Myndir þú hætta að flokka ruslið? – Sjálfbærni er ekki tíska Helga Björg Steinþórsdóttir og Eva Magnúsdóttir skrifa 13. júní 2025 07:02 Fyrirtæki þurfa að uppfylla væntingar nútímans – sjálfbærni er ekki valkostur heldur forsenda samkeppnishæfni, trausts og verðmætasköpunar til framtíðar. Myndir þú hætta að flokka ruslið – bara af því að enginn væri að fylgjast með?Myndir þú henda öllu í sama poka, þótt þú vissir að áhrifin lentu á afkomendum þínum síðar? Líkindin við sjálfbærni í atvinnulífinu eru sláandi. Við sem einstaklingar höfum innleitt sjálfbærar venjur: við flokkum, förum sparlega með vatn, reynum að velja vistvænt. Þetta hefur orðið hluti af daglegu lífi – jafnvel þótt enginn sé að telja stig eða verðlauna okkur fyrir það. Hvers vegna? Vegna þess að við vitum að það skiptir máli. En þegar kemur að fyrirtækjum virðist sami skilningur oft gleymast. Þar er sjálfbærni enn of oft sett í aukahlutverk – sem hluti af markaðsefni eða ársskýrslu – ekki sem kjarninn í stefnu og ákvörðunum. Við trúum því að þetta sé stærsta vanmetna viðskiptatækifæri samtímans. Fyrirtæki eru undir smásjá – og kröfurnar aukast Fyrirtæki eru hluti af vistkerfi Fyrirtæki í dag starfa ekki í tómarúmi. Þau eru hluti af vistkerfi þar sem viðskiptavinir, fjárfestar, starfsmenn og stjórnvöld gera auknar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og sjálfbærni. Að bregðast við þessum væntingum er ekki valkostur – það er spurning um samkeppnishæfni. Ef fyrirtæki hætta að flokka, mæla, stýra og skýra sjálfbærni sína – þá taka aðrir eftir því. Og þeir velja kannski eitthvað annað. Ábyrg sjálfbærnivegferð er ekki bara samviskuspurning – hún er samningsatriði. Viðskiptasamningar, fjármögnunarskilmálar og birgjarásir eru sífellt meira mótaðar af sjálfbærnimati. Fyrirtæki sem slaka á í þessum efnum geta staðið frammi fyrir því að vera útilokuð – ekki af því að þau séu vond, heldur af því að þau standast ekki væntingar. Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár. Sjálfbærni er að taka ákvarðanir sem endurspegla veruleikann – ekki bara bókhaldið. Hún er að skapa verðmæti sem endast. Hún er að hugsa út fyrir fjórðungsuppgjör og inn í framtíð sem fólk vill vera hluti af. Við höfum unnið með fjölmörgum konum í atvinnulífinu sem eru tilbúnar til þess að taka þátt í að móta nýja hugsun, að verða „áhrifavaldar í sjálfbærni". Við sjáum að það sem þarf er hvorki fleiri skýrslur né fögur fyrirheit – heldur fólk með hugrekki til þess að láta sjálfbærni móta stefnu í stað þess að vera í fylgd með henni. Svo við spyrjum aftur: Myndir þú hætta að flokka ruslið ef það væri ekki lengur „vænt“? Þá spyrjum við líka: Af hverju ætti fyrirtæki þitt að slaka á sjálfbærnivegferðinni – þegar framtíðin liggur í gegnum hana? Höfundar eru Helga Björg Steinþórsdóttir –FKA kona og meðstofnandi AwareGO og Eva Magnúsdóttir – FKA kona og framkvæmdastjóri Podium. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Sjálfbærni Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtæki þurfa að uppfylla væntingar nútímans – sjálfbærni er ekki valkostur heldur forsenda samkeppnishæfni, trausts og verðmætasköpunar til framtíðar. Myndir þú hætta að flokka ruslið – bara af því að enginn væri að fylgjast með?Myndir þú henda öllu í sama poka, þótt þú vissir að áhrifin lentu á afkomendum þínum síðar? Líkindin við sjálfbærni í atvinnulífinu eru sláandi. Við sem einstaklingar höfum innleitt sjálfbærar venjur: við flokkum, förum sparlega með vatn, reynum að velja vistvænt. Þetta hefur orðið hluti af daglegu lífi – jafnvel þótt enginn sé að telja stig eða verðlauna okkur fyrir það. Hvers vegna? Vegna þess að við vitum að það skiptir máli. En þegar kemur að fyrirtækjum virðist sami skilningur oft gleymast. Þar er sjálfbærni enn of oft sett í aukahlutverk – sem hluti af markaðsefni eða ársskýrslu – ekki sem kjarninn í stefnu og ákvörðunum. Við trúum því að þetta sé stærsta vanmetna viðskiptatækifæri samtímans. Fyrirtæki eru undir smásjá – og kröfurnar aukast Fyrirtæki eru hluti af vistkerfi Fyrirtæki í dag starfa ekki í tómarúmi. Þau eru hluti af vistkerfi þar sem viðskiptavinir, fjárfestar, starfsmenn og stjórnvöld gera auknar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og sjálfbærni. Að bregðast við þessum væntingum er ekki valkostur – það er spurning um samkeppnishæfni. Ef fyrirtæki hætta að flokka, mæla, stýra og skýra sjálfbærni sína – þá taka aðrir eftir því. Og þeir velja kannski eitthvað annað. Ábyrg sjálfbærnivegferð er ekki bara samviskuspurning – hún er samningsatriði. Viðskiptasamningar, fjármögnunarskilmálar og birgjarásir eru sífellt meira mótaðar af sjálfbærnimati. Fyrirtæki sem slaka á í þessum efnum geta staðið frammi fyrir því að vera útilokuð – ekki af því að þau séu vond, heldur af því að þau standast ekki væntingar. Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár. Sjálfbærni er að taka ákvarðanir sem endurspegla veruleikann – ekki bara bókhaldið. Hún er að skapa verðmæti sem endast. Hún er að hugsa út fyrir fjórðungsuppgjör og inn í framtíð sem fólk vill vera hluti af. Við höfum unnið með fjölmörgum konum í atvinnulífinu sem eru tilbúnar til þess að taka þátt í að móta nýja hugsun, að verða „áhrifavaldar í sjálfbærni". Við sjáum að það sem þarf er hvorki fleiri skýrslur né fögur fyrirheit – heldur fólk með hugrekki til þess að láta sjálfbærni móta stefnu í stað þess að vera í fylgd með henni. Svo við spyrjum aftur: Myndir þú hætta að flokka ruslið ef það væri ekki lengur „vænt“? Þá spyrjum við líka: Af hverju ætti fyrirtæki þitt að slaka á sjálfbærnivegferðinni – þegar framtíðin liggur í gegnum hana? Höfundar eru Helga Björg Steinþórsdóttir –FKA kona og meðstofnandi AwareGO og Eva Magnúsdóttir – FKA kona og framkvæmdastjóri Podium.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun