Segir klerkastjórninni að semja áður en það „verður of seint“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2025 11:09 Tvær af herþotunum sem Ísraelar hafa notast við til árásanna og til að verjast sjálfsprengidrónum frá Íran. Ísraelski herinn Ísraelski herinn hefur haldið árásum á Íran áfram í dag með árásum á kjarnorkurannsóknarstöðvar og yfirmenn herafla Íran. Áður en árásirnar hófust í gær notuðu útsendarar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, sjálfsprengidróna gegn loftvarnarkerfum í Íran og grófu þannig undan vörnum landsins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að klerkastjórnin verði að gera samkomulag um kjarnorkurannsóknir þeirra, áður en það verði of seint. Árásirnar á landið muni eingöngu verða umfangsmeiri. Árásir Ísraela í dag hafa meðal annars beinst að hátt settum mönnum í herafla Íran, eins og árásirnar í nótt gerðu einnig. Margir af æðstu leiðtogum hers landsins og byltingarvarðarins, auk kjarnorkuvísindamanna, eru sagðir liggja í valnum en klerkastjórnin hefur lítið staðfest í þessum efnum. Ísraelar segjast í morgun hafa fellt marga af æðstu leiðtogum flughers Íran þegar þeir komu saman á fundi í neðanjarðarbyrgi. Amir Ali Hajizadeh, æðsti yfirmaður fluhersins, er sagður hafa verið í byrginu. Einn talsmanna hersins segir árásirnar eingöngu vera að hefjast og að enn sé búist við miklum viðbrögðum frá Íran. Árásir á kjarnorkuvopnaáætlun Íran Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði í gærmorgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. Sjá einnig: Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Þó nokkrar árásir virðast hafa verið gerðar á kjarnorkurannsóknarstöðina í Natanz, en hún er sú stærsta sinnar tegundar í Íran. Ísralear birtu í morgun myndband sem á að vera af þeirri rannsóknarstöð. IDF publishes a video claiming to show the "3D illustration of the uranium enrichment site in the Natanz area." pic.twitter.com/MimhkvdXps— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Ayjatollah Ali Khameini, æðstiklerkur Íran, hefur heitið hefndum gegn Ísrael og sagt að Ísraelar muni gjalda fyrir árásirnar. Shahed-sjálfsprengidrónum hefur verið flogið frá Íran í átt að Ísrael en þeir virðast hafa verið skotnir niður. Sjá einnig: Æðstiklerkurinn hótar hefndum og drónaárásir eru hafnar Forsvarsmenn Mossad, leyniþjónustu Ísrael, birtu í morgun myndbönd sem sýna útsendara stofnunarinnar í Íran. Þar notuðu þeir smáa sjálfsprengidróna til að granda loftvarnarkerfum áður en árásirnar hófust í gær. Drónarnir voru einnig notaðir gegn skotflaugum sem Íran hefði getað skotið að Ísrael. Þessar aðgerðir eru sagðar hafa grafið undan vörnum Íran fyrir árásirnar í gærkvöldi. The Mossad spy agency reveals footage showing its actions against Iranian air defenses and ballistic missile launchers in Iran this morning.According to an Israeli official, the Mossad built a secret explosive drone base in Iran for this morning's operation.The drones were… pic.twitter.com/JYJWBV82fg— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 „Þeir eru allir fallnir núna“ Donald Trump sagði á dögunum að hann vildi ekki að Ísraelar gerðu árásir á Íran og vildi frekar láta reyna frekar á samningaviðræður til að koma böndum á kjarnorkvuopnaáætlun klerkastjórnarinnar. Tóninn í Trump breyttist töluvert á allra síðustu dögum og gaf hann til kynna að hann hefði ekki mikla trú á því að viðræður myndu bera árangur. Hann skrifaði svo í morgun á Truth Social, samfélagsmiðil sinn, að hann hefði itrekað gefið Írönum tækifæri til að semja en það hafi ekki borið árangur. „Ég sagði þeim að þetta gæti orðið mun verra en þeir hafa áður þekkt, búist við eða verið sagt, að Bandaríkin framleiði bestu og bannvænustu hergögn heimsins og að Ísraelar ættu mikið af þeim. Og þeir kunna svo sannarlega að nota þau,“ skrifaði Trump. Hann sagði ákveðna harðlínumenn hafa talað af hugrekki en þeir hafi ekki áttað sig á því sem væri í vændum. „Þeir eru allir fallnir núna og þetta mun eingöngu versna,“ skrifaði Trump. Hann sagði að enn væri þó hægt að binda enda á „þessa slátrun“. Íranar yrðu að semja. „GERIÐ ÞAÐ, ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR OF SEINT.“ Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að klerkastjórnin verði að gera samkomulag um kjarnorkurannsóknir þeirra, áður en það verði of seint. Árásirnar á landið muni eingöngu verða umfangsmeiri. Árásir Ísraela í dag hafa meðal annars beinst að hátt settum mönnum í herafla Íran, eins og árásirnar í nótt gerðu einnig. Margir af æðstu leiðtogum hers landsins og byltingarvarðarins, auk kjarnorkuvísindamanna, eru sagðir liggja í valnum en klerkastjórnin hefur lítið staðfest í þessum efnum. Ísraelar segjast í morgun hafa fellt marga af æðstu leiðtogum flughers Íran þegar þeir komu saman á fundi í neðanjarðarbyrgi. Amir Ali Hajizadeh, æðsti yfirmaður fluhersins, er sagður hafa verið í byrginu. Einn talsmanna hersins segir árásirnar eingöngu vera að hefjast og að enn sé búist við miklum viðbrögðum frá Íran. Árásir á kjarnorkuvopnaáætlun Íran Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði í gærmorgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. Sjá einnig: Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Þó nokkrar árásir virðast hafa verið gerðar á kjarnorkurannsóknarstöðina í Natanz, en hún er sú stærsta sinnar tegundar í Íran. Ísralear birtu í morgun myndband sem á að vera af þeirri rannsóknarstöð. IDF publishes a video claiming to show the "3D illustration of the uranium enrichment site in the Natanz area." pic.twitter.com/MimhkvdXps— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Ayjatollah Ali Khameini, æðstiklerkur Íran, hefur heitið hefndum gegn Ísrael og sagt að Ísraelar muni gjalda fyrir árásirnar. Shahed-sjálfsprengidrónum hefur verið flogið frá Íran í átt að Ísrael en þeir virðast hafa verið skotnir niður. Sjá einnig: Æðstiklerkurinn hótar hefndum og drónaárásir eru hafnar Forsvarsmenn Mossad, leyniþjónustu Ísrael, birtu í morgun myndbönd sem sýna útsendara stofnunarinnar í Íran. Þar notuðu þeir smáa sjálfsprengidróna til að granda loftvarnarkerfum áður en árásirnar hófust í gær. Drónarnir voru einnig notaðir gegn skotflaugum sem Íran hefði getað skotið að Ísrael. Þessar aðgerðir eru sagðar hafa grafið undan vörnum Íran fyrir árásirnar í gærkvöldi. The Mossad spy agency reveals footage showing its actions against Iranian air defenses and ballistic missile launchers in Iran this morning.According to an Israeli official, the Mossad built a secret explosive drone base in Iran for this morning's operation.The drones were… pic.twitter.com/JYJWBV82fg— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 „Þeir eru allir fallnir núna“ Donald Trump sagði á dögunum að hann vildi ekki að Ísraelar gerðu árásir á Íran og vildi frekar láta reyna frekar á samningaviðræður til að koma böndum á kjarnorkvuopnaáætlun klerkastjórnarinnar. Tóninn í Trump breyttist töluvert á allra síðustu dögum og gaf hann til kynna að hann hefði ekki mikla trú á því að viðræður myndu bera árangur. Hann skrifaði svo í morgun á Truth Social, samfélagsmiðil sinn, að hann hefði itrekað gefið Írönum tækifæri til að semja en það hafi ekki borið árangur. „Ég sagði þeim að þetta gæti orðið mun verra en þeir hafa áður þekkt, búist við eða verið sagt, að Bandaríkin framleiði bestu og bannvænustu hergögn heimsins og að Ísraelar ættu mikið af þeim. Og þeir kunna svo sannarlega að nota þau,“ skrifaði Trump. Hann sagði ákveðna harðlínumenn hafa talað af hugrekki en þeir hafi ekki áttað sig á því sem væri í vændum. „Þeir eru allir fallnir núna og þetta mun eingöngu versna,“ skrifaði Trump. Hann sagði að enn væri þó hægt að binda enda á „þessa slátrun“. Íranar yrðu að semja. „GERIÐ ÞAÐ, ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR OF SEINT.“
Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira