Snýr aftur til Íslands betri en nokkru sinni áður Aron Guðmundsson skrifar 7. júní 2025 08:01 Danielle Rodriguez er mætt aftur heim í íslenska boltann Vísir/Bjarni Ríkjandi bikarmeistarar kvenna í körfubolta, Njarðvík, ætla sér stóra hluti á næsta tímabili. Liðið hefur nælt í íslensku landsliðskonuna Danielle úr atvinnumennsku og eftir að hafa verið með betri leikmönnum efstu deildar á árum áður segist hún snúa aftur heim til Íslands sem mun betri leikmaður. Danielle spilaði með liði Elfic Fribourg í Sviss á síðasta tímabili þar sem að hún spilaði stúra rullu varð bikarmeistari, spilaði í Evrópubikarnum og varð nærri því að landa svissenska meistaratitlinum. Það komu margir áhugaverðir kostir inn á hennar borð eftir það tímabil. „Það var möguleiki fyrir mig að halda áfram með liðinu mínu úti í Sviss, þá voru aðrir kostir á borðinu með liðum sem spila í Eurocup og eitt lið í Euroleague hafði samband. Þessir kostir gengu ekki upp. Ég trúi því að það hafi gerst svo að eitthvað frábært geti átt sér stað hér með Njarðvík.“ Buðust margir frábærir kostir Í Sviss fékk Danielle að upplifa lífið sem atvinnumaður í körfubolta og það átti vel við hana. „Þetta var fagmannlegt umhverfi. Þarna var ég bara sem leikmaður í fullu starfi, ekki að þjálfa með fram því hlutverki og allir þjálfararnir þínir voru í fullu starfi við að vera þjálfarar. Nokkrar æfingar á dag og ég fékk því að upplifa mig sem atvinnu körfuboltakonu í fullu starfi. Frábær reynsla fyrir mig.“ Danielle í leik með Fribourg á síðasta tímabili Þá skyldi engan undra að mörg lið hér heima hafi sett sig í samband við Danielle sem hefur nær slitlaust frá árinu 2016 verið með bestu leikmönnum efstu deildar. „Mér buðust margir frábærir kostir hér á Íslandi. En það spilaði inn í ákvörðun mína að ég bý í Njarðvík nánast í sömu götu og liðið æfir og spilar sína heimaleiki, hér ríkir mikill metnaður og liðinu gekk vel á síðasta tímabili og ég var mjög hrifinn af því hverju Einar þjálfari náði út úr þessu liði. Margir hlutir sem gerðu þetta að góðum kosti.“ Ætlar sér Íslandsmeistaratitil eða tvo Njarðvík varð bikarmeistari á síðasta tímabili en laut í lægra haldi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn Haukum. Búið er að endursemja við sterka leikmenn fyrir komandi baráttu og það að fá Danielle inn eru sterk skilaboð um að sækja eigi þann stóra, titil sem Danielle á enn eftir að vinna á sínum ferli. „Það spilar stóran þátt. Á síðasta tímabili vann ég minn fyrsta bikar sem atvinnumaður, bikarmeistaratitilinn í Sviss. Komandi aftur til Íslands vil ég auðvitað ná í Íslandsmeistaratitil eða Íslandsmeistaratitla. Eins marga og ég get náð í áður en skórnir fara á hilluna.“ Snýr aftur heim til Íslands Góðar fréttir fyrir íslenskan körfubolta að Danielle sé komin aftur heim en því fylgja einnig slæmar fréttir fyrir andstæðinga Njarðvíkur. Ertu að snúa aftur hingað heim sem betri leikmaður? „Klárlega. Ég myndi klárlega segja að ég sé að snúa aftur hingað til lands sem mun betri leikmaður.“ Danielle Rodriguez í landsleik með íslenska landsliðinuVísir/Anton Brink Danielle fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2023 og spilaði sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í fyrra. Þrátt fyrir að hún sé fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum lítur hún á Ísland sem sitt heimaland. „Ég er alltaf að snúa aftur heim þegar að ég kem til Íslands. Þegar að ég segi við einhvern að ég ætli mér að fara heima, þá veit það fólk að ég á við Ísland.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Danielle spilaði með liði Elfic Fribourg í Sviss á síðasta tímabili þar sem að hún spilaði stúra rullu varð bikarmeistari, spilaði í Evrópubikarnum og varð nærri því að landa svissenska meistaratitlinum. Það komu margir áhugaverðir kostir inn á hennar borð eftir það tímabil. „Það var möguleiki fyrir mig að halda áfram með liðinu mínu úti í Sviss, þá voru aðrir kostir á borðinu með liðum sem spila í Eurocup og eitt lið í Euroleague hafði samband. Þessir kostir gengu ekki upp. Ég trúi því að það hafi gerst svo að eitthvað frábært geti átt sér stað hér með Njarðvík.“ Buðust margir frábærir kostir Í Sviss fékk Danielle að upplifa lífið sem atvinnumaður í körfubolta og það átti vel við hana. „Þetta var fagmannlegt umhverfi. Þarna var ég bara sem leikmaður í fullu starfi, ekki að þjálfa með fram því hlutverki og allir þjálfararnir þínir voru í fullu starfi við að vera þjálfarar. Nokkrar æfingar á dag og ég fékk því að upplifa mig sem atvinnu körfuboltakonu í fullu starfi. Frábær reynsla fyrir mig.“ Danielle í leik með Fribourg á síðasta tímabili Þá skyldi engan undra að mörg lið hér heima hafi sett sig í samband við Danielle sem hefur nær slitlaust frá árinu 2016 verið með bestu leikmönnum efstu deildar. „Mér buðust margir frábærir kostir hér á Íslandi. En það spilaði inn í ákvörðun mína að ég bý í Njarðvík nánast í sömu götu og liðið æfir og spilar sína heimaleiki, hér ríkir mikill metnaður og liðinu gekk vel á síðasta tímabili og ég var mjög hrifinn af því hverju Einar þjálfari náði út úr þessu liði. Margir hlutir sem gerðu þetta að góðum kosti.“ Ætlar sér Íslandsmeistaratitil eða tvo Njarðvík varð bikarmeistari á síðasta tímabili en laut í lægra haldi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn Haukum. Búið er að endursemja við sterka leikmenn fyrir komandi baráttu og það að fá Danielle inn eru sterk skilaboð um að sækja eigi þann stóra, titil sem Danielle á enn eftir að vinna á sínum ferli. „Það spilar stóran þátt. Á síðasta tímabili vann ég minn fyrsta bikar sem atvinnumaður, bikarmeistaratitilinn í Sviss. Komandi aftur til Íslands vil ég auðvitað ná í Íslandsmeistaratitil eða Íslandsmeistaratitla. Eins marga og ég get náð í áður en skórnir fara á hilluna.“ Snýr aftur heim til Íslands Góðar fréttir fyrir íslenskan körfubolta að Danielle sé komin aftur heim en því fylgja einnig slæmar fréttir fyrir andstæðinga Njarðvíkur. Ertu að snúa aftur hingað heim sem betri leikmaður? „Klárlega. Ég myndi klárlega segja að ég sé að snúa aftur hingað til lands sem mun betri leikmaður.“ Danielle Rodriguez í landsleik með íslenska landsliðinuVísir/Anton Brink Danielle fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2023 og spilaði sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í fyrra. Þrátt fyrir að hún sé fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum lítur hún á Ísland sem sitt heimaland. „Ég er alltaf að snúa aftur heim þegar að ég kem til Íslands. Þegar að ég segi við einhvern að ég ætli mér að fara heima, þá veit það fólk að ég á við Ísland.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira