Pólitískur gúmmítékki Jens Garðar Helgason skrifar 4. júní 2025 14:00 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur berst nú fyrir því að tryggja strandveiðimönnum 48 daga veiði í sumar, án þess að fylgja vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar. Fara á langt yfir þau 10.000 tonn af þorski sem eru í pottinum í þeim eina tilgangi að halda olnbogabarni ríkisstjórnarinnar, Flokki Fólksins, á mottunni. Þessi friðþæging kostar tvöföldun og jafnvel þreföldun á því magni af þorski sem Hafró hefur ráðlagt um að megi veiða. Hér er Kristrún Frostadóttir að innleiða sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins heitins með fyrrverandi formanns þess flokks í fararbroddi. Frá innleiðingu kvótakerfisins árið 1984 hefur Ísland byggt orðspor sitt á ábyrgum og sjálfbærum veiðum, byggðum á vísindalegri ráðgjöf. Þessi stefna hefur skilað verðmætum á erlendum mörkuðum og tryggt vottanir og traust kaupenda. Að víkja nú frá ráðgjöf Hafró, sérstaklega í tilviki eins mikilvægasta nytjastofns okkar – þorsksins – setur allt kerfið í uppnám og í raun kippir því úr sambandi. Ríkisstjórnin ætlar að skrifa út pólitískan gúmmítékka með frumvarpi sem engin grein hefur verið gerð fyrir hvernig eigi að innleysa síðar. Með því að kippa regluverkinu úr sambandi í sumar skapast skuldbinding sem mun þurfa að greiða til baka. En hvernig? Á að hrófla við 5,3% félagslega pottakerfinu sem byggðakvóta og sértækum byggðakvóta er úthlutað úr líka? Þá verður að taka af mörgum smærri byggðarlögum sem reiða sig á reglubundinn kvóta og skapa störf allt árið – ekki aðeins yfir sumarið. Þetta er ekki stefna – þetta er panik. Þegar stjórnmálamenn fara að hundsa vísindalega ráðgjöf, raska rótgrónu kerfi og leyfa ólympískar veiðar í trássi við sjálfbærnimarkmið er það ekki ábyrg nýsköpun heldur örvænting. Almenningur á betra skilið en enn einn pólitískan gúmmítékkann sem enginn veit hvernig verður greiddur. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Sjávarútvegur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur berst nú fyrir því að tryggja strandveiðimönnum 48 daga veiði í sumar, án þess að fylgja vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar. Fara á langt yfir þau 10.000 tonn af þorski sem eru í pottinum í þeim eina tilgangi að halda olnbogabarni ríkisstjórnarinnar, Flokki Fólksins, á mottunni. Þessi friðþæging kostar tvöföldun og jafnvel þreföldun á því magni af þorski sem Hafró hefur ráðlagt um að megi veiða. Hér er Kristrún Frostadóttir að innleiða sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins heitins með fyrrverandi formanns þess flokks í fararbroddi. Frá innleiðingu kvótakerfisins árið 1984 hefur Ísland byggt orðspor sitt á ábyrgum og sjálfbærum veiðum, byggðum á vísindalegri ráðgjöf. Þessi stefna hefur skilað verðmætum á erlendum mörkuðum og tryggt vottanir og traust kaupenda. Að víkja nú frá ráðgjöf Hafró, sérstaklega í tilviki eins mikilvægasta nytjastofns okkar – þorsksins – setur allt kerfið í uppnám og í raun kippir því úr sambandi. Ríkisstjórnin ætlar að skrifa út pólitískan gúmmítékka með frumvarpi sem engin grein hefur verið gerð fyrir hvernig eigi að innleysa síðar. Með því að kippa regluverkinu úr sambandi í sumar skapast skuldbinding sem mun þurfa að greiða til baka. En hvernig? Á að hrófla við 5,3% félagslega pottakerfinu sem byggðakvóta og sértækum byggðakvóta er úthlutað úr líka? Þá verður að taka af mörgum smærri byggðarlögum sem reiða sig á reglubundinn kvóta og skapa störf allt árið – ekki aðeins yfir sumarið. Þetta er ekki stefna – þetta er panik. Þegar stjórnmálamenn fara að hundsa vísindalega ráðgjöf, raska rótgrónu kerfi og leyfa ólympískar veiðar í trássi við sjálfbærnimarkmið er það ekki ábyrg nýsköpun heldur örvænting. Almenningur á betra skilið en enn einn pólitískan gúmmítékkann sem enginn veit hvernig verður greiddur. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun