„Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2025 13:35 Michael O'Neill fagnar því að Eiður Smári spili ekki með Íslandi á morgun en hann var magnaður í leik á þessum velli fyrir 19 árum. Samsett/Getty Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Michael O‘Neill sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Windsor Park eftir hádegisæfingu norður-írska liðsins á vellinum í dag. O‘Neill kveðst meðvitaður um hættuna sem stafar af íslenska liðinu eftir góðan sigur Íslands á Skotum á föstudagskvöldið var. Liðin tvö eru að mætast í fyrsta skipti í tæp 20 ár en Ísland mætti Norður-Írum hér á Windsor Park árið 2006 í fyrsta leik í undankeppni EM 2008. Ísland vann leikinn 3-0 með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea og hafði unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð þegar kom að leiknum við Norður-Íra haustið 2006. Hann var lang besti leikmaður vallarins í þessum örugga sigri. O‘Neill var spurður af heimamanni á fundi dagsins hvort hann gæti lofað því að Norður-Írar myndu ekki endurtaka leikinn frá því fyrir 19 árum síðan. „Ég get aldrei lofað einu eða neinu. En ég er glaður að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki til staðar í þessari ferð, sagði O'Neill og uppskar hlátur blaðamanna. „Að öðru leyti skal ég lofa því að við gerum allt til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig,“ bætti hann við. O'Neill mun þó þurfa að glíma við einn Guðjohnsen en Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, er í íslenska hópnum. Hann skoraði fyrsta mark Íslands á Hampden Park á föstudaginn var. Hugrakkt pressulið Íslands Aðspurður um íslenska liðið og góðan 3-1 sigur á Skotum á föstudaginn var segir O'Neill: „Þeir voru aggressívir í pressunni á útivelli, sem var hugrakkt af þeim. Það kom ef til vill smá á óvart. Leikurinn var erfiður fyrir Skotland. Þeir voru sýndu hugrekki með pressuna og voru verðlaunaðir fyrir það,“ „Það er einnig sterkt hvað þeir geta verið hreyfanlegir og sveigjanlegir með liðið sitt. Þeir stækka völlinn, vilja spila frá markmanni. Við þurfum að glíma við það. En þegar lið spila svona eru einnig möguleikar. Þetta ætti að verða góður leikur,“ sagði O'Neill á blaðamannafundi dagsins. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Michael O‘Neill sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Windsor Park eftir hádegisæfingu norður-írska liðsins á vellinum í dag. O‘Neill kveðst meðvitaður um hættuna sem stafar af íslenska liðinu eftir góðan sigur Íslands á Skotum á föstudagskvöldið var. Liðin tvö eru að mætast í fyrsta skipti í tæp 20 ár en Ísland mætti Norður-Írum hér á Windsor Park árið 2006 í fyrsta leik í undankeppni EM 2008. Ísland vann leikinn 3-0 með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea og hafði unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð þegar kom að leiknum við Norður-Íra haustið 2006. Hann var lang besti leikmaður vallarins í þessum örugga sigri. O‘Neill var spurður af heimamanni á fundi dagsins hvort hann gæti lofað því að Norður-Írar myndu ekki endurtaka leikinn frá því fyrir 19 árum síðan. „Ég get aldrei lofað einu eða neinu. En ég er glaður að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki til staðar í þessari ferð, sagði O'Neill og uppskar hlátur blaðamanna. „Að öðru leyti skal ég lofa því að við gerum allt til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig,“ bætti hann við. O'Neill mun þó þurfa að glíma við einn Guðjohnsen en Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, er í íslenska hópnum. Hann skoraði fyrsta mark Íslands á Hampden Park á föstudaginn var. Hugrakkt pressulið Íslands Aðspurður um íslenska liðið og góðan 3-1 sigur á Skotum á föstudaginn var segir O'Neill: „Þeir voru aggressívir í pressunni á útivelli, sem var hugrakkt af þeim. Það kom ef til vill smá á óvart. Leikurinn var erfiður fyrir Skotland. Þeir voru sýndu hugrekki með pressuna og voru verðlaunaðir fyrir það,“ „Það er einnig sterkt hvað þeir geta verið hreyfanlegir og sveigjanlegir með liðið sitt. Þeir stækka völlinn, vilja spila frá markmanni. Við þurfum að glíma við það. En þegar lið spila svona eru einnig möguleikar. Þetta ætti að verða góður leikur,“ sagði O'Neill á blaðamannafundi dagsins. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjá meira