Dagur gáttaður á Viðskiptaráði: „Leigufélögin eru ekki andskotinn sjálfur“ Agnar Már Másson skrifar 11. júní 2025 12:46 Dagur B. Eggertsson (t.v.) er hneykslaður á Viðskiptaráði, sem hefur kært íslensk stjórnvöld til ESA. Björn Brynjúlfur Björnsson (t.h.), er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð hefur kvartað til ESA þar sem það telur niðurgreiðslur til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga grafa undan samkeppni og jafnræði á húsnæðismarkaði. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segir ólíklegt að hagsmunir fyrirtækja séu fólgnir í verri húsnæðismarkaði. Viðskiptaráð Íslands hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kvörtun vegna þess sem ráðið telur ólögmæta ríkisaðstoð í tengslum við niðurgreiðslur til húsnæðisfélaga á vegum þriðja aðila. Ráðið bendir þar á að íbúðunum væri aðeins úthlutað til umsækjenda í aðild að félögunum sem reka húsnæðisfélögin, í flestum tilfellum verkalýðsfélög „og þannig ekki aðgengilegar öllum almenningi“. Viðskiptaráð beinir til ESA að hefja rannsókn á málinu og beita þeim úrræðum sem stofnuninni eru fær gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Í kvörtuninni er rakið hvernig stjórnvöld veiti húsnæðisfélögum „þríþætta fjárhagslega meðgjöf“ en þar er átt við úthlutunum lóða á undirverði, bein fjárframlög gegnum stofnframlög, og niðurgreidd fasteignalán frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Samanlagt jafngildi meðgjöfin 46% niðurgreiðslu á stofnkostnaði nýrra íbúða, að sögn Viðskiptaráðs. Nú þegar hafi 1.600 íbúðir verið byggðar af húsnæðisfélögum á vegum þriðja aðila. Af 9.250 áformuðum íbúðum sem í Reykjavík á næstu árum eigi 3.070 íbúðir að vera byggðar af húsnæðisfélögum. Áformaðar niðurgreiðslur ríkis og sveitarfélaga nema 64 mö. kr., sem jafngildir 21 m.kr. á hverja nýja íbúð, að sögn Viðskiptaráðs. Að mati Viðskiptaráðs grefur þetta fyrirkomulag undan samkeppni og jafnræði á húsnæðismarkaði. Ráðið telur það uppfylla öll skilyrði EES-samningsins um ólögmæta ríkisaðstoð; að hún sé veitt með opinberum fjármunum, veiti tilteknum aðilum fjárhagslegt forskot, sé sértæk og valdi röskun á samkeppni og geti haft áhrif á viðskipti innan EES svæðisins. Önnur sveitarfélög mættu gyrða sig í brók Dagur segir það ótrúlegt að Viðskiptaráð vegi að óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum og tekur fram að óhagnaðardrifin húsnæisfélög hafi valdið byltingu í húsnæðisöyrggi. Bendir borgarstjórinn fyrrverandi jafnframt á að leigan hjá þeim félögum sé allt að 40% ódýrari en á almenna markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Og þar sem þróun leiguverðs sé nú tekin í ríkari mæli inn í verðbólgumælingar ætti allt samfélagið að hafa hag af því að óhagnaðardrifin félög fái þrifist. „Raunar ættu Viðskiptaráð og allir aðrir að kalla eftir því að önnur sveitarfélög en Reykjavík ættu að girða sig [svo] í brók og úthluta miklu fleiri lóðum til þessara félaga,“ skrifar Dagur og nefnir að uppbygging félaganna byggi á löggjölf að danskri fyrirmynd þar sem slík félög séu kjölfesta á heilbrigðum húsnæðismarkaði. Umræðan á „algjörum villigötum“ „Gleymum því svo ekki að þessi félög eru ekki andskotinn sjálfur heldur eru þetta Bjarg og Bríet, leigufélög verkalýðshreyfingarinnar, Félagsbústaðir og leigufélög sveitarfélaganna, félög stúdenta sem reist hafa stúdentaíbúðir og svo eru þetta íbúðir sem reistar hafa verið fyrir fatlað fólk,“ bætir þingmaðurinn við. Þá beinir þingmaðurinn orðum að Viðskiptaráði og sem hann segir að hafi ítrekað stigið fram og vegið að veigamiklum þáttum og undirstöðum kjarasasamninga og friðar á vinnumarkaði. Aðför að félagslegum lausnum séu af því sauðahúsinu, einsog tillögur um að falla frá hækkun barnabóta. „Ég hef ekki nokkra trú á að fyrirtækin í landinu telji hagsmuni sína fólgna í verri húsnæðismarkaði eða að kjarasamningar rofni í haust,“ skrifar Dagur. „Ég skil ekki þessa leiðangra og óska hér með eftir fundi með stjórn Viðskiptaráðs til að ræða þessi mál. Þessi umræða er á algjörum villigötum.“ Húsnæðismál Reykjavík EFTA Leigumarkaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kvörtun vegna þess sem ráðið telur ólögmæta ríkisaðstoð í tengslum við niðurgreiðslur til húsnæðisfélaga á vegum þriðja aðila. Ráðið bendir þar á að íbúðunum væri aðeins úthlutað til umsækjenda í aðild að félögunum sem reka húsnæðisfélögin, í flestum tilfellum verkalýðsfélög „og þannig ekki aðgengilegar öllum almenningi“. Viðskiptaráð beinir til ESA að hefja rannsókn á málinu og beita þeim úrræðum sem stofnuninni eru fær gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Í kvörtuninni er rakið hvernig stjórnvöld veiti húsnæðisfélögum „þríþætta fjárhagslega meðgjöf“ en þar er átt við úthlutunum lóða á undirverði, bein fjárframlög gegnum stofnframlög, og niðurgreidd fasteignalán frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Samanlagt jafngildi meðgjöfin 46% niðurgreiðslu á stofnkostnaði nýrra íbúða, að sögn Viðskiptaráðs. Nú þegar hafi 1.600 íbúðir verið byggðar af húsnæðisfélögum á vegum þriðja aðila. Af 9.250 áformuðum íbúðum sem í Reykjavík á næstu árum eigi 3.070 íbúðir að vera byggðar af húsnæðisfélögum. Áformaðar niðurgreiðslur ríkis og sveitarfélaga nema 64 mö. kr., sem jafngildir 21 m.kr. á hverja nýja íbúð, að sögn Viðskiptaráðs. Að mati Viðskiptaráðs grefur þetta fyrirkomulag undan samkeppni og jafnræði á húsnæðismarkaði. Ráðið telur það uppfylla öll skilyrði EES-samningsins um ólögmæta ríkisaðstoð; að hún sé veitt með opinberum fjármunum, veiti tilteknum aðilum fjárhagslegt forskot, sé sértæk og valdi röskun á samkeppni og geti haft áhrif á viðskipti innan EES svæðisins. Önnur sveitarfélög mættu gyrða sig í brók Dagur segir það ótrúlegt að Viðskiptaráð vegi að óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum og tekur fram að óhagnaðardrifin húsnæisfélög hafi valdið byltingu í húsnæðisöyrggi. Bendir borgarstjórinn fyrrverandi jafnframt á að leigan hjá þeim félögum sé allt að 40% ódýrari en á almenna markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Og þar sem þróun leiguverðs sé nú tekin í ríkari mæli inn í verðbólgumælingar ætti allt samfélagið að hafa hag af því að óhagnaðardrifin félög fái þrifist. „Raunar ættu Viðskiptaráð og allir aðrir að kalla eftir því að önnur sveitarfélög en Reykjavík ættu að girða sig [svo] í brók og úthluta miklu fleiri lóðum til þessara félaga,“ skrifar Dagur og nefnir að uppbygging félaganna byggi á löggjölf að danskri fyrirmynd þar sem slík félög séu kjölfesta á heilbrigðum húsnæðismarkaði. Umræðan á „algjörum villigötum“ „Gleymum því svo ekki að þessi félög eru ekki andskotinn sjálfur heldur eru þetta Bjarg og Bríet, leigufélög verkalýðshreyfingarinnar, Félagsbústaðir og leigufélög sveitarfélaganna, félög stúdenta sem reist hafa stúdentaíbúðir og svo eru þetta íbúðir sem reistar hafa verið fyrir fatlað fólk,“ bætir þingmaðurinn við. Þá beinir þingmaðurinn orðum að Viðskiptaráði og sem hann segir að hafi ítrekað stigið fram og vegið að veigamiklum þáttum og undirstöðum kjarasasamninga og friðar á vinnumarkaði. Aðför að félagslegum lausnum séu af því sauðahúsinu, einsog tillögur um að falla frá hækkun barnabóta. „Ég hef ekki nokkra trú á að fyrirtækin í landinu telji hagsmuni sína fólgna í verri húsnæðismarkaði eða að kjarasamningar rofni í haust,“ skrifar Dagur. „Ég skil ekki þessa leiðangra og óska hér með eftir fundi með stjórn Viðskiptaráðs til að ræða þessi mál. Þessi umræða er á algjörum villigötum.“
Húsnæðismál Reykjavík EFTA Leigumarkaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira