„Þetta var allt eftir handriti“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. júní 2025 16:24 Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Fram vann 3-1 sigur gegn Stjörnunni í Úlfarsárdal. Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn. Sömu sögu má segja um leikmenn Fram sem skvettu vatni á Óskar í tilefni sigursins. „Við kláruðum færin okkar vel. Við byrjuðum vel og eftir að við komumst yfir tók Stjarnan öll völd á leiknum en varnarleikurinn var öflugur og við náðum síðan að skora annað mark loksins þegar að við fengum færi. Síðan kom þriðja markið og þá datt botninn úr þessu en þær klóruðu í bakkann. Varnarleikurinn og hvernig við kláruðum færin okkar varð til þess að við unnum þennan leik,“ sagði Óskar Smári eftir leik. Óskar Smári var ánægður með Elaina Carmen La Macchia, markvörð Fram, sem varði vel í fyrri hálfleik og svo kom annað mark frá heimakonum rétt fyrir hálfleik. „Það var ótrúlega mikilvægt að fá þetta annað mark og mér leið ekki vel einu marki yfir. Mér fannst þær alltaf líklegar til þess að skora í stöðunni 1-0 þær eru með gæði fram á við en allt sem kom á markið varði Elaina enda frábær markmaður svo bætti Murielle Tiernan við öðru marki og ég hélt að boltinn hefði ekki farið inn en boltinn lak inn og þetta var sérstakt mark.“ „Þetta voru einu tvö færin okkar í fyrri hálfleik. Við nýttum færin okkar vel og komumst á lagið með það. Varnarleikurinn var einnig góður og þetta tvennt skóp sigurinn í dag.“ Klippa: Óskar Smári fær vatnsgusu Eftir að Fram skoraði þriðja markið féll liðið til baka og fór að verja markið sem var hluti af leikskipulagi Óskars. „Við töluðum um það að ef við myndum ná þriðja markinu þá myndum við falla til baka sem við gerðum og þetta var allt eftir handriti.“ Fram er á miklu flugi og hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. Aðspurður út í hversu langt Fram getur farið helltu leikmenn Fram vatni yfir Óskar Smára sem hafði gaman af. „Við getum farið á Hlíðarenda og unnið Val á sunnudaginn og það er það næsta sem við getum gert svo höldum við áfram eftir það,“ sagði Óskar Smári að lokum rennandi blautur. Fram Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sjá meira
„Við kláruðum færin okkar vel. Við byrjuðum vel og eftir að við komumst yfir tók Stjarnan öll völd á leiknum en varnarleikurinn var öflugur og við náðum síðan að skora annað mark loksins þegar að við fengum færi. Síðan kom þriðja markið og þá datt botninn úr þessu en þær klóruðu í bakkann. Varnarleikurinn og hvernig við kláruðum færin okkar varð til þess að við unnum þennan leik,“ sagði Óskar Smári eftir leik. Óskar Smári var ánægður með Elaina Carmen La Macchia, markvörð Fram, sem varði vel í fyrri hálfleik og svo kom annað mark frá heimakonum rétt fyrir hálfleik. „Það var ótrúlega mikilvægt að fá þetta annað mark og mér leið ekki vel einu marki yfir. Mér fannst þær alltaf líklegar til þess að skora í stöðunni 1-0 þær eru með gæði fram á við en allt sem kom á markið varði Elaina enda frábær markmaður svo bætti Murielle Tiernan við öðru marki og ég hélt að boltinn hefði ekki farið inn en boltinn lak inn og þetta var sérstakt mark.“ „Þetta voru einu tvö færin okkar í fyrri hálfleik. Við nýttum færin okkar vel og komumst á lagið með það. Varnarleikurinn var einnig góður og þetta tvennt skóp sigurinn í dag.“ Klippa: Óskar Smári fær vatnsgusu Eftir að Fram skoraði þriðja markið féll liðið til baka og fór að verja markið sem var hluti af leikskipulagi Óskars. „Við töluðum um það að ef við myndum ná þriðja markinu þá myndum við falla til baka sem við gerðum og þetta var allt eftir handriti.“ Fram er á miklu flugi og hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. Aðspurður út í hversu langt Fram getur farið helltu leikmenn Fram vatni yfir Óskar Smára sem hafði gaman af. „Við getum farið á Hlíðarenda og unnið Val á sunnudaginn og það er það næsta sem við getum gert svo höldum við áfram eftir það,“ sagði Óskar Smári að lokum rennandi blautur.
Fram Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sjá meira