Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2025 10:33 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýmsar framandi hugmyndir um heilbrigðisvísindi, þar á meðal um bóluefni sem hafa bjargað milljónum mannslífa um allan heim. AP/Jose Luis Magana Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. Ákvörðun Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherrans, um að reka alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndar um starfshætti við bólusetningar (Acip), virðist í beinni andstöðu við loforð sem hann gaf þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hans sem ráðherra í vetur. Þingmaður repúblikana sem hafði efasemdir um Kennedy en greiddi á endanum atkvæði með skipan hans sagði að hann hefði lofað sér að halda Acip óbreyttu. Kennedy tilkynnti um ákvörðunina í aðsendri grein í Wall Street Journal. Þar hélt hann því fram að hann hefði orðið að reka alla nefndarmennina til þess að sitjandi Bandaríkjaforseti gæti skipað meirihluta í nefndinni strax. Þá sakaði hann nefndarmenn um að eiga í hagsmunaárekstrum og að ráðið samþykkti ný bóluefni gagnrýnislaust. Dæmin sem Kennedy nefndi um hagsmunaárekstra nefndarmanna í ráðinu voru þó öll frá 10. áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að ráðgjafarnefndin sé almennt ekki talin pólitísk. Sitjandi nefndarmenn voru allir skipaðir af Joe Biden, fyrrverandi forseta. Ráðleggingar nefndarinnar móta meðal annars hvers konar bólusetningar sjúkratryggingar greiða fyrir, leiðbeiningar heilsugæslustöðva og opinberar ráðleggingar alríkisstjórnarinnar til almennings. Eykur útbreiðslu sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir Bruce Scott, forseti Læknafélags Bandaríkjanna, segir uppsagnirnar snúa á hvolf gagnsæju ferli sem hafi bjargað ótöldum mannslífum. Þær muni auka útbreiðslu sjúkdóma sem hægt væri að koma í veg fyrir með bóluefnum. Vísaði Scott meðal annars til mislingafaraldurs sem grasserar í Bandaríkjunum og hnignandi bólusetingarhlutfalls bandarískra barna á undanförnum árum. Þrátt fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir veikindi af völdum mislinga með bóluefni hefur bandaríski heilbrigðisráðherrann ekki treyst sér til þess að mæla með því af heilum hug í þeim faraldri sem hefur geisað á sumum stöðum í Bandaríkjunum í ár.AP/Julio Cortez Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður repúblikana sem sagðist hafa fengið loforð frá Kennedy um að hann hróflaði ekki við ráðgjafaráðinu, segist hafa rætt við ráðherrann. Hann ætli að halda því áfram til þess að tryggja að ráðið verði ekki skipað fólki sem veit ekkert um bóluefni annað en efasemdir um þau. Cassidy er sjálfur læknir. Dreifari upplýsingafals og kukls Kennedy, sem upphaflega gat sér orð sem lögmaður í umhverfisrétti, hefur á undanförnum árum fyrst og fremst helgað sig ýmis konar kukli og falsheilbrigðisvísindum. Hann hefur verið áberandi andstæðingur bóluefna og á raunar fjárhagslegra hagsmuna að gæta þar sem hann hefur höfðað nokkur mál á hendur lyfjafyrirtækjum vegna bóluefna. Á meðal ósanninda sem Kennedy hefur farið með um bóluefna eru að þau tengist á einhvern hátt einhverfu. Fullyrðingar um það byggðust á löngu hrakinni grein spillts læknis sem var á endanum dregin til baka. Fjöldi rannsókna hefur síðan staðfest að engin tengsl eru á milli svonefnda MMR-bóluefnis og einhverfu í börnum. Afstaða Bandaríkjamanna til bóluefna, sem áður var ópólitísk, hefur skautast á undanförnum árum, sérstaklega í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Repúblikanar í Bandaríkjunum kepptust þá við að gera lítið úr alvarleika faraldursins og andmæltu sóttvarnaaðgerðum harðlega. Bóluefnin sem komu fljótt fram við Covid-19 urðu þá tortryggileg í augum fjölda stuðningsmanna flokksins og skotspónn ýmsa framandlegra samsæriskenninga. Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Vísindi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Ákvörðun Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherrans, um að reka alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndar um starfshætti við bólusetningar (Acip), virðist í beinni andstöðu við loforð sem hann gaf þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hans sem ráðherra í vetur. Þingmaður repúblikana sem hafði efasemdir um Kennedy en greiddi á endanum atkvæði með skipan hans sagði að hann hefði lofað sér að halda Acip óbreyttu. Kennedy tilkynnti um ákvörðunina í aðsendri grein í Wall Street Journal. Þar hélt hann því fram að hann hefði orðið að reka alla nefndarmennina til þess að sitjandi Bandaríkjaforseti gæti skipað meirihluta í nefndinni strax. Þá sakaði hann nefndarmenn um að eiga í hagsmunaárekstrum og að ráðið samþykkti ný bóluefni gagnrýnislaust. Dæmin sem Kennedy nefndi um hagsmunaárekstra nefndarmanna í ráðinu voru þó öll frá 10. áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að ráðgjafarnefndin sé almennt ekki talin pólitísk. Sitjandi nefndarmenn voru allir skipaðir af Joe Biden, fyrrverandi forseta. Ráðleggingar nefndarinnar móta meðal annars hvers konar bólusetningar sjúkratryggingar greiða fyrir, leiðbeiningar heilsugæslustöðva og opinberar ráðleggingar alríkisstjórnarinnar til almennings. Eykur útbreiðslu sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir Bruce Scott, forseti Læknafélags Bandaríkjanna, segir uppsagnirnar snúa á hvolf gagnsæju ferli sem hafi bjargað ótöldum mannslífum. Þær muni auka útbreiðslu sjúkdóma sem hægt væri að koma í veg fyrir með bóluefnum. Vísaði Scott meðal annars til mislingafaraldurs sem grasserar í Bandaríkjunum og hnignandi bólusetingarhlutfalls bandarískra barna á undanförnum árum. Þrátt fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir veikindi af völdum mislinga með bóluefni hefur bandaríski heilbrigðisráðherrann ekki treyst sér til þess að mæla með því af heilum hug í þeim faraldri sem hefur geisað á sumum stöðum í Bandaríkjunum í ár.AP/Julio Cortez Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður repúblikana sem sagðist hafa fengið loforð frá Kennedy um að hann hróflaði ekki við ráðgjafaráðinu, segist hafa rætt við ráðherrann. Hann ætli að halda því áfram til þess að tryggja að ráðið verði ekki skipað fólki sem veit ekkert um bóluefni annað en efasemdir um þau. Cassidy er sjálfur læknir. Dreifari upplýsingafals og kukls Kennedy, sem upphaflega gat sér orð sem lögmaður í umhverfisrétti, hefur á undanförnum árum fyrst og fremst helgað sig ýmis konar kukli og falsheilbrigðisvísindum. Hann hefur verið áberandi andstæðingur bóluefna og á raunar fjárhagslegra hagsmuna að gæta þar sem hann hefur höfðað nokkur mál á hendur lyfjafyrirtækjum vegna bóluefna. Á meðal ósanninda sem Kennedy hefur farið með um bóluefna eru að þau tengist á einhvern hátt einhverfu. Fullyrðingar um það byggðust á löngu hrakinni grein spillts læknis sem var á endanum dregin til baka. Fjöldi rannsókna hefur síðan staðfest að engin tengsl eru á milli svonefnda MMR-bóluefnis og einhverfu í börnum. Afstaða Bandaríkjamanna til bóluefna, sem áður var ópólitísk, hefur skautast á undanförnum árum, sérstaklega í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Repúblikanar í Bandaríkjunum kepptust þá við að gera lítið úr alvarleika faraldursins og andmæltu sóttvarnaaðgerðum harðlega. Bóluefnin sem komu fljótt fram við Covid-19 urðu þá tortryggileg í augum fjölda stuðningsmanna flokksins og skotspónn ýmsa framandlegra samsæriskenninga.
Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Vísindi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira