Alþjóðlegir sérfræðingar ræða baráttuna gegn myglu í Hörpu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. júní 2025 12:02 Sylgja Dögg hefur um árabil starfað við að greina raka- og mygluvandræði í húsum og við að stemma stigu gegn þeim. Vísir/Arnar Alþjóðleg ráðstefna um innivist og heilnæmar byggingar hefst í dag í Hörpu. Ráðstefnustjóri segir alveg ljóst að raka- og mygluvandræði séu ekki sér íslensk vandamál en fjöldi erlendra sérfræðinga heldur erindi á ráðstefnunni sem stendur til miðvikudags. Ráðstefnan ber heitið Heilnæmar byggingar og er um að ræða vísindaráðstefnu sem haldin er árlega en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin á Íslandi. Opnunarathöfn fer fram í Hörpu í dag og svo fer ráðstefnan sjálf fram í Háskólanum í Reykjavík næstu daga. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir ráðstefnustjóri og lýðheilsufræðingur hjá VERKVIT segir viðfangsefni ráðstefnunnar aldrei hafa verið mikilvægari en nú þegar oft og ítrekað berast fréttir af raka- og mygluvandræðum í húsum hérlendis. „Þarna eru vísindamenn frá fjörutíu löndum sem hittast og deila reynslu og þekkingu og nýjustu rannsóknum og við erum auðvitað bara mjög stolt af því að fá þessa ráðstefnu til Íslands og vonandi lærum vð sem mest og getum miðla okkar þekkingu og reynslu til annarra landa í þessum málum því öll viljum vð búa í heilbrigðum húsum er það ekki.“ Sylgja hefur um árabil starfað í byggingaiðnaðinum hér á landi og sérstaklega hugað að raka- og mygluvandræðum. Hún hefur sjálf sótt ráðstefnuna erlendis um árabil. „Við búum öll í húsum og það skiptir okkur öll máli að inniloftið í þessum húsum sé í lagi, það sem er mismunandi á milli okkar er að við erum með mismunandi ytri aðstæður og við hér heima erum með sérstakar áskoranir með slagregn og veður þannig við erum öll saman í þessu vandamáli á þessari jörðu skal ég segja, á meðan við búum í húsum.“ Lykilatriði sé að komast að því hvaða sameiginlegu áskoranir liggja fyrir í bransanum þegar kemur að myglu- og rakavandræðum. „Við finnum áskoranirnar, við finnum vonandi einhverjar lausnir og ekki síst að fá reynslu frá öðrum svo við séum ekki að gera kannski sömu mistökin út um allan heim varðandi þessi mál, vegna þess að þessi mál eru erfið, við erum að fikra okkur áfram í því að þekkja inniloftið hjá okkur og hvaða áhrifaþættir það eru sem hafa áhrif á heilbrigði og vellíðan og við ætlum bara líka að leggja til málanna frá Íslandi, það eru íslenskir fyrirlesarar á morgun, það verður mjög spennandi að heyra það.“ Sylgja ræddi ráðstefnuna og myglu- og rakavandræði í Bítinu á Bylgjunni í apríl síðastliðnum ásamt Ólafi Wallevik prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hús og heimili Húsnæðismál Mygla Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ráðstefnan ber heitið Heilnæmar byggingar og er um að ræða vísindaráðstefnu sem haldin er árlega en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin á Íslandi. Opnunarathöfn fer fram í Hörpu í dag og svo fer ráðstefnan sjálf fram í Háskólanum í Reykjavík næstu daga. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir ráðstefnustjóri og lýðheilsufræðingur hjá VERKVIT segir viðfangsefni ráðstefnunnar aldrei hafa verið mikilvægari en nú þegar oft og ítrekað berast fréttir af raka- og mygluvandræðum í húsum hérlendis. „Þarna eru vísindamenn frá fjörutíu löndum sem hittast og deila reynslu og þekkingu og nýjustu rannsóknum og við erum auðvitað bara mjög stolt af því að fá þessa ráðstefnu til Íslands og vonandi lærum vð sem mest og getum miðla okkar þekkingu og reynslu til annarra landa í þessum málum því öll viljum vð búa í heilbrigðum húsum er það ekki.“ Sylgja hefur um árabil starfað í byggingaiðnaðinum hér á landi og sérstaklega hugað að raka- og mygluvandræðum. Hún hefur sjálf sótt ráðstefnuna erlendis um árabil. „Við búum öll í húsum og það skiptir okkur öll máli að inniloftið í þessum húsum sé í lagi, það sem er mismunandi á milli okkar er að við erum með mismunandi ytri aðstæður og við hér heima erum með sérstakar áskoranir með slagregn og veður þannig við erum öll saman í þessu vandamáli á þessari jörðu skal ég segja, á meðan við búum í húsum.“ Lykilatriði sé að komast að því hvaða sameiginlegu áskoranir liggja fyrir í bransanum þegar kemur að myglu- og rakavandræðum. „Við finnum áskoranirnar, við finnum vonandi einhverjar lausnir og ekki síst að fá reynslu frá öðrum svo við séum ekki að gera kannski sömu mistökin út um allan heim varðandi þessi mál, vegna þess að þessi mál eru erfið, við erum að fikra okkur áfram í því að þekkja inniloftið hjá okkur og hvaða áhrifaþættir það eru sem hafa áhrif á heilbrigði og vellíðan og við ætlum bara líka að leggja til málanna frá Íslandi, það eru íslenskir fyrirlesarar á morgun, það verður mjög spennandi að heyra það.“ Sylgja ræddi ráðstefnuna og myglu- og rakavandræði í Bítinu á Bylgjunni í apríl síðastliðnum ásamt Ólafi Wallevik prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Hús og heimili Húsnæðismál Mygla Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira