Krabbameinsfélagið í stafni í aðdraganda storms Halla Þorvaldsdóttir skrifar 7. júní 2025 07:00 Á vel sóttum aðalfundi Krabbameinsfélagsins voru samþykktar þrjár ályktanir sem eiga það sameiginlegt að kalla eftir bættri stöðu í krabbameinsmálum á Íslandi. Það er stormur í aðsigi og búist við mikilli hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040. Ástandið kallar á samtakamátt á öllum sviðum og Krabbameinsfélagið stefnir hraðbyri á að fækka þeim sem greinast með krabbamein, að fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með og eftir krabbamein. Viðmið um biðtíma Við búum sem betur fer svo vel að vera með traustan grunn í krabbameinsþjónustu á Íslandi. Þjónustan er drifin áfram af öflugu starfsfólki og mörg framfaraskref hafa verið stigin, sjúklingum og aðstandendum til góðs. Ef við viljum tryggja áframhaldandi árangur dugar þessi grunnur þó ekki til. Vísbendingar eru um að stormur sé að skella á og að heilbrigðiskerfið sé ekki nægilega vel undirbúið til að standa hann af sér. Sem dæmi má nefna að biðtími vegna geislameðferða hér á landi er tekinn að lengjast og vísbendingar eru einnig um að biðtími eftir skurðaðgerðum vegna sumra krabbameina sé í mörgum tilvikum orðinn of langur. Of langur biðtími getur haft áhrif á sjúkdómsþróun, lengt veikindatímabil og valdið miklu viðbótarálagi á sjúklinga og aðstandendur. Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2025 var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við með því að setja viðmið um biðtíma og hámarksbiðtíma krabbameinsmeðferða, sambærilegt því sem þekkist til dæmis í Danmörku. Í ályktuninni er jafnframt skorað á stjórnvöld að setja forvarnir til að efla lýðheilsu landsmanna í forgang þannig að lýðheilsusjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi. Stjórnvöld eru hvött til að taka djarfar ákvarðanir, virða gildandi lög og reglur og auðvelda ekki aðgengi að áfengi, tóbaks- og nikótínvörum. Árangur Íslands á sviði tóbaksvarna og forvarna gegn áfengisneyslu hjá ungmennum er öfundsverður og standa þarf vörð um hann og setja markið enn hærra. Með samstilltu átaki er hægt að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum. Jöfnum aðgengi óháð búsetu Aðalfundurinn samþykkti einnig ályktun sem fjallar um nauðsyn þess að draga úr ójöfnuði með breytingum á greiðslu sjúklinga fyrir sjúkradvöl innanlands. Ýmsar aðgerðir hafa verið innleiddar til að draga úr greiðslubyrði þeirra sem þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda. Má þar t.d. nefna greiðsluþak fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf, ásamt þátttöku Sjúkratrygginga í ferðakostnaði. Margir þurfa hins vegar að dvelja langdvölum fjarri heimili sínu með nánum aðstandanda vegna lífsnauðsynlegra lyfja- og/eða geislameðferða. Dæmi eru um að einstaklingar greiði yfir 500.000 kr. á ári fyrir slíka þjónustu. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld að lækka þessar greiðslur, t.d. með greiðsluþaki sambærilegu því sem þekkist fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakostnað. Með því má tryggja að kostnaður sligi ekki fólk af landsbyggðinni og tryggja jafnt aðgengi óháð búsetu. Léttum rekstur almannaheillafélaga Krabbameinsfélagið er að undanskildum ca 5% rekstrarfjár, alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé, styrki frá almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hið sama gildir um aðildarfélög þess, 20 svæðafélög um land allt og sjö stuðningsfélög. Allt söfnunarfé félaganna rennur til framfaraverkefna á sviði krabbameinsforvarna, vísindastarfs og stuðnings við sjúklinga og aðstandendur og er því um mikilvægt almannaheillaverkefni að ræða. Í starfsemi á borð við þá sem krabbameinsfélögin inna af höndum er horft í hverja krónu og með niðurfellingu á virðisaukaskatti vegna starfsemi félaganna mætti létta rekstur þeirra og gera þeim kleift að sinna sínum verkefnum enn betur. Í þriðju ályktun aðalfundarins tekur Krabbameinsfélagið undir með Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem hefur vakið athygli á málinu og skorar á stjórnvöld að létta rekstrarumhverfi almannaheillafélag með niðurfellingu virðisaukaskatts. Slíkt mætti til dæmis útfæra með þeim hætti að félagið greiði virðisaukaskatt en fái síðan endurgreiðslu. Svörum kallinu og stöndum saman Eins og áður hefur komið fram er mikið í húfi. Spáð er 57% hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040 og á sama tíma lifa fleiri með krabbamein og síðbúnar aukaverkanir sem þarf að bregðast við. Hjá Krabbameinsfélaginu miðast allt starf að því að draga úr áhrifunum og fyrirbyggja eins og hægt er þetta fyrirsjáanlega hamfaraástand. En enginn er eyland og samtakamátturinn er það sem mun breyta stormi í andvara. Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að svara kalli aðalfundar félagsins og bregðast við þeim ályktunum sem fundurinn samþykkti. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á vel sóttum aðalfundi Krabbameinsfélagsins voru samþykktar þrjár ályktanir sem eiga það sameiginlegt að kalla eftir bættri stöðu í krabbameinsmálum á Íslandi. Það er stormur í aðsigi og búist við mikilli hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040. Ástandið kallar á samtakamátt á öllum sviðum og Krabbameinsfélagið stefnir hraðbyri á að fækka þeim sem greinast með krabbamein, að fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með og eftir krabbamein. Viðmið um biðtíma Við búum sem betur fer svo vel að vera með traustan grunn í krabbameinsþjónustu á Íslandi. Þjónustan er drifin áfram af öflugu starfsfólki og mörg framfaraskref hafa verið stigin, sjúklingum og aðstandendum til góðs. Ef við viljum tryggja áframhaldandi árangur dugar þessi grunnur þó ekki til. Vísbendingar eru um að stormur sé að skella á og að heilbrigðiskerfið sé ekki nægilega vel undirbúið til að standa hann af sér. Sem dæmi má nefna að biðtími vegna geislameðferða hér á landi er tekinn að lengjast og vísbendingar eru einnig um að biðtími eftir skurðaðgerðum vegna sumra krabbameina sé í mörgum tilvikum orðinn of langur. Of langur biðtími getur haft áhrif á sjúkdómsþróun, lengt veikindatímabil og valdið miklu viðbótarálagi á sjúklinga og aðstandendur. Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2025 var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við með því að setja viðmið um biðtíma og hámarksbiðtíma krabbameinsmeðferða, sambærilegt því sem þekkist til dæmis í Danmörku. Í ályktuninni er jafnframt skorað á stjórnvöld að setja forvarnir til að efla lýðheilsu landsmanna í forgang þannig að lýðheilsusjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi. Stjórnvöld eru hvött til að taka djarfar ákvarðanir, virða gildandi lög og reglur og auðvelda ekki aðgengi að áfengi, tóbaks- og nikótínvörum. Árangur Íslands á sviði tóbaksvarna og forvarna gegn áfengisneyslu hjá ungmennum er öfundsverður og standa þarf vörð um hann og setja markið enn hærra. Með samstilltu átaki er hægt að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum. Jöfnum aðgengi óháð búsetu Aðalfundurinn samþykkti einnig ályktun sem fjallar um nauðsyn þess að draga úr ójöfnuði með breytingum á greiðslu sjúklinga fyrir sjúkradvöl innanlands. Ýmsar aðgerðir hafa verið innleiddar til að draga úr greiðslubyrði þeirra sem þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda. Má þar t.d. nefna greiðsluþak fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf, ásamt þátttöku Sjúkratrygginga í ferðakostnaði. Margir þurfa hins vegar að dvelja langdvölum fjarri heimili sínu með nánum aðstandanda vegna lífsnauðsynlegra lyfja- og/eða geislameðferða. Dæmi eru um að einstaklingar greiði yfir 500.000 kr. á ári fyrir slíka þjónustu. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld að lækka þessar greiðslur, t.d. með greiðsluþaki sambærilegu því sem þekkist fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakostnað. Með því má tryggja að kostnaður sligi ekki fólk af landsbyggðinni og tryggja jafnt aðgengi óháð búsetu. Léttum rekstur almannaheillafélaga Krabbameinsfélagið er að undanskildum ca 5% rekstrarfjár, alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé, styrki frá almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hið sama gildir um aðildarfélög þess, 20 svæðafélög um land allt og sjö stuðningsfélög. Allt söfnunarfé félaganna rennur til framfaraverkefna á sviði krabbameinsforvarna, vísindastarfs og stuðnings við sjúklinga og aðstandendur og er því um mikilvægt almannaheillaverkefni að ræða. Í starfsemi á borð við þá sem krabbameinsfélögin inna af höndum er horft í hverja krónu og með niðurfellingu á virðisaukaskatti vegna starfsemi félaganna mætti létta rekstur þeirra og gera þeim kleift að sinna sínum verkefnum enn betur. Í þriðju ályktun aðalfundarins tekur Krabbameinsfélagið undir með Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem hefur vakið athygli á málinu og skorar á stjórnvöld að létta rekstrarumhverfi almannaheillafélag með niðurfellingu virðisaukaskatts. Slíkt mætti til dæmis útfæra með þeim hætti að félagið greiði virðisaukaskatt en fái síðan endurgreiðslu. Svörum kallinu og stöndum saman Eins og áður hefur komið fram er mikið í húfi. Spáð er 57% hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040 og á sama tíma lifa fleiri með krabbamein og síðbúnar aukaverkanir sem þarf að bregðast við. Hjá Krabbameinsfélaginu miðast allt starf að því að draga úr áhrifunum og fyrirbyggja eins og hægt er þetta fyrirsjáanlega hamfaraástand. En enginn er eyland og samtakamátturinn er það sem mun breyta stormi í andvara. Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að svara kalli aðalfundar félagsins og bregðast við þeim ályktunum sem fundurinn samþykkti. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun