Stærsta árásin á Kharkív hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2025 08:01 Eitt fjölbýlishúsanna í Kharkív sem varð fyrir rússneskri sprengju. AP/Andrii Marienko Rússar gerðu í nótt umfangsmestu árásir þeirra á borgina Kharkív frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Notast var við tugi dróna, hefðbundnar sprengjur sem varpað er úr lofti og að minnsta kosti eina eldflaug og eru að minnsta kosti þrír sagðir liggja í valnum í borginni. Tveir til viðbótar féllu í árásum á borgina Kherson í suðurhluta Úkraínu. Að minnsta kosti 21 særðist í árásunum sem stóðu yfir um nokkurra klukkustunda skeið. Úkraínumenn segja að minnsta kosti 43 byggingar hafa orðið fyrir skemmdum í Kharkív og þar af 23 fjölbýlishús og fimmtán einbýlishús. Ihor Terekhov, borgarstjóri Kharkív, hefur lýst árásunum sem hryðjuverkum. Ríkisstjóri Kherson segir árásir einnig hafa verið gerðar á þá borg og að par, kona og karl á sextugsaldri, hafi fallið. Í heildina segja Úkraínumenn að Rússar hafi notast við 206 dróna og níu eldflaugar af ýmsum gerðum til árása í Úkraínu í nótt. Þeir segja 87 dróna og sjö eldflaugar hafa verið skotnar niður. Árásirnar fylgja sambærilegum árásum á borgir og bæi Úkraínu í vikunni. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði eftir Vladimír Pútin, kollega sínum í Rússlandi, í vikunni að Rússar myndu bregðast við árásum Úkraínumanna á herflugvelli í Rússlandi um síðustu helgi. Hann bætti svo við í nótt og sagði að með árásunum á flugvellina hefðu Úkraínumenn gefið Pútín ástæðu til að varpa sprengjum á Úkraínu. Árásir Rússa eru í þó alls ekki nýjar af nálinni. Sambærilegar árásir hafa staðið yfir frá upphafi innrásar þeirra. Gagnrýndi ummæli Trumps um börn í slag Trump líkti Rússum og Úkraínumönnum við börn í slagsmálum á leikvelli í vikunni og sagði að ef til vill væri réttast að láta þá berjast um skeið. Síðan væri hægt að slíta þá í sundur og falast eftir friði. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar gefa ummælin til kynna að Trump, sem sagðist lengi ætla að binda enda á stríðið um leið og hann tæki við embætti, hafi gefist upp á tilraunum sínum til að stilla til friðar. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í klippu úr viðtali sem birt var í gærkvöldi að ummæli Trumps væru til marks um að hann, og aðrir utan Úkraínu, skyldu ekki þjáningar Úkraínumanna. „Ég og Pútín erum ekki börn á leikvelli. Hann er morðingi sem kom á leikvöllinn til að myrða börn.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48 Brúnni milli Rússlands og Krímskaga lokað eftir sprengingar Úkraínsk yfirvöld segjast hafa gert sprengjuárás á brúna milli Rússlands og Krímskaga. Í tilkynningu frá þeim segir að ellefu hundruð kílóum af sprengjum hafi verið komið fyrir neðansjávar og þær hafi sprungið klukkan 5 að morgni á staðartíma. Fregnir hafa borist af áframhaldandi sprenginum í dag og lokað er fyrir umferð um brúna. 3. júní 2025 15:24 Mun þingið fara fram hjá Trump? Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagðist í gær styðja hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Áhugi fyrir slíkum aðgerðum er mikill í þinginu og þá sérstaklega í öldungadeildinni en hingað til hefur Donald Trump, forseti, ekki viljað taka það skref. 3. júní 2025 12:55 Með sömu óásættanlegu kröfurnar Rússneskir erindrekar lögðu í gær fram sömu umfangsmiklu kröfurnar til Úkraínumanna og þeir hafa gert áður. Þessar kröfur hafa Úkraínumenn áður sagt vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. 3. júní 2025 07:22 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mestu árásirnar hingað til, aftur Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt sína umfangsmestu dróna- og eldflaugaárás á Úkraínu hingað til. Notast var við 355 dróna, bæði sjálfsprengjudróna og tálbeitur, auk níu stýriflauga. Var það í kjölfar umfangsmikillar árásar á Kænugarð og önnur héruð þar sem notast var við dróna og stýriflaugar. 26. maí 2025 11:32 „Hann er að leika sér að eldinum!“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ósáttur við Vladimír Pútín, kollega sinn í Rússlandi, vegna ítrekaðra árása Rússa á borgir og bæi Úkraínu. Þá segist hann íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur hann sagt áður án þess að grípa til aðgerða. Trump taldi að gott samband sitt við Pútín myndi duga til. 27. maí 2025 16:11 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Að minnsta kosti 21 særðist í árásunum sem stóðu yfir um nokkurra klukkustunda skeið. Úkraínumenn segja að minnsta kosti 43 byggingar hafa orðið fyrir skemmdum í Kharkív og þar af 23 fjölbýlishús og fimmtán einbýlishús. Ihor Terekhov, borgarstjóri Kharkív, hefur lýst árásunum sem hryðjuverkum. Ríkisstjóri Kherson segir árásir einnig hafa verið gerðar á þá borg og að par, kona og karl á sextugsaldri, hafi fallið. Í heildina segja Úkraínumenn að Rússar hafi notast við 206 dróna og níu eldflaugar af ýmsum gerðum til árása í Úkraínu í nótt. Þeir segja 87 dróna og sjö eldflaugar hafa verið skotnar niður. Árásirnar fylgja sambærilegum árásum á borgir og bæi Úkraínu í vikunni. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði eftir Vladimír Pútin, kollega sínum í Rússlandi, í vikunni að Rússar myndu bregðast við árásum Úkraínumanna á herflugvelli í Rússlandi um síðustu helgi. Hann bætti svo við í nótt og sagði að með árásunum á flugvellina hefðu Úkraínumenn gefið Pútín ástæðu til að varpa sprengjum á Úkraínu. Árásir Rússa eru í þó alls ekki nýjar af nálinni. Sambærilegar árásir hafa staðið yfir frá upphafi innrásar þeirra. Gagnrýndi ummæli Trumps um börn í slag Trump líkti Rússum og Úkraínumönnum við börn í slagsmálum á leikvelli í vikunni og sagði að ef til vill væri réttast að láta þá berjast um skeið. Síðan væri hægt að slíta þá í sundur og falast eftir friði. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar gefa ummælin til kynna að Trump, sem sagðist lengi ætla að binda enda á stríðið um leið og hann tæki við embætti, hafi gefist upp á tilraunum sínum til að stilla til friðar. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í klippu úr viðtali sem birt var í gærkvöldi að ummæli Trumps væru til marks um að hann, og aðrir utan Úkraínu, skyldu ekki þjáningar Úkraínumanna. „Ég og Pútín erum ekki börn á leikvelli. Hann er morðingi sem kom á leikvöllinn til að myrða börn.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48 Brúnni milli Rússlands og Krímskaga lokað eftir sprengingar Úkraínsk yfirvöld segjast hafa gert sprengjuárás á brúna milli Rússlands og Krímskaga. Í tilkynningu frá þeim segir að ellefu hundruð kílóum af sprengjum hafi verið komið fyrir neðansjávar og þær hafi sprungið klukkan 5 að morgni á staðartíma. Fregnir hafa borist af áframhaldandi sprenginum í dag og lokað er fyrir umferð um brúna. 3. júní 2025 15:24 Mun þingið fara fram hjá Trump? Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagðist í gær styðja hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Áhugi fyrir slíkum aðgerðum er mikill í þinginu og þá sérstaklega í öldungadeildinni en hingað til hefur Donald Trump, forseti, ekki viljað taka það skref. 3. júní 2025 12:55 Með sömu óásættanlegu kröfurnar Rússneskir erindrekar lögðu í gær fram sömu umfangsmiklu kröfurnar til Úkraínumanna og þeir hafa gert áður. Þessar kröfur hafa Úkraínumenn áður sagt vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. 3. júní 2025 07:22 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mestu árásirnar hingað til, aftur Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt sína umfangsmestu dróna- og eldflaugaárás á Úkraínu hingað til. Notast var við 355 dróna, bæði sjálfsprengjudróna og tálbeitur, auk níu stýriflauga. Var það í kjölfar umfangsmikillar árásar á Kænugarð og önnur héruð þar sem notast var við dróna og stýriflaugar. 26. maí 2025 11:32 „Hann er að leika sér að eldinum!“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ósáttur við Vladimír Pútín, kollega sinn í Rússlandi, vegna ítrekaðra árása Rússa á borgir og bæi Úkraínu. Þá segist hann íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur hann sagt áður án þess að grípa til aðgerða. Trump taldi að gott samband sitt við Pútín myndi duga til. 27. maí 2025 16:11 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48
Brúnni milli Rússlands og Krímskaga lokað eftir sprengingar Úkraínsk yfirvöld segjast hafa gert sprengjuárás á brúna milli Rússlands og Krímskaga. Í tilkynningu frá þeim segir að ellefu hundruð kílóum af sprengjum hafi verið komið fyrir neðansjávar og þær hafi sprungið klukkan 5 að morgni á staðartíma. Fregnir hafa borist af áframhaldandi sprenginum í dag og lokað er fyrir umferð um brúna. 3. júní 2025 15:24
Mun þingið fara fram hjá Trump? Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagðist í gær styðja hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Áhugi fyrir slíkum aðgerðum er mikill í þinginu og þá sérstaklega í öldungadeildinni en hingað til hefur Donald Trump, forseti, ekki viljað taka það skref. 3. júní 2025 12:55
Með sömu óásættanlegu kröfurnar Rússneskir erindrekar lögðu í gær fram sömu umfangsmiklu kröfurnar til Úkraínumanna og þeir hafa gert áður. Þessar kröfur hafa Úkraínumenn áður sagt vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. 3. júní 2025 07:22
„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36
Mestu árásirnar hingað til, aftur Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt sína umfangsmestu dróna- og eldflaugaárás á Úkraínu hingað til. Notast var við 355 dróna, bæði sjálfsprengjudróna og tálbeitur, auk níu stýriflauga. Var það í kjölfar umfangsmikillar árásar á Kænugarð og önnur héruð þar sem notast var við dróna og stýriflaugar. 26. maí 2025 11:32
„Hann er að leika sér að eldinum!“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ósáttur við Vladimír Pútín, kollega sinn í Rússlandi, vegna ítrekaðra árása Rússa á borgir og bæi Úkraínu. Þá segist hann íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur hann sagt áður án þess að grípa til aðgerða. Trump taldi að gott samband sitt við Pútín myndi duga til. 27. maí 2025 16:11