Komum heil heim eftir hvítasunnuhelgina Ágúst Mogensen skrifar 5. júní 2025 10:02 Hvítasunnuhelgin er nú fram undan og margir á leið í ferðalag. Að ýmsu er að hyggja áður en lagt er af stað og mikilvægt að hafa öryggið í fyrirrúmi. 80 milljarðar í kostnað vegna umferðarslysa Í fyrra slösuðust 228 í alvarlegum umferðarslysum og 13 létust samkvæmt skýrslu Samgöngustofu. Því er ljóst að langt er í land að ná markmiðum um fækkun slysa, en í fyrra var miðað við að samtala alvarlega slasaðra og látinna væri ekki hærri en 158. Það er afar mikilvægt að sinna forvörnum í málaflokknum, bæði sem snýr að hegðun ökumanna og bætingu vegakerfisins. Kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa samkvæmt sömu skýrslu er metinn 80 milljarðar króna. Í allri umræðu um kostnað setjum við þó þann fyrirvara að mannslíf eru óafturkræf og eitt banaslys er einu of mikið. 7.000 kílómetrar af malarvegum Þrátt fyrir að mest umferð fari um vegi sem eru malbikaðir eða með slitlagi í góðri breidd þá er innviðaskuld í vegakerfinu há (Skýrsla Samtaka Iðnaðarins, 2025). Víða eru vegir mjóir, veglínur krappar og slitlagið orðið lélegt. Ennþá eru 7.000 km í þjóðvegakerfinu malarvegir. Útafakstri og bílveltum fjölgaði í fyrra, en þetta geta verið mjög alvarleg slys. Ef fólk notar ekki bílbelti er hætta á það kastist til inn í bifreiðinni eða út úr henni. Notum bílbelti jafnt innanbæjar sem á vegum úti. Hraða þarf að stilla í hóf, sérstaklega í beygjum. Ekki geispa golunni Samkvæmt könnun Samgöngustofu hefur 1 af hverjum 5 verið mjög þreyttur að aka eða nálægt því að sofna sl. 6 mánuði og slysum vegna þreytu fjölgað undanfarin ár. Þegar ökumaður er þreyttur er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Stoppum reglulega og teygjum úr okkur í langferðum og gætum þess að hafa fengið nægan svefn nóttina áður. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta ökumenn. Slökkvitæki og gasskynjarar í ferðavögnum Í flestum útilegum er eldað á gasi í ferðavögnum og húsbílum. Þá er mikilvægt að hafa gasskynjara festan við gólfhæð, t.d. á lista undir neðri skáp. Própangas er þyngri lofttegund en súrefni og mun því safnast upp með gólfinu fyrst ef verður gasleki. Góð loftræsting er lykilatriði þegar eldað er á gasi, auk þess að muna að láta hylkin standa upprétt og skrúfa fyrir að lokinni notkun. Slökkvitæki og eldvarnarteppi í ferðavagni eru skyldueign og reykskynjari sem virkar. Almennt eigum við svo að fara varlega með opinn eld í náttúrunni því af litlum neista verður oft mikið bál. Hugaðu að veðrinu Búið er að vera kalt miðað við árstíma undanfarið og ekki útlit fyrir að hitastigið fari yfir tveggja stafa tölu um helgina. Ullarföt og úlpa eru því ekki galin pæling ef fara á í útilegu. Á vef vegagerðarinnar er að finna góðar ferðaupplýsingar um veður, færð og annað sem tengist umferðinni. Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Gleðilega hvítasunnuhelgi! Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Hvítasunnuhelgin er nú fram undan og margir á leið í ferðalag. Að ýmsu er að hyggja áður en lagt er af stað og mikilvægt að hafa öryggið í fyrirrúmi. 80 milljarðar í kostnað vegna umferðarslysa Í fyrra slösuðust 228 í alvarlegum umferðarslysum og 13 létust samkvæmt skýrslu Samgöngustofu. Því er ljóst að langt er í land að ná markmiðum um fækkun slysa, en í fyrra var miðað við að samtala alvarlega slasaðra og látinna væri ekki hærri en 158. Það er afar mikilvægt að sinna forvörnum í málaflokknum, bæði sem snýr að hegðun ökumanna og bætingu vegakerfisins. Kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa samkvæmt sömu skýrslu er metinn 80 milljarðar króna. Í allri umræðu um kostnað setjum við þó þann fyrirvara að mannslíf eru óafturkræf og eitt banaslys er einu of mikið. 7.000 kílómetrar af malarvegum Þrátt fyrir að mest umferð fari um vegi sem eru malbikaðir eða með slitlagi í góðri breidd þá er innviðaskuld í vegakerfinu há (Skýrsla Samtaka Iðnaðarins, 2025). Víða eru vegir mjóir, veglínur krappar og slitlagið orðið lélegt. Ennþá eru 7.000 km í þjóðvegakerfinu malarvegir. Útafakstri og bílveltum fjölgaði í fyrra, en þetta geta verið mjög alvarleg slys. Ef fólk notar ekki bílbelti er hætta á það kastist til inn í bifreiðinni eða út úr henni. Notum bílbelti jafnt innanbæjar sem á vegum úti. Hraða þarf að stilla í hóf, sérstaklega í beygjum. Ekki geispa golunni Samkvæmt könnun Samgöngustofu hefur 1 af hverjum 5 verið mjög þreyttur að aka eða nálægt því að sofna sl. 6 mánuði og slysum vegna þreytu fjölgað undanfarin ár. Þegar ökumaður er þreyttur er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Stoppum reglulega og teygjum úr okkur í langferðum og gætum þess að hafa fengið nægan svefn nóttina áður. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta ökumenn. Slökkvitæki og gasskynjarar í ferðavögnum Í flestum útilegum er eldað á gasi í ferðavögnum og húsbílum. Þá er mikilvægt að hafa gasskynjara festan við gólfhæð, t.d. á lista undir neðri skáp. Própangas er þyngri lofttegund en súrefni og mun því safnast upp með gólfinu fyrst ef verður gasleki. Góð loftræsting er lykilatriði þegar eldað er á gasi, auk þess að muna að láta hylkin standa upprétt og skrúfa fyrir að lokinni notkun. Slökkvitæki og eldvarnarteppi í ferðavagni eru skyldueign og reykskynjari sem virkar. Almennt eigum við svo að fara varlega með opinn eld í náttúrunni því af litlum neista verður oft mikið bál. Hugaðu að veðrinu Búið er að vera kalt miðað við árstíma undanfarið og ekki útlit fyrir að hitastigið fari yfir tveggja stafa tölu um helgina. Ullarföt og úlpa eru því ekki galin pæling ef fara á í útilegu. Á vef vegagerðarinnar er að finna góðar ferðaupplýsingar um veður, færð og annað sem tengist umferðinni. Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Gleðilega hvítasunnuhelgi! Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar