Bandarískar herstöðvar verða reistar í Danmörku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 06:51 Bandaríkjamenn munu fara með lögsögu á herstöðvum sínum á Jótlandi. AP/Emil Nicolai Helms Stór meirihluti á danska þinginu samþykkti í gær að rýmka rétt Bandaríkjanna til hernaðarlegrar viðveru í Danmörku. Bandaríkjamenn munu fara með lögsögu yfir hermönnum sínum í Danmörku og hafa aðgang að þremur flugherstöðvum á Jótlandi. Samkvæmt umfjöllun Politiken munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir hermönnum sem hafa viðveru í herstöðvum í Danmörku en Danir reka flugherstöðvar í Skydstrup, Karup og Álaborg. Samstarfssamningurinn við Bandaríkjaher hefur legið fyrir frá því í desember 2023 samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Samningnum samkvæmt hafa Bandaríkin rétt á að hafa viðveru í völdum herstöðvum, geyma þar hernaðarbúnað og þjálfa hermenn. Hann gefur Bandaríkjamönnum einnig leyfi til að reka þrjár flugherstöðvar á áðurnefndum stöðum á Jótlandi. Hermenn sem hafa viðveru á fyrrnefndum herstöðvum lúta bandarískum lögum. Bandaríkin sjá þannig um að ákæra hermenn fremji þeir glæpi í Danmörku. Samningurinn gildir til tíu ára. Svik við dönsku þjóðina Mikil umræða hefur verið í Danmörku nýverið samningsins vegna og hefur gagnrýni á hann verið óvægin. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, segir samninginn þjóðhættulegan. „Þetta er samningur sem gerir það að verkum að það verði svæði í Danmörku sem lúti bandarískum lögum. Þar sem dönsk yfirvöld ráða ekki. Og þar sem illa getur verið farið með fanga,“ sagði hann á danska þinginu í gær. „Þetta eru gríðarleg svik við dönsku þjóðina,“ sagði hann. Það voru aðeins fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins sem greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins, ásamt utanflokkaþingmönnunum Theresu Scavenius og Jeppe Søe. Samkvæmt Politiken hafa fulltrúar SF verið gagnrýnir á samninginn en enduðu á því að greiða atkvæði með gildistöku hans. Mikilvægt að þétta raðirnar Mette Frederiksen forsætisráðherra segir afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkjunum sérstaklega á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Fulltrúar Enhedslisten og Alternativet hafa haldið því fram að það fullveldisafsal sem samningurinn feli í sér sé brot á stjórnarskrá Danmerkur. Ríkisstjórnarliðar segja það af og frá. „Í matinu er lögð áhersla á að dönsk yfirvöld beri aðalábyrgð á öryggi, bæði á og utan þeirra mannvirkja sem samingurinn nær til,“ er haft eftir Peter Danmörk Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hernaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Politiken munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir hermönnum sem hafa viðveru í herstöðvum í Danmörku en Danir reka flugherstöðvar í Skydstrup, Karup og Álaborg. Samstarfssamningurinn við Bandaríkjaher hefur legið fyrir frá því í desember 2023 samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Samningnum samkvæmt hafa Bandaríkin rétt á að hafa viðveru í völdum herstöðvum, geyma þar hernaðarbúnað og þjálfa hermenn. Hann gefur Bandaríkjamönnum einnig leyfi til að reka þrjár flugherstöðvar á áðurnefndum stöðum á Jótlandi. Hermenn sem hafa viðveru á fyrrnefndum herstöðvum lúta bandarískum lögum. Bandaríkin sjá þannig um að ákæra hermenn fremji þeir glæpi í Danmörku. Samningurinn gildir til tíu ára. Svik við dönsku þjóðina Mikil umræða hefur verið í Danmörku nýverið samningsins vegna og hefur gagnrýni á hann verið óvægin. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, segir samninginn þjóðhættulegan. „Þetta er samningur sem gerir það að verkum að það verði svæði í Danmörku sem lúti bandarískum lögum. Þar sem dönsk yfirvöld ráða ekki. Og þar sem illa getur verið farið með fanga,“ sagði hann á danska þinginu í gær. „Þetta eru gríðarleg svik við dönsku þjóðina,“ sagði hann. Það voru aðeins fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins sem greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins, ásamt utanflokkaþingmönnunum Theresu Scavenius og Jeppe Søe. Samkvæmt Politiken hafa fulltrúar SF verið gagnrýnir á samninginn en enduðu á því að greiða atkvæði með gildistöku hans. Mikilvægt að þétta raðirnar Mette Frederiksen forsætisráðherra segir afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkjunum sérstaklega á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Fulltrúar Enhedslisten og Alternativet hafa haldið því fram að það fullveldisafsal sem samningurinn feli í sér sé brot á stjórnarskrá Danmerkur. Ríkisstjórnarliðar segja það af og frá. „Í matinu er lögð áhersla á að dönsk yfirvöld beri aðalábyrgð á öryggi, bæði á og utan þeirra mannvirkja sem samingurinn nær til,“ er haft eftir Peter
Danmörk Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hernaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira