir þegar þú ferð svo inn í mótvindinn… Hlutkestið nánast ákvarðar leikinn af því að það er alltaf betra að spila með vindi í seinni hálfleik.“ Glódís hjálpar Karólínu Leu á lappir eftir högg í seinni hálfleik.vísir / anton brink Ísland hefur spilað þrjá leiki í mjög miklum vindi í Þjóðadeildinni, gegn Frakklandi í dag og áður gegn Austurríki og Þýskalandi. „Ég tapa hlutkestinu í öllum þessum leikjum en bæði Þýskaland og Austurríki velja að byrja með vindi. Við vissum að það væri gott fyrir okkur. Svo í dag velja þær að byrja á móti vindi, sem var drullu pirrandi.“ Nú tekur við mánaðarundirbúningur fyrir Evrópumótið í Sviss. Íslenska landsliðið kemur saman í lok júní og spilar æfingaleik við Serbíu. „Frí/undirbúningur fyrir EM. Ég tek mér kannski viku að slaka aðeins á og svo byrja ég að æfa aftur og verð klár fyrir EM“ sagði Glódís sem ætlar að skella sér aðeins í sólina á næstu dögum. Þaðan fer hún heim til Þýskalands að æfa þangað til íslenska landsliðið kemur saman í Serbíu í undirbúningi mótsins.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn