Sara Björk sá vel um sínar og Ísland mætir Norður-Írlandi í umspili Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 11:27 Sara Björk dró Íslandi eins slakan andstæðing og hægt var að óska eftir. UEFA Ísland mun mæta Norður-Írlandi í umspili upp á sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands og erindreki UEFA, dró liðin upp úr pottinum og sá vel um sínar konur. Sara var að draga fyrir UEFA í fyrsta sinn og gerði vel fyrir Ísland, dró Norður-Írland fyrst og svo Ísland upp úr pottinum. Sem er jákvætt fyrir stelpurnar okkar, Norður-Írland er nefnilega í neðsta sæti á heimslistanum af mögulegum andstæðingum. Aðeins í 44. sæti en til samanburðar situr Ísland í 13. sæti. Alls átta lið voru í pottinum, fjögur sem enduðu í þriðja sæti í A-deildarriðli (Ísland, Austurríki, Belgía og Danmörk) og fjögur sem enduðu í öðru sæti í B-deildarriðli (Írland, Norður-Írland, Finnland og Tékkland). Ísland hefði því getað dregist gegn töluvert sterkari andstæðingum, Tékkland er í 30. sæti, Írland er í 26. sæti og Finnland í 25. sæti á heimslistanum. Umspilsleikir upp á sæti í A-deild: Norður-Írland - Ísland Finnland - Danmörk Írland - Belgía Tékkland - Austurríki Ísland mun spila tveggja leikja einvígi gegn Norður-Írlandi upp á sæti í A-deild þegar Þjóðadeildin hefst aftur í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir verða spilaðir í október á þessu ári, fyrri leikurinn erlendis og seinni leikurinn á Laugardalsvelli. Algjört lykilatriði er fyrir Ísland að halda sæti sínu í A-deildinni, því fylgir aukið fjármagn, leikir gegn betri andstæðingum og leiðin á HM í Brasilíu verður mun greiðari. Ef Ísland heldur sæti sínu í A-deild sleppur liðið við að mæta öðrum liðum úr A-deildinni í umspili upp á HM-sæti. Áður en að umspilsleikjum Þjóðadeildarinnar kemur er Ísland á leiðinni á EM í Sviss. Stelpurnar okkar spila æfingaleik við Serbíu áður en mótið hefst 2. júlí. Ísland er í riðli með Noregi, Finnlandi og Sviss. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá nýja Laugardalsvellinum: Fyrsta landsliðið heiðrað, HúbbaBúbba upphitun og svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið spilaði fyrsta leikinn á nýju blönduðu grasi Laugardalsvallar í gær. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti mörgum glæsilegum myndum af. 4. júní 2025 10:01 Einkunnir Íslands: Cecilía best en náum ekki að halda hreinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Frökkum í lokaleik tímabilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Þetta var jafnframt vígsluleikur nýs blendingsgrass á Laugardalsvelli. 3. júní 2025 20:13 Uppgjörið: Ísland - Frakkland 0-2 | Tíundi leikurinn í röð án sigurs Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Frökkum í Þjóðadeildinni á nýjum Laugardalsvelli í kvöld. 3. júní 2025 17:15 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Sjá meira
Sara var að draga fyrir UEFA í fyrsta sinn og gerði vel fyrir Ísland, dró Norður-Írland fyrst og svo Ísland upp úr pottinum. Sem er jákvætt fyrir stelpurnar okkar, Norður-Írland er nefnilega í neðsta sæti á heimslistanum af mögulegum andstæðingum. Aðeins í 44. sæti en til samanburðar situr Ísland í 13. sæti. Alls átta lið voru í pottinum, fjögur sem enduðu í þriðja sæti í A-deildarriðli (Ísland, Austurríki, Belgía og Danmörk) og fjögur sem enduðu í öðru sæti í B-deildarriðli (Írland, Norður-Írland, Finnland og Tékkland). Ísland hefði því getað dregist gegn töluvert sterkari andstæðingum, Tékkland er í 30. sæti, Írland er í 26. sæti og Finnland í 25. sæti á heimslistanum. Umspilsleikir upp á sæti í A-deild: Norður-Írland - Ísland Finnland - Danmörk Írland - Belgía Tékkland - Austurríki Ísland mun spila tveggja leikja einvígi gegn Norður-Írlandi upp á sæti í A-deild þegar Þjóðadeildin hefst aftur í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir verða spilaðir í október á þessu ári, fyrri leikurinn erlendis og seinni leikurinn á Laugardalsvelli. Algjört lykilatriði er fyrir Ísland að halda sæti sínu í A-deildinni, því fylgir aukið fjármagn, leikir gegn betri andstæðingum og leiðin á HM í Brasilíu verður mun greiðari. Ef Ísland heldur sæti sínu í A-deild sleppur liðið við að mæta öðrum liðum úr A-deildinni í umspili upp á HM-sæti. Áður en að umspilsleikjum Þjóðadeildarinnar kemur er Ísland á leiðinni á EM í Sviss. Stelpurnar okkar spila æfingaleik við Serbíu áður en mótið hefst 2. júlí. Ísland er í riðli með Noregi, Finnlandi og Sviss.
Umspilsleikir upp á sæti í A-deild: Norður-Írland - Ísland Finnland - Danmörk Írland - Belgía Tékkland - Austurríki
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá nýja Laugardalsvellinum: Fyrsta landsliðið heiðrað, HúbbaBúbba upphitun og svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið spilaði fyrsta leikinn á nýju blönduðu grasi Laugardalsvallar í gær. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti mörgum glæsilegum myndum af. 4. júní 2025 10:01 Einkunnir Íslands: Cecilía best en náum ekki að halda hreinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Frökkum í lokaleik tímabilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Þetta var jafnframt vígsluleikur nýs blendingsgrass á Laugardalsvelli. 3. júní 2025 20:13 Uppgjörið: Ísland - Frakkland 0-2 | Tíundi leikurinn í röð án sigurs Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Frökkum í Þjóðadeildinni á nýjum Laugardalsvelli í kvöld. 3. júní 2025 17:15 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Sjá meira
Myndaveisla frá nýja Laugardalsvellinum: Fyrsta landsliðið heiðrað, HúbbaBúbba upphitun og svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið spilaði fyrsta leikinn á nýju blönduðu grasi Laugardalsvallar í gær. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti mörgum glæsilegum myndum af. 4. júní 2025 10:01
Einkunnir Íslands: Cecilía best en náum ekki að halda hreinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Frökkum í lokaleik tímabilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Þetta var jafnframt vígsluleikur nýs blendingsgrass á Laugardalsvelli. 3. júní 2025 20:13
Uppgjörið: Ísland - Frakkland 0-2 | Tíundi leikurinn í röð án sigurs Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Frökkum í Þjóðadeildinni á nýjum Laugardalsvelli í kvöld. 3. júní 2025 17:15