Kolbrún segir gesti nefndarinnar handbendi minnihlutans Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2025 14:03 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sagði nefndina hafa unnið gott starf og ítrasta tillit hafi verið tekið til óska minnihlutans fyrir utan álit fjögurra framhaldsskólakrakka sem augljóslega hefðu verið handbendi minnihlutans. vísir/vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var meðal þeirra sem tók til máls í atkvæðagreiðslu um grunnskólanámsmat. Tillagan var samþykkt. En Kolbrún bauð hins vegar upp á ásakanir í tengslum við vinnu í allsherjar- og menntamálanefnd sem hleypti öllu í bál og brand. Talsverður meirihluti var fyrir stjórnarfrumvarpinu en Kolbrún mælti fyrir því. 35 já, 19 nei, 9 fjarstaddir. Kolbrún sagði í fyrstu að vinnan í nefndinni hafi verið ítarleg, nákvæm og reynt hafi verið að gera flest það sem þeir í minnihlutanum fóru fram á. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sérvelja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina.“ Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina. En þetta er gott mál. Það er búið að vinna vel og af helstu sérfræðingum landsins,“ sagði Kolbrún og sagði það taka til allra barna með ólíkar þarfir. „Við ættum að hugsa um þetta sem hamingjudag.“ Snorra Mássyni var ekki skemmt þegar hann heyrði ásakanir Kolbrúnar.vísir/anton brink Meðlimir minnihlutans brugðust ókvæða við þessum orðum. Snorri Másson, Miðflokks- og nefndarmaður, vildi lýsa yfir furðu á „undarlegum aðdróttunum þingmanns og samnefndarmanns okkar í allsherjarnefnd, Kolbrúnar, um að það hafi verið okkar vilji að laða eitthvað fólk fyrir nefndina sem við svo ætluðum að segja hvað ætti að segja. Þetta er undarleg leið til að tala um ungt og málsmetandi fólks sem hefur skoðanir á menntamálum.“ Snorri hafnaði þessu fortakslaust og hið sama gerði Jón Pétur Zimsen, Sjálfstæðisflokki, á Twitter. Ég hélt að ég ætti ekki ekki að upplifa að þingmaður, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins myndi forsmá ungt fólk í ræðustól Alþingis.Til umræðu hefur verið námsmat í grunnskólum og framhaldsskólanemendur sendu inn umsögn varðandi frumvarpið.Venjulega er leitað til breiðs… pic.twitter.com/jsqGe19IkN— Jon Petur Zimsen (@JPZimsen) June 6, 2025 Um var að ræða tvær framhaldsskólastúlkur úr MR, þær Úlfhildi Elísu Hróbjartsdóttur og Diljá Karen Kristófersdóttur Kjerúlf. Þá komu einnig á sérfund nefnarmanna tveir nemendur frá Verslunarskólanum, þau Pétur Orri Pétursson og Eva Sóley Sigsteinsdóttir sem lögðu í framhaldinu fram umsögn um málið. Þar segir meðal annars að mörgu megi sleppa og „að þetta nýja frumvarp gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dragi þar með úr frelsi ungs fólks til að móta eigin framtíð.“ Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Talsverður meirihluti var fyrir stjórnarfrumvarpinu en Kolbrún mælti fyrir því. 35 já, 19 nei, 9 fjarstaddir. Kolbrún sagði í fyrstu að vinnan í nefndinni hafi verið ítarleg, nákvæm og reynt hafi verið að gera flest það sem þeir í minnihlutanum fóru fram á. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sérvelja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina.“ Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina. En þetta er gott mál. Það er búið að vinna vel og af helstu sérfræðingum landsins,“ sagði Kolbrún og sagði það taka til allra barna með ólíkar þarfir. „Við ættum að hugsa um þetta sem hamingjudag.“ Snorra Mássyni var ekki skemmt þegar hann heyrði ásakanir Kolbrúnar.vísir/anton brink Meðlimir minnihlutans brugðust ókvæða við þessum orðum. Snorri Másson, Miðflokks- og nefndarmaður, vildi lýsa yfir furðu á „undarlegum aðdróttunum þingmanns og samnefndarmanns okkar í allsherjarnefnd, Kolbrúnar, um að það hafi verið okkar vilji að laða eitthvað fólk fyrir nefndina sem við svo ætluðum að segja hvað ætti að segja. Þetta er undarleg leið til að tala um ungt og málsmetandi fólks sem hefur skoðanir á menntamálum.“ Snorri hafnaði þessu fortakslaust og hið sama gerði Jón Pétur Zimsen, Sjálfstæðisflokki, á Twitter. Ég hélt að ég ætti ekki ekki að upplifa að þingmaður, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins myndi forsmá ungt fólk í ræðustól Alþingis.Til umræðu hefur verið námsmat í grunnskólum og framhaldsskólanemendur sendu inn umsögn varðandi frumvarpið.Venjulega er leitað til breiðs… pic.twitter.com/jsqGe19IkN— Jon Petur Zimsen (@JPZimsen) June 6, 2025 Um var að ræða tvær framhaldsskólastúlkur úr MR, þær Úlfhildi Elísu Hróbjartsdóttur og Diljá Karen Kristófersdóttur Kjerúlf. Þá komu einnig á sérfund nefnarmanna tveir nemendur frá Verslunarskólanum, þau Pétur Orri Pétursson og Eva Sóley Sigsteinsdóttir sem lögðu í framhaldinu fram umsögn um málið. Þar segir meðal annars að mörgu megi sleppa og „að þetta nýja frumvarp gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dragi þar með úr frelsi ungs fólks til að móta eigin framtíð.“
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira