Jonny Evans heiðraður fyrir landsleik kvöldsins Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júní 2025 12:33 Jonny Evans spilaði yfir hundrað landsleiki fyrir Norður-Írland. Getty/Charles McQuillan Norður-Írinn Jonny Evans lék á dögunum sinn síðasta fótboltaleik með Manchester United og hefur lagt fótboltaskóna á hilluna. Norður-írska knattspyrnusambandið mun heiðra hann, ásamt annarri hetju, Steven Davis á Windsor Park í kvöld. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Ísland sækir Norður-Íra heim á Windsor Park í Belfast í kvöld og vonast strákarnir okkar til að fylgja eftir góðum 3-1 sigri á Skotum á Hampden Park í Glasgow á föstudagskvöldið var. Áður en leikurinn hefst mun fara fram sérstök heiðursathöfn á vellinum vegna tveggja af betri leikmanna Norður-Írlands síðustu áratugi. Jonny Evans tilkynnti í vikunni að fótboltaskór hans væru á leið upp í hillu en hann spilaði 107 landsleiki fyrir Norður-Írland frá 2006 til 2024. Evans vann þrjá Englandsmeistaratitla með Manchester United, auk fjölda annarra titla, og þá vann hann FA-bikar titil með Leicester 2021. Steven Davis verður einnig heiðraður á Windsor Park í kvöld en hann er leikjahæsti landsliðsmaður norður-írsku þjóðarinnar, með 140 leiki, frá 2005 til 2022. Davis hætti að spila árið 2023 en var frægastur fyrir tíma sinn hjá Rangers og Southampton. Báðir spiluðu þeir með Norður-Írlandi á EM 2016 en það var fyrsta Evrópumótið sem landsliðið tók þátt í. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Norður-Írland Enski boltinn Tengdar fréttir „Við erum fastir í einhverri dýflissu“ Arnar Gunnlaugsson og hans þjálfarateymi hefur haft í nógu að snúast eftir sigurinn góða gegn Skotum á föstudaginn. Hann vonast eftir öðrum sigri gegn Norður-Írum í Belfast í kvöld og segir löngu kominn tíma til að Ísland tengi saman tvo sigra í sama leikjaglugga. 10. júní 2025 08:00 „Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. 9. júní 2025 22:01 Uppgjörið: Skotland - Ísland 1-3 | Fyrsti sigur Arnars Bergmanns við stjörnvölinn hjá íslenska liðinu Ísland bar sigurorð af Skotlandi þegar liðin áttust við í vináttulandsleik í fótbolta karla á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 3-1 íslenska liðinu í vil. 6. júní 2025 20:44 Clarke pirraður og stuttorður í viðtali eftir leik Steve Clarke, þjálfari skoska karlalandsliðsins í fótbolta, hrósaði íslenska liðinu eftir að Skotland laut í gras fyrir Íslandi í vináttulandsleik liðanna á Hampden Park í kvöld. 6. júní 2025 22:05 „Vandræðalegt að fá krampa í bæði læri eftir sextíu mínútur“ Guðlaugur Victor Pálsson innsiglaði sigur íslenska liðsins á Skotum í kvöld þegar hann skoraði þriðja markið með flugskalla. 6. júní 2025 21:58 Elías Rafn: Gaman að spila fyrir landsliðið aftur Elías Rafn Ólafsson stóð sig vel í marki íslenska liðsins í 3-1 sigrinum á Skotum í kvöld. Hann var líka mjög kátur með að fá tækifærið hjá Arnari Gunnlaugssyni. 6. júní 2025 21:33 „Við áttum þennan sigur klárlega skilið“ Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi á bragðið þegar liðið fór með sigur af hólmi í vináttulandsleik sínum við Skotland á Hampden Park í kvöld. 6. júní 2025 21:52 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Ísland sækir Norður-Íra heim á Windsor Park í Belfast í kvöld og vonast strákarnir okkar til að fylgja eftir góðum 3-1 sigri á Skotum á Hampden Park í Glasgow á föstudagskvöldið var. Áður en leikurinn hefst mun fara fram sérstök heiðursathöfn á vellinum vegna tveggja af betri leikmanna Norður-Írlands síðustu áratugi. Jonny Evans tilkynnti í vikunni að fótboltaskór hans væru á leið upp í hillu en hann spilaði 107 landsleiki fyrir Norður-Írland frá 2006 til 2024. Evans vann þrjá Englandsmeistaratitla með Manchester United, auk fjölda annarra titla, og þá vann hann FA-bikar titil með Leicester 2021. Steven Davis verður einnig heiðraður á Windsor Park í kvöld en hann er leikjahæsti landsliðsmaður norður-írsku þjóðarinnar, með 140 leiki, frá 2005 til 2022. Davis hætti að spila árið 2023 en var frægastur fyrir tíma sinn hjá Rangers og Southampton. Báðir spiluðu þeir með Norður-Írlandi á EM 2016 en það var fyrsta Evrópumótið sem landsliðið tók þátt í. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Norður-Írland Enski boltinn Tengdar fréttir „Við erum fastir í einhverri dýflissu“ Arnar Gunnlaugsson og hans þjálfarateymi hefur haft í nógu að snúast eftir sigurinn góða gegn Skotum á föstudaginn. Hann vonast eftir öðrum sigri gegn Norður-Írum í Belfast í kvöld og segir löngu kominn tíma til að Ísland tengi saman tvo sigra í sama leikjaglugga. 10. júní 2025 08:00 „Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. 9. júní 2025 22:01 Uppgjörið: Skotland - Ísland 1-3 | Fyrsti sigur Arnars Bergmanns við stjörnvölinn hjá íslenska liðinu Ísland bar sigurorð af Skotlandi þegar liðin áttust við í vináttulandsleik í fótbolta karla á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 3-1 íslenska liðinu í vil. 6. júní 2025 20:44 Clarke pirraður og stuttorður í viðtali eftir leik Steve Clarke, þjálfari skoska karlalandsliðsins í fótbolta, hrósaði íslenska liðinu eftir að Skotland laut í gras fyrir Íslandi í vináttulandsleik liðanna á Hampden Park í kvöld. 6. júní 2025 22:05 „Vandræðalegt að fá krampa í bæði læri eftir sextíu mínútur“ Guðlaugur Victor Pálsson innsiglaði sigur íslenska liðsins á Skotum í kvöld þegar hann skoraði þriðja markið með flugskalla. 6. júní 2025 21:58 Elías Rafn: Gaman að spila fyrir landsliðið aftur Elías Rafn Ólafsson stóð sig vel í marki íslenska liðsins í 3-1 sigrinum á Skotum í kvöld. Hann var líka mjög kátur með að fá tækifærið hjá Arnari Gunnlaugssyni. 6. júní 2025 21:33 „Við áttum þennan sigur klárlega skilið“ Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi á bragðið þegar liðið fór með sigur af hólmi í vináttulandsleik sínum við Skotland á Hampden Park í kvöld. 6. júní 2025 21:52 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
„Við erum fastir í einhverri dýflissu“ Arnar Gunnlaugsson og hans þjálfarateymi hefur haft í nógu að snúast eftir sigurinn góða gegn Skotum á föstudaginn. Hann vonast eftir öðrum sigri gegn Norður-Írum í Belfast í kvöld og segir löngu kominn tíma til að Ísland tengi saman tvo sigra í sama leikjaglugga. 10. júní 2025 08:00
„Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. 9. júní 2025 22:01
Uppgjörið: Skotland - Ísland 1-3 | Fyrsti sigur Arnars Bergmanns við stjörnvölinn hjá íslenska liðinu Ísland bar sigurorð af Skotlandi þegar liðin áttust við í vináttulandsleik í fótbolta karla á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 3-1 íslenska liðinu í vil. 6. júní 2025 20:44
Clarke pirraður og stuttorður í viðtali eftir leik Steve Clarke, þjálfari skoska karlalandsliðsins í fótbolta, hrósaði íslenska liðinu eftir að Skotland laut í gras fyrir Íslandi í vináttulandsleik liðanna á Hampden Park í kvöld. 6. júní 2025 22:05
„Vandræðalegt að fá krampa í bæði læri eftir sextíu mínútur“ Guðlaugur Victor Pálsson innsiglaði sigur íslenska liðsins á Skotum í kvöld þegar hann skoraði þriðja markið með flugskalla. 6. júní 2025 21:58
Elías Rafn: Gaman að spila fyrir landsliðið aftur Elías Rafn Ólafsson stóð sig vel í marki íslenska liðsins í 3-1 sigrinum á Skotum í kvöld. Hann var líka mjög kátur með að fá tækifærið hjá Arnari Gunnlaugssyni. 6. júní 2025 21:33
„Við áttum þennan sigur klárlega skilið“ Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi á bragðið þegar liðið fór með sigur af hólmi í vináttulandsleik sínum við Skotland á Hampden Park í kvöld. 6. júní 2025 21:52