Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2025 08:58 Lauren Tomasi var í beinni útsendingu að segja frá mótmælunum í Los Angeles þegar lögregluþjónn skaut hana. Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. Mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt handtökum ICE á innflytjendum án dóms og laga. Mótmælin stigmögnuðust í gær þegar Trump kallaði út tvö þúsund þjóðvarðaliða, gegn óskum ríkisstjórans Gavins Newsom, undir því yfirskini að hætta væri á uppreisn. Kveikt var í bílum í nótt og beitti lögreglan bæði táragasi og gúmmíkúlum til að reyna að berja niður mótmælin. Þá hafa á sjötta tug mótmælenda verið handteknir á síðustu tveimur dögum. Fréttakonan Lauren Tomasi frá ástralska fréttamiðlunum 9News var á vettvangi fyrir utan varðhaldsstöð ICE til að fjalla um mótmælin. „Eftir margra klukkutíma pattstöðu hefur ástandið versnað til muna, LAPD ræðst til atlögu á hestbaki og skýtur gúmmíkúlum á mótmælendur til að koma þeim gegnum hjarta LA,“ sagði Tomasi í útsendingunni. Á næsta augnabliki eftir það var Tomasi skotin með gúmmíkúlu. Í myndefni sem 9News hafa birt á samfélagsmiðlum má sjá lögregluþjón miða í átt að fréttakonunni og skjóta á hana. Gúmmíkúlan virðist hæfa fréttakonuna í kálfann, sem æpir af sársauka og tekur um kálfann. U.S. Correspondent Lauren Tomasi has been caught in the crossfire as the LAPD fired rubber bullets at protesters in the heart of Los Angeles. #9NewsLATEST: https://t.co/l5w7JxixxB pic.twitter.com/nvQ7m9TGLj— 9News Australia (@9NewsAUS) June 9, 2025 Síðan heyrist í sjónarvotti segja: „Þú fokking skaust fréttakonuna!“ Einnig má heyra annan sjónarvott spyrja fréttakonuna hvort það sé í lagi með hana og Tomasi svara játandi. „Lauren Tomasi var skotin með gúmmíkúlu. Lauren og myndatökumaður hennar eru örugg og munu halda áfram þeirra ómissandi vinnu að fjalla um þessa atburði,“ sagði í tilkynningu frá 9News. „Þetta atvik þjónar sem bláköld áminning um þær hættur sem blaðamenn þola þegar þeir segja frá á framlínu mótmæla, sem undirstrikar mikilvægi hlutverks þeirra í veita lífsnauðsynlegar upplýsingar,“ sagði í sömu tilkynningu. Lögreglan í Los Angeles lýsti því yfir að mótmælin væru „ólögleg samkoma“ og ráðlagði fjölmiðlafólki „að halda öruggri fjarlægð“. Nánar má lesa um málið í umfjöllun Guardian og 9News. Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt handtökum ICE á innflytjendum án dóms og laga. Mótmælin stigmögnuðust í gær þegar Trump kallaði út tvö þúsund þjóðvarðaliða, gegn óskum ríkisstjórans Gavins Newsom, undir því yfirskini að hætta væri á uppreisn. Kveikt var í bílum í nótt og beitti lögreglan bæði táragasi og gúmmíkúlum til að reyna að berja niður mótmælin. Þá hafa á sjötta tug mótmælenda verið handteknir á síðustu tveimur dögum. Fréttakonan Lauren Tomasi frá ástralska fréttamiðlunum 9News var á vettvangi fyrir utan varðhaldsstöð ICE til að fjalla um mótmælin. „Eftir margra klukkutíma pattstöðu hefur ástandið versnað til muna, LAPD ræðst til atlögu á hestbaki og skýtur gúmmíkúlum á mótmælendur til að koma þeim gegnum hjarta LA,“ sagði Tomasi í útsendingunni. Á næsta augnabliki eftir það var Tomasi skotin með gúmmíkúlu. Í myndefni sem 9News hafa birt á samfélagsmiðlum má sjá lögregluþjón miða í átt að fréttakonunni og skjóta á hana. Gúmmíkúlan virðist hæfa fréttakonuna í kálfann, sem æpir af sársauka og tekur um kálfann. U.S. Correspondent Lauren Tomasi has been caught in the crossfire as the LAPD fired rubber bullets at protesters in the heart of Los Angeles. #9NewsLATEST: https://t.co/l5w7JxixxB pic.twitter.com/nvQ7m9TGLj— 9News Australia (@9NewsAUS) June 9, 2025 Síðan heyrist í sjónarvotti segja: „Þú fokking skaust fréttakonuna!“ Einnig má heyra annan sjónarvott spyrja fréttakonuna hvort það sé í lagi með hana og Tomasi svara játandi. „Lauren Tomasi var skotin með gúmmíkúlu. Lauren og myndatökumaður hennar eru örugg og munu halda áfram þeirra ómissandi vinnu að fjalla um þessa atburði,“ sagði í tilkynningu frá 9News. „Þetta atvik þjónar sem bláköld áminning um þær hættur sem blaðamenn þola þegar þeir segja frá á framlínu mótmæla, sem undirstrikar mikilvægi hlutverks þeirra í veita lífsnauðsynlegar upplýsingar,“ sagði í sömu tilkynningu. Lögreglan í Los Angeles lýsti því yfir að mótmælin væru „ólögleg samkoma“ og ráðlagði fjölmiðlafólki „að halda öruggri fjarlægð“. Nánar má lesa um málið í umfjöllun Guardian og 9News.
Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira