Álverið vildi ekki þurfa að vakta Norðurá og firðina Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2025 11:39 Álvar Fjarðaáls við Reyðarfjörð. Jóhann K. Jóhannsson Úrskurðarnefnd hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins á Reyðarfirði. Fyrirtækið mótmælti því að vera gert að vakta möguleg umhverfisáhrif starfsemi þess á Norðurá, Reyðarfjörð og Eskifjörð. Alcoa Fjarðaál kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins til ársins 2040 vegna breytinga sem voru gerðar á því í fyrra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Breytingarnar komu til vegna vatnaáæltunar Íslands sem fjallar meðal annars um vöktun á umhverfisáhrifum á svonefnd vatnshlot, skilgreind vatnasvæði eins og ár eða firði. Þá bætti stofnunin inn í starfsleyfi álversins kvöðum um vöktun Norðurár og vatns í Reyðarfirði og Eskifirði vegna mögulegra áhrifa starfseminnar á það. Eldra starfsleyfið lagði fyrir skyldu á fyrirtækið að taka reglulega sýni úr vatni og sjó á tíu stöðvum á nálægum vatnasviðum. Þessu andmælti fyrirtækið og vísaði til þess að ekkert beint frárennsli væri frá álverinu til sjávar. Taldi fyrirtækið að vöktunarskyldan væri of íþyngjandi. Benti það á að önnur umfangsmikil starfsemi sem losaði fráveituvatn væri í Reyðarfirði auk fiskeldis í opnum sjókvíum. Umhverfisstofnun mótmæli á móti að Alcoa fullyrti að fyrirtækinu væri svo gott sem einu gert að annast vöktunina. Í starfsleyfinu kæmi skýrt fram að vöktun skyldi vera í samræmi við umfang losunar. Starfsleyfi annarrar starfsemi á svæðinu sem Alcoa vísaði til væru frá því að áður en breytingar hefðu verið gerðar vegna vatnaáætlunar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á að ákvæði nýja starfsleyfisins um aukna vöktunarskyldu væru nokkuð óskýr og að það ylli ákveðinni réttaróvissu um umfang og kostnað álversins af vöktuninni. Þegar það var borið undir Umhverfisstofnun hvort að breytingarnar á starfsleyfinu ykju vöktunarskyldu og á hvaða hátt sagði hún að vöktunaráætlun hefði enn ekki verið uppfærð en viðbúið væri að hún tæki breytingum vegna aukinnar vöktunarskyldu. Skyldurnar yrðu útfærðar nánar þegar áætlunin yrði uppfærð. Í því ljósi taldi úrskurðarnefndin ákvörðun stofnunarinnar ekki háða svo verulegum annmörkum að hún gæti fallist á kröfu Alcoa um að fella hana úr gildi. Mögulegt væri þó hægt að bera ágreining um umfang vöktunarinnar undir úskurðarnefndina síðar. Stóriðja Umhverfismál Vatn Fjarðabyggð Áliðnaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Alcoa Fjarðaál kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins til ársins 2040 vegna breytinga sem voru gerðar á því í fyrra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Breytingarnar komu til vegna vatnaáæltunar Íslands sem fjallar meðal annars um vöktun á umhverfisáhrifum á svonefnd vatnshlot, skilgreind vatnasvæði eins og ár eða firði. Þá bætti stofnunin inn í starfsleyfi álversins kvöðum um vöktun Norðurár og vatns í Reyðarfirði og Eskifirði vegna mögulegra áhrifa starfseminnar á það. Eldra starfsleyfið lagði fyrir skyldu á fyrirtækið að taka reglulega sýni úr vatni og sjó á tíu stöðvum á nálægum vatnasviðum. Þessu andmælti fyrirtækið og vísaði til þess að ekkert beint frárennsli væri frá álverinu til sjávar. Taldi fyrirtækið að vöktunarskyldan væri of íþyngjandi. Benti það á að önnur umfangsmikil starfsemi sem losaði fráveituvatn væri í Reyðarfirði auk fiskeldis í opnum sjókvíum. Umhverfisstofnun mótmæli á móti að Alcoa fullyrti að fyrirtækinu væri svo gott sem einu gert að annast vöktunina. Í starfsleyfinu kæmi skýrt fram að vöktun skyldi vera í samræmi við umfang losunar. Starfsleyfi annarrar starfsemi á svæðinu sem Alcoa vísaði til væru frá því að áður en breytingar hefðu verið gerðar vegna vatnaáætlunar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á að ákvæði nýja starfsleyfisins um aukna vöktunarskyldu væru nokkuð óskýr og að það ylli ákveðinni réttaróvissu um umfang og kostnað álversins af vöktuninni. Þegar það var borið undir Umhverfisstofnun hvort að breytingarnar á starfsleyfinu ykju vöktunarskyldu og á hvaða hátt sagði hún að vöktunaráætlun hefði enn ekki verið uppfærð en viðbúið væri að hún tæki breytingum vegna aukinnar vöktunarskyldu. Skyldurnar yrðu útfærðar nánar þegar áætlunin yrði uppfærð. Í því ljósi taldi úrskurðarnefndin ákvörðun stofnunarinnar ekki háða svo verulegum annmörkum að hún gæti fallist á kröfu Alcoa um að fella hana úr gildi. Mögulegt væri þó hægt að bera ágreining um umfang vöktunarinnar undir úskurðarnefndina síðar.
Stóriðja Umhverfismál Vatn Fjarðabyggð Áliðnaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira