Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2025 10:33 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýmsar framandi hugmyndir um heilbrigðisvísindi, þar á meðal um bóluefni sem hafa bjargað milljónum mannslífa um allan heim. AP/Jose Luis Magana Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. Ákvörðun Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherrans, um að reka alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndar um starfshætti við bólusetningar (Acip), virðist í beinni andstöðu við loforð sem hann gaf þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hans sem ráðherra í vetur. Þingmaður repúblikana sem hafði efasemdir um Kennedy en greiddi á endanum atkvæði með skipan hans sagði að hann hefði lofað sér að halda Acip óbreyttu. Kennedy tilkynnti um ákvörðunina í aðsendri grein í Wall Street Journal. Þar hélt hann því fram að hann hefði orðið að reka alla nefndarmennina til þess að sitjandi Bandaríkjaforseti gæti skipað meirihluta í nefndinni strax. Þá sakaði hann nefndarmenn um að eiga í hagsmunaárekstrum og að ráðið samþykkti ný bóluefni gagnrýnislaust. Dæmin sem Kennedy nefndi um hagsmunaárekstra nefndarmanna í ráðinu voru þó öll frá 10. áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að ráðgjafarnefndin sé almennt ekki talin pólitísk. Sitjandi nefndarmenn voru allir skipaðir af Joe Biden, fyrrverandi forseta. Ráðleggingar nefndarinnar móta meðal annars hvers konar bólusetningar sjúkratryggingar greiða fyrir, leiðbeiningar heilsugæslustöðva og opinberar ráðleggingar alríkisstjórnarinnar til almennings. Eykur útbreiðslu sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir Bruce Scott, forseti Læknafélags Bandaríkjanna, segir uppsagnirnar snúa á hvolf gagnsæju ferli sem hafi bjargað ótöldum mannslífum. Þær muni auka útbreiðslu sjúkdóma sem hægt væri að koma í veg fyrir með bóluefnum. Vísaði Scott meðal annars til mislingafaraldurs sem grasserar í Bandaríkjunum og hnignandi bólusetingarhlutfalls bandarískra barna á undanförnum árum. Þrátt fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir veikindi af völdum mislinga með bóluefni hefur bandaríski heilbrigðisráðherrann ekki treyst sér til þess að mæla með því af heilum hug í þeim faraldri sem hefur geisað á sumum stöðum í Bandaríkjunum í ár.AP/Julio Cortez Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður repúblikana sem sagðist hafa fengið loforð frá Kennedy um að hann hróflaði ekki við ráðgjafaráðinu, segist hafa rætt við ráðherrann. Hann ætli að halda því áfram til þess að tryggja að ráðið verði ekki skipað fólki sem veit ekkert um bóluefni annað en efasemdir um þau. Cassidy er sjálfur læknir. Dreifari upplýsingafals og kukls Kennedy, sem upphaflega gat sér orð sem lögmaður í umhverfisrétti, hefur á undanförnum árum fyrst og fremst helgað sig ýmis konar kukli og falsheilbrigðisvísindum. Hann hefur verið áberandi andstæðingur bóluefna og á raunar fjárhagslegra hagsmuna að gæta þar sem hann hefur höfðað nokkur mál á hendur lyfjafyrirtækjum vegna bóluefna. Á meðal ósanninda sem Kennedy hefur farið með um bóluefna eru að þau tengist á einhvern hátt einhverfu. Fullyrðingar um það byggðust á löngu hrakinni grein spillts læknis sem var á endanum dregin til baka. Fjöldi rannsókna hefur síðan staðfest að engin tengsl eru á milli svonefnda MMR-bóluefnis og einhverfu í börnum. Afstaða Bandaríkjamanna til bóluefna, sem áður var ópólitísk, hefur skautast á undanförnum árum, sérstaklega í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Repúblikanar í Bandaríkjunum kepptust þá við að gera lítið úr alvarleika faraldursins og andmæltu sóttvarnaaðgerðum harðlega. Bóluefnin sem komu fljótt fram við Covid-19 urðu þá tortryggileg í augum fjölda stuðningsmanna flokksins og skotspónn ýmsa framandlegra samsæriskenninga. Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Vísindi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Ákvörðun Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherrans, um að reka alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndar um starfshætti við bólusetningar (Acip), virðist í beinni andstöðu við loforð sem hann gaf þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hans sem ráðherra í vetur. Þingmaður repúblikana sem hafði efasemdir um Kennedy en greiddi á endanum atkvæði með skipan hans sagði að hann hefði lofað sér að halda Acip óbreyttu. Kennedy tilkynnti um ákvörðunina í aðsendri grein í Wall Street Journal. Þar hélt hann því fram að hann hefði orðið að reka alla nefndarmennina til þess að sitjandi Bandaríkjaforseti gæti skipað meirihluta í nefndinni strax. Þá sakaði hann nefndarmenn um að eiga í hagsmunaárekstrum og að ráðið samþykkti ný bóluefni gagnrýnislaust. Dæmin sem Kennedy nefndi um hagsmunaárekstra nefndarmanna í ráðinu voru þó öll frá 10. áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að ráðgjafarnefndin sé almennt ekki talin pólitísk. Sitjandi nefndarmenn voru allir skipaðir af Joe Biden, fyrrverandi forseta. Ráðleggingar nefndarinnar móta meðal annars hvers konar bólusetningar sjúkratryggingar greiða fyrir, leiðbeiningar heilsugæslustöðva og opinberar ráðleggingar alríkisstjórnarinnar til almennings. Eykur útbreiðslu sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir Bruce Scott, forseti Læknafélags Bandaríkjanna, segir uppsagnirnar snúa á hvolf gagnsæju ferli sem hafi bjargað ótöldum mannslífum. Þær muni auka útbreiðslu sjúkdóma sem hægt væri að koma í veg fyrir með bóluefnum. Vísaði Scott meðal annars til mislingafaraldurs sem grasserar í Bandaríkjunum og hnignandi bólusetingarhlutfalls bandarískra barna á undanförnum árum. Þrátt fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir veikindi af völdum mislinga með bóluefni hefur bandaríski heilbrigðisráðherrann ekki treyst sér til þess að mæla með því af heilum hug í þeim faraldri sem hefur geisað á sumum stöðum í Bandaríkjunum í ár.AP/Julio Cortez Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður repúblikana sem sagðist hafa fengið loforð frá Kennedy um að hann hróflaði ekki við ráðgjafaráðinu, segist hafa rætt við ráðherrann. Hann ætli að halda því áfram til þess að tryggja að ráðið verði ekki skipað fólki sem veit ekkert um bóluefni annað en efasemdir um þau. Cassidy er sjálfur læknir. Dreifari upplýsingafals og kukls Kennedy, sem upphaflega gat sér orð sem lögmaður í umhverfisrétti, hefur á undanförnum árum fyrst og fremst helgað sig ýmis konar kukli og falsheilbrigðisvísindum. Hann hefur verið áberandi andstæðingur bóluefna og á raunar fjárhagslegra hagsmuna að gæta þar sem hann hefur höfðað nokkur mál á hendur lyfjafyrirtækjum vegna bóluefna. Á meðal ósanninda sem Kennedy hefur farið með um bóluefna eru að þau tengist á einhvern hátt einhverfu. Fullyrðingar um það byggðust á löngu hrakinni grein spillts læknis sem var á endanum dregin til baka. Fjöldi rannsókna hefur síðan staðfest að engin tengsl eru á milli svonefnda MMR-bóluefnis og einhverfu í börnum. Afstaða Bandaríkjamanna til bóluefna, sem áður var ópólitísk, hefur skautast á undanförnum árum, sérstaklega í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Repúblikanar í Bandaríkjunum kepptust þá við að gera lítið úr alvarleika faraldursins og andmæltu sóttvarnaaðgerðum harðlega. Bóluefnin sem komu fljótt fram við Covid-19 urðu þá tortryggileg í augum fjölda stuðningsmanna flokksins og skotspónn ýmsa framandlegra samsæriskenninga.
Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Vísindi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira