„Reynt að halda væntingum niðri og ég spyr mig af hverju?“ Aron Guðmundsson skrifar 5. júní 2025 07:31 Íslenska kvenna landsliðið spilaði við landslið Frakklands í þjóðardeildinni á Laugardalsvelli á þriðjudaginn síðastliðinn Vísir/Anton Brink Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og fótboltasérfræðingur gerir þá kröfu að liðið komist upp úr riðli sínum á komandi Evrópumóti. Hún væri til í að hafa séð fastari skorður á liðinu og kallar eftir meiri ákefð frá leikmönnum þess. Íslenska landsliðið mun þurfa að fara í umspilseinvígi til þess að reyna halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Tveggja marka tap gegn Frakklandi á heimavelli staðfesti þau örlög en sigur í þeim leik hefði engu breytt um það. Nú þegar að innan við mánuður er í fyrsta leik á EM í Sviss gegn Finnlandi hefur íslenska landsliðinu ekki tekist að vinna leik í síðustu tíu leikjum sínum. Það gerðist síðast í kringum aldamótin. Er það áhyggjuefni? „Ég veit ekki hvort maður segi áhyggjuefni en það er alltaf bara tilfinning að vinna leik, meira að segja tilfinning fyrir okkur sem erum uppi í stúku. Við ræddum það, ég og gamlar landsliðskonur, að maður er farinn að sakna þess að fagna ekki almennilega á Laugardalsvelli. Þú ert að fara inn í lokakeppni, og auðvitað skiptir máli og þú er með það bak við eyrað að við verðum að fara vinna leik. Við erum á leiðinni á EM og það er alveg ljóst að við verðum að vinna leik ef við ætlum okkur upp úr þessum riðli.“ Helena Ólafsdóttir, fótboltasérfræðingur sem og fyrrverandi landsliðskona og landsliðsþjálfari.Vísir/Bjarni „Vil heyra aðeins meiri ákefð“ Miðað við viðtöl eftir leik í gær truflar sigurlausa hrinan ekki leikmenn en meðvitaðar um stöðuna hljóta þær að vera. „Mér finnst viðtölin nú svolítið einsleit, svipuð svör frá öllum, eins og það sé aðeins búið að fara yfir það hvernig eigi hreinlega að svara ykkur fjölmiðlamönnum. En það er reynt að halda væntingum niðri, ég spyr mig af hverju? Við erum að fara í lokamót, allur þessi hópur var á þessu móti fyrir þremur árum síðan, við erum með lið á frábærum aldri og erum best staðsetta liðið á heimslista FIFA í þessum riðli. Mér finnst þetta bara snúast um að ætla. Við ætlum bara upp úr þessum riðli, ég vil heyra aðeins meiri ákefð.“ Hefði viljað sjá fastari skorður Enn sé margt á reiki varðandi liðið í aðdraganda móts. Helena telur Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara enn reyna að finna ákveðin svör tengd varnar- og sóknarlínu liðsins „Það væri stundum gaman að geta komist inn í hausinn á þjálfaranum og séð hvað hann er að hugsa. Mér finnst hann svolítið enn vera að ákveða vörnina sína. Við sáum breytingar á milli leikja núna. Guðný kemur núna inn í bakvörð, Natasha var þar í síðasta leik. Þetta var líka svolítið áberandi í lokakeppninni fyrir þremur árum. Þar spilaði sama vörnin ekki leikina þrjá.“ Guðný Árnadóttir á ferð með íslenska landsliðinu Getty/Franz Kirchmayr „Mér finnst hann líka enn vera að ákveða fremstu þrjá og eins miðjuna. Ég veit að það geta vel komið upp meiðsli en það er enginn heimur fullkominn, það kemur alltaf upp. Eins og þetta lítur út er hann enn að reyna átta sig á því hvaða lið hann vill hafa. Við þekkjum söguna. Með íslenska karlalandsliðið stillti Lars Lagerback alltaf upp sama liðinu og ég kannski hefði vilja sjá okkur fullmóta það. Við erum í vandræðum með níuna. Senterinn, hver á að vera þar? Þær hafa verið svolítið fljótandi. Margir segja að Sveindís sé meiri kantmaður og að við viljum hafa hana svolítið í boltanum en þá geta hlaupin orðið löng. Mér finnst ég ekki alveg sjá allt sem ég vildi vera búin að sjá núna en ég ætla ekkert að vera svartsýn. Ég veit alveg að Þorsteinn finnur út úr þessu. En ég hefði viljað sjá fastari skorður á þessu.“ Á betri stað en á síðasta EM Niðurstaðan á EM fyrir þremur árum síðar voru þrjú jafntefli í þremur leikjum, Helena telur liðið á betri stað komandi inn í næsta mót „Ég myndi halda að við ættum að vera á betri stað. Liðið er eldra, Sveindís Jane og Karólína Lea voru sem dæmi 21 árs gamlar á því móti. Við erum með þær á frábærum aldri núna og þær komnar með miklu meiri reynslu. Það er miklu meiri reynsla í hópnum heldur en var á þeim tíma. Að því leiti geri ég þá kröfu að við förum upp úr þessum riðli. Það er ekki spurning.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Sjá meira
Íslenska landsliðið mun þurfa að fara í umspilseinvígi til þess að reyna halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Tveggja marka tap gegn Frakklandi á heimavelli staðfesti þau örlög en sigur í þeim leik hefði engu breytt um það. Nú þegar að innan við mánuður er í fyrsta leik á EM í Sviss gegn Finnlandi hefur íslenska landsliðinu ekki tekist að vinna leik í síðustu tíu leikjum sínum. Það gerðist síðast í kringum aldamótin. Er það áhyggjuefni? „Ég veit ekki hvort maður segi áhyggjuefni en það er alltaf bara tilfinning að vinna leik, meira að segja tilfinning fyrir okkur sem erum uppi í stúku. Við ræddum það, ég og gamlar landsliðskonur, að maður er farinn að sakna þess að fagna ekki almennilega á Laugardalsvelli. Þú ert að fara inn í lokakeppni, og auðvitað skiptir máli og þú er með það bak við eyrað að við verðum að fara vinna leik. Við erum á leiðinni á EM og það er alveg ljóst að við verðum að vinna leik ef við ætlum okkur upp úr þessum riðli.“ Helena Ólafsdóttir, fótboltasérfræðingur sem og fyrrverandi landsliðskona og landsliðsþjálfari.Vísir/Bjarni „Vil heyra aðeins meiri ákefð“ Miðað við viðtöl eftir leik í gær truflar sigurlausa hrinan ekki leikmenn en meðvitaðar um stöðuna hljóta þær að vera. „Mér finnst viðtölin nú svolítið einsleit, svipuð svör frá öllum, eins og það sé aðeins búið að fara yfir það hvernig eigi hreinlega að svara ykkur fjölmiðlamönnum. En það er reynt að halda væntingum niðri, ég spyr mig af hverju? Við erum að fara í lokamót, allur þessi hópur var á þessu móti fyrir þremur árum síðan, við erum með lið á frábærum aldri og erum best staðsetta liðið á heimslista FIFA í þessum riðli. Mér finnst þetta bara snúast um að ætla. Við ætlum bara upp úr þessum riðli, ég vil heyra aðeins meiri ákefð.“ Hefði viljað sjá fastari skorður Enn sé margt á reiki varðandi liðið í aðdraganda móts. Helena telur Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara enn reyna að finna ákveðin svör tengd varnar- og sóknarlínu liðsins „Það væri stundum gaman að geta komist inn í hausinn á þjálfaranum og séð hvað hann er að hugsa. Mér finnst hann svolítið enn vera að ákveða vörnina sína. Við sáum breytingar á milli leikja núna. Guðný kemur núna inn í bakvörð, Natasha var þar í síðasta leik. Þetta var líka svolítið áberandi í lokakeppninni fyrir þremur árum. Þar spilaði sama vörnin ekki leikina þrjá.“ Guðný Árnadóttir á ferð með íslenska landsliðinu Getty/Franz Kirchmayr „Mér finnst hann líka enn vera að ákveða fremstu þrjá og eins miðjuna. Ég veit að það geta vel komið upp meiðsli en það er enginn heimur fullkominn, það kemur alltaf upp. Eins og þetta lítur út er hann enn að reyna átta sig á því hvaða lið hann vill hafa. Við þekkjum söguna. Með íslenska karlalandsliðið stillti Lars Lagerback alltaf upp sama liðinu og ég kannski hefði vilja sjá okkur fullmóta það. Við erum í vandræðum með níuna. Senterinn, hver á að vera þar? Þær hafa verið svolítið fljótandi. Margir segja að Sveindís sé meiri kantmaður og að við viljum hafa hana svolítið í boltanum en þá geta hlaupin orðið löng. Mér finnst ég ekki alveg sjá allt sem ég vildi vera búin að sjá núna en ég ætla ekkert að vera svartsýn. Ég veit alveg að Þorsteinn finnur út úr þessu. En ég hefði viljað sjá fastari skorður á þessu.“ Á betri stað en á síðasta EM Niðurstaðan á EM fyrir þremur árum síðar voru þrjú jafntefli í þremur leikjum, Helena telur liðið á betri stað komandi inn í næsta mót „Ég myndi halda að við ættum að vera á betri stað. Liðið er eldra, Sveindís Jane og Karólína Lea voru sem dæmi 21 árs gamlar á því móti. Við erum með þær á frábærum aldri núna og þær komnar með miklu meiri reynslu. Það er miklu meiri reynsla í hópnum heldur en var á þeim tíma. Að því leiti geri ég þá kröfu að við förum upp úr þessum riðli. Það er ekki spurning.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Sjá meira