Þegar undirskrift skiptir máli – um gervigreind, vottun og verðmæti mannlegra athafna Henning Arnór Úlfarsson skrifar 5. júní 2025 08:02 Ég sit við skrifborðið mitt og skrifa undir nokkur hundruð útskriftarskírteini. Hvert og eitt þeirra er í tvíriti – eitt er íslenska útgáfan og hitt sú enska. Þegar ég hef lokið við undirskriftirnar tek ég bunkann með mér til rektors Háskólans í Reykjavík, sem skrifar einnig undir hvert og eitt skírteini. Þessi hefðbundna athöfn, sem virðist á yfirborðinu bæði tímafrek og auðveldlega sjálfvirknivædd, ber með sér ákveðinn boðskap: það felst virðing í því að manneskja framkvæmi hana. Auðvitað væri tæknilega auðvelt að skipta þessu ferli út fyrir stimpil eða jafnvel prentaða undirskrift. En með því að fólk riti nafnið sitt með penna á skírteinin gefum við þeim dýpri merkingu. Við segjum við útskriftarnemana: Við sjáum ykkur, við metum ykkur, og við vottum árangur ykkar með undirskriftinni. Þessi athöfn er lýsandi dæmi um stærra samfélagslegt samtal sem nú á sér stað um notkun gervigreindar. Já, margt má gera með vélum – og það á líka við í störfum okkar tölvunarfræðinga. Gervigreind getur leyst ákveðin verkefni, hvort sem það er greining gagna, gerð efnis, eða jafnvel forritun. En sum verkefni fá einfaldlega meira vægi þegar þau eru unnin af manneskju. Þetta á ekki bara við um undirskriftir heldur líka um forrit sem eru vel hönnuð, með mannlega innsýn, skýrleika og ábyrgð að leiðarljósi. Framundan verður sífellt mikilvægara að geta vottað hver gerði hvað – hvort sem það er listaverk, fræðigrein, eða hugbúnaður. Hvernig vitum við hvort eitthvað var skrifað af manneskju eða gervigreind? Hver ber ábyrgð á hverju? Þar koma dulmálsfræði og bálkakeðjur (e. cryptography and blockchains) inn í myndina – tæknin sem gerir okkur kleift að rekja uppruna verks, festa í sessi hver bjó það til, og tryggja að það sem við leggjum mat á sé raunverulega það sem það segist vera. Tölvunarfræðin er fagið sem sameinar allt þetta: hvernig við hönnum gervigreind, hvenær við ættum – og ættum ekki – að nota hana, hvernig við vottum og verndum verk, og hvernig við tryggjum að tæknin þjóni fólki en ekki öfugt. Ef þig langar að vera hluti af því að móta þessa framtíð, þá er tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík rétti staðurinn fyrir þig. Við bjóðum ekki bara upp á tæknilega færni – heldur líka álit, innsýn og ábyrgð. Taktu þátt í að stýra byltingu atvinnulífs og samfélagsins með okkur! Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Henning Arnór Úlfarsson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég sit við skrifborðið mitt og skrifa undir nokkur hundruð útskriftarskírteini. Hvert og eitt þeirra er í tvíriti – eitt er íslenska útgáfan og hitt sú enska. Þegar ég hef lokið við undirskriftirnar tek ég bunkann með mér til rektors Háskólans í Reykjavík, sem skrifar einnig undir hvert og eitt skírteini. Þessi hefðbundna athöfn, sem virðist á yfirborðinu bæði tímafrek og auðveldlega sjálfvirknivædd, ber með sér ákveðinn boðskap: það felst virðing í því að manneskja framkvæmi hana. Auðvitað væri tæknilega auðvelt að skipta þessu ferli út fyrir stimpil eða jafnvel prentaða undirskrift. En með því að fólk riti nafnið sitt með penna á skírteinin gefum við þeim dýpri merkingu. Við segjum við útskriftarnemana: Við sjáum ykkur, við metum ykkur, og við vottum árangur ykkar með undirskriftinni. Þessi athöfn er lýsandi dæmi um stærra samfélagslegt samtal sem nú á sér stað um notkun gervigreindar. Já, margt má gera með vélum – og það á líka við í störfum okkar tölvunarfræðinga. Gervigreind getur leyst ákveðin verkefni, hvort sem það er greining gagna, gerð efnis, eða jafnvel forritun. En sum verkefni fá einfaldlega meira vægi þegar þau eru unnin af manneskju. Þetta á ekki bara við um undirskriftir heldur líka um forrit sem eru vel hönnuð, með mannlega innsýn, skýrleika og ábyrgð að leiðarljósi. Framundan verður sífellt mikilvægara að geta vottað hver gerði hvað – hvort sem það er listaverk, fræðigrein, eða hugbúnaður. Hvernig vitum við hvort eitthvað var skrifað af manneskju eða gervigreind? Hver ber ábyrgð á hverju? Þar koma dulmálsfræði og bálkakeðjur (e. cryptography and blockchains) inn í myndina – tæknin sem gerir okkur kleift að rekja uppruna verks, festa í sessi hver bjó það til, og tryggja að það sem við leggjum mat á sé raunverulega það sem það segist vera. Tölvunarfræðin er fagið sem sameinar allt þetta: hvernig við hönnum gervigreind, hvenær við ættum – og ættum ekki – að nota hana, hvernig við vottum og verndum verk, og hvernig við tryggjum að tæknin þjóni fólki en ekki öfugt. Ef þig langar að vera hluti af því að móta þessa framtíð, þá er tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík rétti staðurinn fyrir þig. Við bjóðum ekki bara upp á tæknilega færni – heldur líka álit, innsýn og ábyrgð. Taktu þátt í að stýra byltingu atvinnulífs og samfélagsins með okkur! Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun