Álverið vildi ekki þurfa að vakta Norðurá og firðina Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2025 11:39 Álvar Fjarðaáls við Reyðarfjörð. Jóhann K. Jóhannsson Úrskurðarnefnd hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins á Reyðarfirði. Fyrirtækið mótmælti því að vera gert að vakta möguleg umhverfisáhrif starfsemi þess á Norðurá, Reyðarfjörð og Eskifjörð. Alcoa Fjarðaál kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins til ársins 2040 vegna breytinga sem voru gerðar á því í fyrra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Breytingarnar komu til vegna vatnaáæltunar Íslands sem fjallar meðal annars um vöktun á umhverfisáhrifum á svonefnd vatnshlot, skilgreind vatnasvæði eins og ár eða firði. Þá bætti stofnunin inn í starfsleyfi álversins kvöðum um vöktun Norðurár og vatns í Reyðarfirði og Eskifirði vegna mögulegra áhrifa starfseminnar á það. Eldra starfsleyfið lagði fyrir skyldu á fyrirtækið að taka reglulega sýni úr vatni og sjó á tíu stöðvum á nálægum vatnasviðum. Þessu andmælti fyrirtækið og vísaði til þess að ekkert beint frárennsli væri frá álverinu til sjávar. Taldi fyrirtækið að vöktunarskyldan væri of íþyngjandi. Benti það á að önnur umfangsmikil starfsemi sem losaði fráveituvatn væri í Reyðarfirði auk fiskeldis í opnum sjókvíum. Umhverfisstofnun mótmæli á móti að Alcoa fullyrti að fyrirtækinu væri svo gott sem einu gert að annast vöktunina. Í starfsleyfinu kæmi skýrt fram að vöktun skyldi vera í samræmi við umfang losunar. Starfsleyfi annarrar starfsemi á svæðinu sem Alcoa vísaði til væru frá því að áður en breytingar hefðu verið gerðar vegna vatnaáætlunar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á að ákvæði nýja starfsleyfisins um aukna vöktunarskyldu væru nokkuð óskýr og að það ylli ákveðinni réttaróvissu um umfang og kostnað álversins af vöktuninni. Þegar það var borið undir Umhverfisstofnun hvort að breytingarnar á starfsleyfinu ykju vöktunarskyldu og á hvaða hátt sagði hún að vöktunaráætlun hefði enn ekki verið uppfærð en viðbúið væri að hún tæki breytingum vegna aukinnar vöktunarskyldu. Skyldurnar yrðu útfærðar nánar þegar áætlunin yrði uppfærð. Í því ljósi taldi úrskurðarnefndin ákvörðun stofnunarinnar ekki háða svo verulegum annmörkum að hún gæti fallist á kröfu Alcoa um að fella hana úr gildi. Mögulegt væri þó hægt að bera ágreining um umfang vöktunarinnar undir úskurðarnefndina síðar. Stóriðja Umhverfismál Vatn Fjarðabyggð Áliðnaður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Alcoa Fjarðaál kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins til ársins 2040 vegna breytinga sem voru gerðar á því í fyrra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Breytingarnar komu til vegna vatnaáæltunar Íslands sem fjallar meðal annars um vöktun á umhverfisáhrifum á svonefnd vatnshlot, skilgreind vatnasvæði eins og ár eða firði. Þá bætti stofnunin inn í starfsleyfi álversins kvöðum um vöktun Norðurár og vatns í Reyðarfirði og Eskifirði vegna mögulegra áhrifa starfseminnar á það. Eldra starfsleyfið lagði fyrir skyldu á fyrirtækið að taka reglulega sýni úr vatni og sjó á tíu stöðvum á nálægum vatnasviðum. Þessu andmælti fyrirtækið og vísaði til þess að ekkert beint frárennsli væri frá álverinu til sjávar. Taldi fyrirtækið að vöktunarskyldan væri of íþyngjandi. Benti það á að önnur umfangsmikil starfsemi sem losaði fráveituvatn væri í Reyðarfirði auk fiskeldis í opnum sjókvíum. Umhverfisstofnun mótmæli á móti að Alcoa fullyrti að fyrirtækinu væri svo gott sem einu gert að annast vöktunina. Í starfsleyfinu kæmi skýrt fram að vöktun skyldi vera í samræmi við umfang losunar. Starfsleyfi annarrar starfsemi á svæðinu sem Alcoa vísaði til væru frá því að áður en breytingar hefðu verið gerðar vegna vatnaáætlunar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á að ákvæði nýja starfsleyfisins um aukna vöktunarskyldu væru nokkuð óskýr og að það ylli ákveðinni réttaróvissu um umfang og kostnað álversins af vöktuninni. Þegar það var borið undir Umhverfisstofnun hvort að breytingarnar á starfsleyfinu ykju vöktunarskyldu og á hvaða hátt sagði hún að vöktunaráætlun hefði enn ekki verið uppfærð en viðbúið væri að hún tæki breytingum vegna aukinnar vöktunarskyldu. Skyldurnar yrðu útfærðar nánar þegar áætlunin yrði uppfærð. Í því ljósi taldi úrskurðarnefndin ákvörðun stofnunarinnar ekki háða svo verulegum annmörkum að hún gæti fallist á kröfu Alcoa um að fella hana úr gildi. Mögulegt væri þó hægt að bera ágreining um umfang vöktunarinnar undir úskurðarnefndina síðar.
Stóriðja Umhverfismál Vatn Fjarðabyggð Áliðnaður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira