Skipulögð glæpastarfsemi er ógn við samfélagið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 9. júní 2025 07:02 Ég átti á dögunum góð samtöl við kollega mína í Helsinki á fundi dómsmálaráðherra Norðurlandanna. Það er mikilvægur vettvangur þar sem við miðlum reynslu okkar og stillum saman strengi. Þetta samstarf hefur líklega aldrei verið mikilvægara en núna. Það er ætlun okkar ráðherranna að halda áfram að nýta þennan vettvang til að efla viðbragð okkar gegn afbrotum. Á þessum fundi var töluvert rætt um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að muna að það sem gerist á Norðurlöndunum kemur öllu jafna 10 árum síðar til Íslands. Og sá tími er alltaf að styttast. Lærum af Norðurlöndunum Á Norðurlöndunum sjáum við núna hvernig skipulagðir glæpahópar eru farnir að nota ungmenni til að fremja afbrot. Þar hefur í sumum landanna verið brugðist við með lagasetningu um refsiábyrgð þeirra sem ginna aðra til að fremja afbrot. Gengjastríð eru orðin að veruleika og ráðamenn hafa áhyggjur af ofbeldi. Misnotkun á bótakerfum, innistæðulaus reikningagerð og önnur efnahagsbrot spila líka hlutverk. Umræður um þyngri refsingar fyrir ofbeldisbrot voru töluverðar. Norðurlöndin hafa gripið til þeirra ráða að auka heimildir lögreglu. Samhliða hafa þau eflt lögreglu og viðbragð, enda um gríðarmikið öryggismál að ræða. Það hefur skilað árangri. Ég fékk brýningu frá norrænum kollega mínum: Gerið eitthvað núna í skipulagðri brotastarfsemi. Ekki bíða, það eru dýrkeypt mistök. Og á fyrstu sex mánuðum hefur ríkisstjórnin eflt löggæslu með því að fjölga lögreglumönnum. Önnur skref hafa nýlega verið tekin, svo sem að hækka lágmarkssektir fyrir vopnaburð tífalt. Með því er undirstrikað að vopnaburður á ekki að vera liðinn á Íslandi. Í liðinni viku varð frumvarp mitt um farþegalista að lögum sem og frumvarp um framsal sakamanna. Alþingi er auk þess með frumvarp mitt til meðferðar um aðgerðir til að endurheimta ólöglegan ávinning af afbrotum. Og í haust mun ég leggja fram frumvarp um auknar heimildir fyrir lögreglu í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi. Þá mun ég í haust kynna frumvarp til að efla enn frekar embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar vinnur sterkur hópur gott starf en með lagabreytingum og fleiri störfum er ætlunin að efla embættið og landamæri okkar enn frekar. Lykillinn að árangri er alþjóðleg samvinna Skipulögð brotastarfsemi er flókinn málaflokkur við að eiga. Alþjóðleg samvinna, miðlun upplýsinga og samhæfðar aðgerðir eru lykillinn að árangri í baráttunni gegn glæpahópum sem vinna þvert á landamæri. Alþjóðleg samvinna eins og sú sem fer fram hjá Europol hefur aldrei verið mikilvægari. Og það er ætlun mín að efla enn frekar tengsl okkar við Norðurlöndin og læra af reynslu þeirra. Aðgerðaáætlun í smíðum Ég mætti nýlega á Lögregluráðsfund og ræddi við lögreglustjórana um aðgerðaáætlun gegn skipulagðri brotastarfsemi að norrænni fyrirmynd sem er í smíðum. Við munum aldrei verja okkur á mannaflanum einum. Við þurfum lagabreytingar og heimildir. Staðan sem við okkur blasir núna er að við þurfum að gera upp við okkur hvort við ætlum að setja aðgerðir gegn brotastarfsemi í forgang eða bíða í nokkur ár og þurfa þá að grípa til kostnaðarsamra aðgerða til að bregðast við erfiðuástandi líkt og reynslan var á sumum Norðurlöndunum.Mín afstaða er skýr. Við skulum ekki bíða heldur ganga í málið strax. Höfundur er dómsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landamæri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Ég átti á dögunum góð samtöl við kollega mína í Helsinki á fundi dómsmálaráðherra Norðurlandanna. Það er mikilvægur vettvangur þar sem við miðlum reynslu okkar og stillum saman strengi. Þetta samstarf hefur líklega aldrei verið mikilvægara en núna. Það er ætlun okkar ráðherranna að halda áfram að nýta þennan vettvang til að efla viðbragð okkar gegn afbrotum. Á þessum fundi var töluvert rætt um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að muna að það sem gerist á Norðurlöndunum kemur öllu jafna 10 árum síðar til Íslands. Og sá tími er alltaf að styttast. Lærum af Norðurlöndunum Á Norðurlöndunum sjáum við núna hvernig skipulagðir glæpahópar eru farnir að nota ungmenni til að fremja afbrot. Þar hefur í sumum landanna verið brugðist við með lagasetningu um refsiábyrgð þeirra sem ginna aðra til að fremja afbrot. Gengjastríð eru orðin að veruleika og ráðamenn hafa áhyggjur af ofbeldi. Misnotkun á bótakerfum, innistæðulaus reikningagerð og önnur efnahagsbrot spila líka hlutverk. Umræður um þyngri refsingar fyrir ofbeldisbrot voru töluverðar. Norðurlöndin hafa gripið til þeirra ráða að auka heimildir lögreglu. Samhliða hafa þau eflt lögreglu og viðbragð, enda um gríðarmikið öryggismál að ræða. Það hefur skilað árangri. Ég fékk brýningu frá norrænum kollega mínum: Gerið eitthvað núna í skipulagðri brotastarfsemi. Ekki bíða, það eru dýrkeypt mistök. Og á fyrstu sex mánuðum hefur ríkisstjórnin eflt löggæslu með því að fjölga lögreglumönnum. Önnur skref hafa nýlega verið tekin, svo sem að hækka lágmarkssektir fyrir vopnaburð tífalt. Með því er undirstrikað að vopnaburður á ekki að vera liðinn á Íslandi. Í liðinni viku varð frumvarp mitt um farþegalista að lögum sem og frumvarp um framsal sakamanna. Alþingi er auk þess með frumvarp mitt til meðferðar um aðgerðir til að endurheimta ólöglegan ávinning af afbrotum. Og í haust mun ég leggja fram frumvarp um auknar heimildir fyrir lögreglu í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi. Þá mun ég í haust kynna frumvarp til að efla enn frekar embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar vinnur sterkur hópur gott starf en með lagabreytingum og fleiri störfum er ætlunin að efla embættið og landamæri okkar enn frekar. Lykillinn að árangri er alþjóðleg samvinna Skipulögð brotastarfsemi er flókinn málaflokkur við að eiga. Alþjóðleg samvinna, miðlun upplýsinga og samhæfðar aðgerðir eru lykillinn að árangri í baráttunni gegn glæpahópum sem vinna þvert á landamæri. Alþjóðleg samvinna eins og sú sem fer fram hjá Europol hefur aldrei verið mikilvægari. Og það er ætlun mín að efla enn frekar tengsl okkar við Norðurlöndin og læra af reynslu þeirra. Aðgerðaáætlun í smíðum Ég mætti nýlega á Lögregluráðsfund og ræddi við lögreglustjórana um aðgerðaáætlun gegn skipulagðri brotastarfsemi að norrænni fyrirmynd sem er í smíðum. Við munum aldrei verja okkur á mannaflanum einum. Við þurfum lagabreytingar og heimildir. Staðan sem við okkur blasir núna er að við þurfum að gera upp við okkur hvort við ætlum að setja aðgerðir gegn brotastarfsemi í forgang eða bíða í nokkur ár og þurfa þá að grípa til kostnaðarsamra aðgerða til að bregðast við erfiðuástandi líkt og reynslan var á sumum Norðurlöndunum.Mín afstaða er skýr. Við skulum ekki bíða heldur ganga í málið strax. Höfundur er dómsmálaráðherra
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun