Æðstiklerkurinn hótar hefndum og drónaárásir eru hafnar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. júní 2025 07:18 Ayatollah Ali Khameini hótar grimmilegum hefndum. AP Photo/Muhammad Sajjad) Æðstiklerkur Írana, Ayjatollah Ali Khameini, lofar því að Ísraelum verði harðlega refsað fyrir hinar umfangsmiklu árásir sem gerðar voru á fjölmörg skotmörk í Íran í nótt. Nú þegar hafa borist fregnir af umfangsmiklum drónaárásum á Ísrael en drónarnir virðast ekki hafa komist í gegnum loftvarnakerfi ísraelska hersins, enn sem komið er hið minnsta. Ali Khameini hótaði Bandaríkjamönnum einnig hefndum en stjórnvöld þar vestra hafna því alfarið að hafa komið að árásinni með nokkrum hætti og segja Ísraela hafa verið eina að verki. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir á skotmörk í Íran í nótt á að minnsta kosti fjórum stöðum í landinu Sprengingar heyrðust víða um höfuðborgina Teheran og þá segjast Ísraelar hafa ráðist að hernaðarlegum skotmörkum og á svæði þar sem Íranir hafa verið að þróa kjarnorkuáætlun sína. Enn er margt á huldu um hvað gerðist í nótt en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hafi verið að rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir voru að auðga úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldlauga. Einnig var ráðist að nokkrum af æðstu herforingjum Írana og einnig að helstu sérfræðingum Írana á sviði kjarnorku. Á meðal skotmarka voru íbúðarblokkir eins og þessi í norðurhluta Teheran, en einnig herstöðvar og rannsóknastofur.AP Photo/Vahid Salemi AP fréttaveitan segir að talið sé að Hossein Salami, yfirmaður Íranska byltingarvarðarins, skæðustu hersveita Írans sé á meðal hinna föllnu og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs Íranska hersins. Viðræður milli Írana og Bandaríkjamanna varðandi kjarnorkuáætlun þeirra fyrrnefndu hafa verið í gangi í nokkurn tíma en í vikunni bárust þær fregnir að þær viðræður hafi siglt í strand. Í gær var svo greint frá því að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að flytja sendiráðstarfsfólk frá Bagdad, höfuðborg Íraks, þar sem óttast væri að Ísraelar væru að undirbúa árás á Íran. Árásir næturinnar hafa að sjálfsögðu stóraukið spennuna í Miðausturlöndum og hafa nágrannaríkin mörg hver annað hvort fordæmt árásirnar eða hvatt til stillingar. Það hafa helstu þjóðarleiðtogar heims einnig gert sem og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Íran Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árásir á Íran Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. 13. júní 2025 00:44 Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. 12. júní 2025 11:55 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Nú þegar hafa borist fregnir af umfangsmiklum drónaárásum á Ísrael en drónarnir virðast ekki hafa komist í gegnum loftvarnakerfi ísraelska hersins, enn sem komið er hið minnsta. Ali Khameini hótaði Bandaríkjamönnum einnig hefndum en stjórnvöld þar vestra hafna því alfarið að hafa komið að árásinni með nokkrum hætti og segja Ísraela hafa verið eina að verki. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir á skotmörk í Íran í nótt á að minnsta kosti fjórum stöðum í landinu Sprengingar heyrðust víða um höfuðborgina Teheran og þá segjast Ísraelar hafa ráðist að hernaðarlegum skotmörkum og á svæði þar sem Íranir hafa verið að þróa kjarnorkuáætlun sína. Enn er margt á huldu um hvað gerðist í nótt en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hafi verið að rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir voru að auðga úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldlauga. Einnig var ráðist að nokkrum af æðstu herforingjum Írana og einnig að helstu sérfræðingum Írana á sviði kjarnorku. Á meðal skotmarka voru íbúðarblokkir eins og þessi í norðurhluta Teheran, en einnig herstöðvar og rannsóknastofur.AP Photo/Vahid Salemi AP fréttaveitan segir að talið sé að Hossein Salami, yfirmaður Íranska byltingarvarðarins, skæðustu hersveita Írans sé á meðal hinna föllnu og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs Íranska hersins. Viðræður milli Írana og Bandaríkjamanna varðandi kjarnorkuáætlun þeirra fyrrnefndu hafa verið í gangi í nokkurn tíma en í vikunni bárust þær fregnir að þær viðræður hafi siglt í strand. Í gær var svo greint frá því að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að flytja sendiráðstarfsfólk frá Bagdad, höfuðborg Íraks, þar sem óttast væri að Ísraelar væru að undirbúa árás á Íran. Árásir næturinnar hafa að sjálfsögðu stóraukið spennuna í Miðausturlöndum og hafa nágrannaríkin mörg hver annað hvort fordæmt árásirnar eða hvatt til stillingar. Það hafa helstu þjóðarleiðtogar heims einnig gert sem og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Íran Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árásir á Íran Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. 13. júní 2025 00:44 Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. 12. júní 2025 11:55 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Ísraelar gera árásir á Íran Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. 13. júní 2025 00:44
Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. 12. júní 2025 11:55