Þegar ég fékk séns Heiða Ingimarsdóttir skrifar 5. júní 2025 07:02 „Ég veit ekki hvort þú munir eftir mér en mig langaði að senda þér smá skilaboð og þakka þér fyrir að vera sú sem þú ert og fyrir að greinilega sjá eitthvað í fólki og hafa mannlega hlið sem er ekki ferhyrnd og setur fólk í kassa :) Málið er að 2012 sótti ég um nám í Keili. Ég stóð á tímamótum, allt í einu einstæð með eina 3 ára snúllu og 1 árs snúð. Ég var ekki í vinnu og ég var ómenntuð að kalla. Við mér blasti hark, peninga- og tímaleysi sem myndi bitna á mér og krílunum mínum. Til þess eins að eiga fyrir reikningunum. Frænka mín hvatti mig til að sækja um í Keili og ég sótti því um og beið svars en endaði svo á að hringja og fylgja eftir umsókninni og fékk samband við þig. Ég sagði þér að að ég hefði sótt um og hvaða hvatar lægju að baki. Ég sagðist líka vita að ég væri ekki búin með þá stærðfræði sem þyrfti til að uppfylla inntökuskilyrði en lofaði að ég myndi leggja extra hart að mér í því fagi. Mig vantaði einnig nokkrar almennar einingar í viðbót. Við spjölluðum í smá tíma og allt í einu sagðiðu: ,,Til hamingju, þú ert komin inn í Keili!“ Ég fór næstum að skæla. Ég stóð mig með eindæmum vel, þó ég segi sjálf frá. Útskrifaðist með rúmlega 9 í meðaleinkun þrátt fyrir að vera ein með þessi kríli mín og það að strákurinn minn var mikið lasinn vegna myglu í íbúð. Í dag er ég að klára Bachelor í miðlun og almannatengslum á Bifröst. Það er búið að bjóða mér í starfsviðtal sem almannatengill og ég er að sækja um nám í Leeds sem heitir Corporate Communications, Marketing and Public Realtions. Ég trúi því að vissir atburðir og fólk breyti lífi okkar og stefnu og ég trúi því að þú sért ein af þeim manneskjum í mínu lífi. Þú sást eitthvað í þessari örvæntingafullu einstæðu móður og gafst henni séns og nú trúi ég því að mér séu allir vegir færir J Strax á meðan námi stóð í Keili fann ég sjálfstraustið aukast á ótrúlegustu sviðum og áframhaldandi skólaganga og lífið hefur svo styrkt það. Takk fyrir að vera áhrifavaldur í mínu lífi og gefa mér lykilinn að frekara námi! <3“ Þetta eru skilaboð sem ég sendi á starfsmann Keilis árið 2017. Síðan þá hef ég lokið téðum master og bætt við mig diplómu. Ég get séð fyrir mér og fjölskyldunni minni og lífsgæði mín eru langt um betri en þau hefðu að öllum líkindum annars verið. Þarna fékk mennskan að ráða. Þarna fékk önnur mælistika en hreinar einkunnir að hafa áhrif á ákvarðannatöku. Svarið sem ég fékk var að við hverja inntöku hefði verið samkomulag um að þær sem sáu um innritun mættu samþykkja einn nemenda sem ekki uppfyllti skilyrði. Ég var sá nemandi þessa önn. Í skólanum voru einnig nemendur með háar einkunnir, sem komust inn á þeim og því að uppfylla skilyrðin. Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp sem heimilar framhaldsskólum að horfa til fleiri þátta en bara einkunna við inntöku. Enginn skóli verður skyldaður til þess, en heimildin verður til staðar. Það er svo þeirra að meta hvernig og hvort þeir noti slíkt jöfnunartól, hvort þeir gefi fleirum tækifæri en bara þeim einkunnahæstu. Það tækifæri var mér dýrmætt. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þú munir eftir mér en mig langaði að senda þér smá skilaboð og þakka þér fyrir að vera sú sem þú ert og fyrir að greinilega sjá eitthvað í fólki og hafa mannlega hlið sem er ekki ferhyrnd og setur fólk í kassa :) Málið er að 2012 sótti ég um nám í Keili. Ég stóð á tímamótum, allt í einu einstæð með eina 3 ára snúllu og 1 árs snúð. Ég var ekki í vinnu og ég var ómenntuð að kalla. Við mér blasti hark, peninga- og tímaleysi sem myndi bitna á mér og krílunum mínum. Til þess eins að eiga fyrir reikningunum. Frænka mín hvatti mig til að sækja um í Keili og ég sótti því um og beið svars en endaði svo á að hringja og fylgja eftir umsókninni og fékk samband við þig. Ég sagði þér að að ég hefði sótt um og hvaða hvatar lægju að baki. Ég sagðist líka vita að ég væri ekki búin með þá stærðfræði sem þyrfti til að uppfylla inntökuskilyrði en lofaði að ég myndi leggja extra hart að mér í því fagi. Mig vantaði einnig nokkrar almennar einingar í viðbót. Við spjölluðum í smá tíma og allt í einu sagðiðu: ,,Til hamingju, þú ert komin inn í Keili!“ Ég fór næstum að skæla. Ég stóð mig með eindæmum vel, þó ég segi sjálf frá. Útskrifaðist með rúmlega 9 í meðaleinkun þrátt fyrir að vera ein með þessi kríli mín og það að strákurinn minn var mikið lasinn vegna myglu í íbúð. Í dag er ég að klára Bachelor í miðlun og almannatengslum á Bifröst. Það er búið að bjóða mér í starfsviðtal sem almannatengill og ég er að sækja um nám í Leeds sem heitir Corporate Communications, Marketing and Public Realtions. Ég trúi því að vissir atburðir og fólk breyti lífi okkar og stefnu og ég trúi því að þú sért ein af þeim manneskjum í mínu lífi. Þú sást eitthvað í þessari örvæntingafullu einstæðu móður og gafst henni séns og nú trúi ég því að mér séu allir vegir færir J Strax á meðan námi stóð í Keili fann ég sjálfstraustið aukast á ótrúlegustu sviðum og áframhaldandi skólaganga og lífið hefur svo styrkt það. Takk fyrir að vera áhrifavaldur í mínu lífi og gefa mér lykilinn að frekara námi! <3“ Þetta eru skilaboð sem ég sendi á starfsmann Keilis árið 2017. Síðan þá hef ég lokið téðum master og bætt við mig diplómu. Ég get séð fyrir mér og fjölskyldunni minni og lífsgæði mín eru langt um betri en þau hefðu að öllum líkindum annars verið. Þarna fékk mennskan að ráða. Þarna fékk önnur mælistika en hreinar einkunnir að hafa áhrif á ákvarðannatöku. Svarið sem ég fékk var að við hverja inntöku hefði verið samkomulag um að þær sem sáu um innritun mættu samþykkja einn nemenda sem ekki uppfyllti skilyrði. Ég var sá nemandi þessa önn. Í skólanum voru einnig nemendur með háar einkunnir, sem komust inn á þeim og því að uppfylla skilyrðin. Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp sem heimilar framhaldsskólum að horfa til fleiri þátta en bara einkunna við inntöku. Enginn skóli verður skyldaður til þess, en heimildin verður til staðar. Það er svo þeirra að meta hvernig og hvort þeir noti slíkt jöfnunartól, hvort þeir gefi fleirum tækifæri en bara þeim einkunnahæstu. Það tækifæri var mér dýrmætt. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun