Ógn loftslagsbreytinga við fæðuöryggi stórlega vanmetin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2025 19:48 Öfgakenndar hitabylgjur stuðla ekki aðeins að fjölgun dauðsfalla heldur geta þær valdið alvarlegum meðgönguvandamálum en yfirvísindaráðgjafi nýrrar evrópskrar nefndar, sem Katrín Jakobsdóttir veitir forystu, segir leiðtoga heimsins vanmeta þau áhrif sem loftslagsbreytingar komi til með að hafa á fæðuöryggi. Ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar á vegum Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar efndi til blaðamannafundar í Björtuloftum í morgun. Hópnum er ætlað að meta áhrif loftslagsbreytinga á heilsu manna og skila af sér tillögum sem evrópsk stjórnvöld geta nýtt sér til að verja lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra leiðir vinnuna en hún segir lýðheilsu og loftslagsmál nátengd. „Það sem ég hef verið að læra í undirbúningi fyrir þennan dag og upphaf þessarar nefndar er hversu nátengt þetta er; hvað loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hversu mikilvægt það er að við bregðumst við, ekki bara vegna loftslagsbreytinganna í sjálfu sér heldur líka vegna þessara afleiddu áhrifa sem við erum að sjá um allan heim,“ segir Katrín sem finnur sig vel í þessu nýja hlutverki þar sem heilbrigðismál og loftslagsmál fléttast böndum. Sir Andrews Haines, yfirvísindaráðgjafi nefndarinnar, segir loftslagsbreytingar ógn við heilsu og velferð manna. Öfgakenndar hitabylgjur valdi aukinni dánartíðni og geti haft alvarleg áhrif á meðgöngu. „Það getur haft skaðleg áhrif á þróun meðgöngu, t.d. fyrirburafæðingu og andvanafæðingu, ef hiti fer yfir tiltekið hitastig, sem er breytilegt eftir því hvar í heiminum maður er.“ Hann telur að áhrif loftslagsbreytinga á fæðukerfið séu allt of vanmetin. „Ég tel að þau geti verið meðal þeirra alvarlegustu. Við vitum að loftslagsbreytingar hafa áhrif á framleiðni við ræktun nytjajurta og búfjár um allan heim þannig að þær hafa áhrif á fæðuöryggi okkar og næringarinnihald fæðu. Þetta gæti þýtt að fæðukeðjur okkar og aðfangakeðjur, þar á meðal í löndum eins og Íslandi, gætu verið í hættu. Því tel ég að matvæla- og landbúnaðarkerfið sé afar mikilvægt við mat á heilsufarslegum áhrifum loftslagsbreytinga.“ Katrín hefur mikla trú á nefndinni og að hún muni skila gagnlegum tillögum sem leiðtogar Evrópu geti innleitt í lög og stefnumörkun. „Ég er auðvitað mjög stolt af því að taka á móti þeim hérna á Íslandi og ég vona að það verði öllum nefndarmönnum innblástur að fá að vera hér í dag.“ Loftslagsmál Heilbrigðismál Katrín Jakobsdóttir Tengdar fréttir Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11. júní 2025 13:32 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar á vegum Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar efndi til blaðamannafundar í Björtuloftum í morgun. Hópnum er ætlað að meta áhrif loftslagsbreytinga á heilsu manna og skila af sér tillögum sem evrópsk stjórnvöld geta nýtt sér til að verja lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra leiðir vinnuna en hún segir lýðheilsu og loftslagsmál nátengd. „Það sem ég hef verið að læra í undirbúningi fyrir þennan dag og upphaf þessarar nefndar er hversu nátengt þetta er; hvað loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hversu mikilvægt það er að við bregðumst við, ekki bara vegna loftslagsbreytinganna í sjálfu sér heldur líka vegna þessara afleiddu áhrifa sem við erum að sjá um allan heim,“ segir Katrín sem finnur sig vel í þessu nýja hlutverki þar sem heilbrigðismál og loftslagsmál fléttast böndum. Sir Andrews Haines, yfirvísindaráðgjafi nefndarinnar, segir loftslagsbreytingar ógn við heilsu og velferð manna. Öfgakenndar hitabylgjur valdi aukinni dánartíðni og geti haft alvarleg áhrif á meðgöngu. „Það getur haft skaðleg áhrif á þróun meðgöngu, t.d. fyrirburafæðingu og andvanafæðingu, ef hiti fer yfir tiltekið hitastig, sem er breytilegt eftir því hvar í heiminum maður er.“ Hann telur að áhrif loftslagsbreytinga á fæðukerfið séu allt of vanmetin. „Ég tel að þau geti verið meðal þeirra alvarlegustu. Við vitum að loftslagsbreytingar hafa áhrif á framleiðni við ræktun nytjajurta og búfjár um allan heim þannig að þær hafa áhrif á fæðuöryggi okkar og næringarinnihald fæðu. Þetta gæti þýtt að fæðukeðjur okkar og aðfangakeðjur, þar á meðal í löndum eins og Íslandi, gætu verið í hættu. Því tel ég að matvæla- og landbúnaðarkerfið sé afar mikilvægt við mat á heilsufarslegum áhrifum loftslagsbreytinga.“ Katrín hefur mikla trú á nefndinni og að hún muni skila gagnlegum tillögum sem leiðtogar Evrópu geti innleitt í lög og stefnumörkun. „Ég er auðvitað mjög stolt af því að taka á móti þeim hérna á Íslandi og ég vona að það verði öllum nefndarmönnum innblástur að fá að vera hér í dag.“
Loftslagsmál Heilbrigðismál Katrín Jakobsdóttir Tengdar fréttir Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11. júní 2025 13:32 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11. júní 2025 13:32