Hvernig eiga umsækjendur í opinbera sjóði að fylgja forsendum sem eru þversagnakenndar? Bogi Ragnarsson skrifar 20. júní 2025 07:01 Í kjölfar síðustu greina um styrkumsóknir í Þróunarsjóð námsgagna hafa borist fjölbreytt og gagnleg viðbrögð. Fjölmargir hafa lýst yfir stuðningi við kröfuna um aukið gagnsæi og betra aðgengi að faglegum stuðningi fyrir þá sem sækja um í sjóðinn. Þar má nefna færslu – frá sérfræðingi sem kom að vinnustofu fyrir umsækjendur í sjóðinn og vísar til atriða sem komu fram hjá fulltrúum sjóðsins. Þar kom fram að sjóðurinn leggi áherslu á að kostnaðaráætlanir séu raunsæjar og varaði sérstaklega við því að setja fram of lágt launaviðmið fyrir mikla vinnu. Samhliða þessu vakna spurningar um eðli matsins sjálfs og forsendur sjóðsins. Ef verkefni sem hefur verið í þróun í meira en áratug, með þúsundir klukkustunda í kennslufræðilegri vinnu, er talið óstyrkhæft – jafnvel þótt það sé þegar notað í skólum og hafi verið kynnt opinberlega – hverjar eru þá raunverulegar forsendur fyrir styrk? Eitt lykilatriði sem kom fram í færslu sérfræðingsins var að ef umsækjandi hefur þegar þróað efni að stórum hluta, jafnvel án launa og setur fram hóflega kostnaðaráætlun til að ljúka útgáfu eða miðlun – þá sé það talið óraunhæft og því síður styrkhæft. Í staðinn njóti „hófleg verkefni“ – sem ekki eru enn hafin – frekar stuðnings. En hér liggur rökfræðileg mótsögn sem vert er að skoða nánar. Hvernig getur það talist ólíklegra að verkefni sem hefur þegar verið þróað – og notað í skólum – verði að veruleika en verkefni sem enn er aðeins hugmynd? Í tilviki verkefnisins hafði verið unnin víðtæk kennslufræðileg þróun, fyrirtæki stofnað, efnið kynnt opinberlega og skólar þegar farið að nýta það. Samt virðist kostnaðaráætlun – sem miðaðist við hóflega fjárþörf til að tryggja aðgengi og áframhaldandi þróun – hafa mögulega verið álitin of lág. En hefði áætlunin verið hærri miðað við raunverulega fjárþörf eða kostnað verkefnisins, hefði hún jafnframt farið fram úr hámarksstyrk og einnig talist óraunhæf. Þá skapast sú mótsögn að umsókn getur verið hafnað bæði fyrir að vera of dýr og of ódýr – eftir því hvernig hún er túlkuð eða ef hámarksstyrkir nái ekki utan um umfang umsóknarinnar. Ef þetta eru raunverulegar forsendur matsins – að verkefni sem hefur verið þróað sjálfstætt og faglega eigi minni möguleika á styrk en óútfærðar hugmyndir – þá verður að ræða þær opinberlega. Slíkar forsendur valda því að frumkvæði og fagmennska kennara er metin að verðleikum aðeins ef hún fellur að forsendum – en ekki út frá raunverulegum gæðum verkefnisins. Þetta setur auknar kröfur á stjórnvöld að setja lög sem tryggja að settir séu upp matskvarðar sem farið er eftir og nái utan um mismunandi þróunarverkefni og forsendurnar séu ígrundaðar og nái utan um markmið. Jafnframt að einhver eftirfylgni sé til staðar til þess að meta árangur verkefnisins. Þróunarverkefni verða oft til í grasrót kennara, án formlegs stuðnings í upphafi. Þegar umsókn er lögð fram eftir margra ára vinnu – til að ljúka útgáfu eða tryggja víðtækt aðgengi – ætti það að teljast styrkhæf með jákvæðum formerkjum. En núverandi kerfi virðist líta svo á að slík verkefni passi ekki í styrkjaformúlu sjóðsins og eigi þess vegna síður erindi – jafnvel þótt þau séu nær fullunnin, faglega vönduð og sannað notagildi í skólum. Þetta endurspeglast í því að þróunarsjóðurinn virðist fremur styðja fjölmörg smærri verkefni sem oft er erfitt að meta eða fylgja eftir – fremur en að veita raunverulegan stuðning við metnaðarfull og samfelld verkefni. Í umræðum um fyrri greinar benti dósent við Menntavísindasvið HÍ m.a. á að áhersla virðist liggja í að „dreifa smáum styrkjum vítt og breitt“, fremur en að efla faglega útgáfu námsefnis með fræðilegri undirstöðu og eftirfylgni. Ef markmið nýrra laga um námsgögn er að efla vönduð og aðgengileg námsgögn, þarf að stórefla ekki aðeins fjárveitingar – heldur einnig matsferlið sjálft. Greinargóður rökstuðningur byggður á formlegum matsviðmiðum sjóðsins þarf að fylgja öllum höfnunum samkvæmt skýrum matsviðmiðum og áherslan þarf að færast frá formi yfir í faglegt innihald og áhrif. Þá má sjóðurinn ekki bara meta hvort umsækjandi kann töfraformúluna – heldur hvort verkefnið sem hann skilar hefur faglegt gildi, raunverulega nýtingu og möguleika á víðtækum áhrifum í skólasamfélaginu. Þannig verða vinnustofur fyrir umsækjendur skilvirkari og taka mið af forsendum sem styðja við öflug þróunarverkefni – stór og smá. Það sem skiptir mestu máli í þessari umræðu er að forsendur sjóðsins sjálfs eru ekki í röklegu samhengi. Samkvæmt sérfræðingnum sem vísað er til að ofan eiga umsækjendur að laga sig að ákveðnum forsendum, en þessar forsendur eru í eðli sínu ósamræmanlegar og ekki til þess fallnar að styðja raunverulega þróun námsefnis. Þegar umsókn getur bæði verið sögð of lágt verðmetin miðað við umfang – og samt of dýr ef hún er metin til samræmis við vinnuframlag og lengd þróunar – er ljóst að umsækjendur geta ekki unnið „rétt“. Í tilfelli verkefnisins hefði annað hvort þurft að sækja um of lítið og falla á því, eða sækja um tugi milljóna og einnig verið hafnað. Að auki er það alvarlegt þegar þróuð og prófuð verkefni – sem hafa verið í þróun í mörg ár og eru í notkun í skólum – eru talin ólíklegri til að verða að veruleika en nýjar hugmyndir en það var eitt af því sem kom fram í máli sérfræðingsins. Slík rök ganga gegn allri fagmennsku og raunhæfri stefnumótun í útgáfumálum. Þangað til sjóðurinn endurskoðar eigin forsendu, byggir mat á gagnsæi og faglegum rökum, verður ekki hægt að treysta því að umsóknir fái sanngjarna og raunhæfa meðferð. Í næstu grein rýni ég nánar í þessa niðurstöðu – hvernig umsókn sem uppfyllti öll viðmið matskvarða fékk ekki styrk. Ég ber saman mína eigin einkunnagjöf, sem rýnir í undirþætti, við þá tölulegu einkunn sem sjóðurinn veitti að lokum – án mats á undirþáttum. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í kjölfar síðustu greina um styrkumsóknir í Þróunarsjóð námsgagna hafa borist fjölbreytt og gagnleg viðbrögð. Fjölmargir hafa lýst yfir stuðningi við kröfuna um aukið gagnsæi og betra aðgengi að faglegum stuðningi fyrir þá sem sækja um í sjóðinn. Þar má nefna færslu – frá sérfræðingi sem kom að vinnustofu fyrir umsækjendur í sjóðinn og vísar til atriða sem komu fram hjá fulltrúum sjóðsins. Þar kom fram að sjóðurinn leggi áherslu á að kostnaðaráætlanir séu raunsæjar og varaði sérstaklega við því að setja fram of lágt launaviðmið fyrir mikla vinnu. Samhliða þessu vakna spurningar um eðli matsins sjálfs og forsendur sjóðsins. Ef verkefni sem hefur verið í þróun í meira en áratug, með þúsundir klukkustunda í kennslufræðilegri vinnu, er talið óstyrkhæft – jafnvel þótt það sé þegar notað í skólum og hafi verið kynnt opinberlega – hverjar eru þá raunverulegar forsendur fyrir styrk? Eitt lykilatriði sem kom fram í færslu sérfræðingsins var að ef umsækjandi hefur þegar þróað efni að stórum hluta, jafnvel án launa og setur fram hóflega kostnaðaráætlun til að ljúka útgáfu eða miðlun – þá sé það talið óraunhæft og því síður styrkhæft. Í staðinn njóti „hófleg verkefni“ – sem ekki eru enn hafin – frekar stuðnings. En hér liggur rökfræðileg mótsögn sem vert er að skoða nánar. Hvernig getur það talist ólíklegra að verkefni sem hefur þegar verið þróað – og notað í skólum – verði að veruleika en verkefni sem enn er aðeins hugmynd? Í tilviki verkefnisins hafði verið unnin víðtæk kennslufræðileg þróun, fyrirtæki stofnað, efnið kynnt opinberlega og skólar þegar farið að nýta það. Samt virðist kostnaðaráætlun – sem miðaðist við hóflega fjárþörf til að tryggja aðgengi og áframhaldandi þróun – hafa mögulega verið álitin of lág. En hefði áætlunin verið hærri miðað við raunverulega fjárþörf eða kostnað verkefnisins, hefði hún jafnframt farið fram úr hámarksstyrk og einnig talist óraunhæf. Þá skapast sú mótsögn að umsókn getur verið hafnað bæði fyrir að vera of dýr og of ódýr – eftir því hvernig hún er túlkuð eða ef hámarksstyrkir nái ekki utan um umfang umsóknarinnar. Ef þetta eru raunverulegar forsendur matsins – að verkefni sem hefur verið þróað sjálfstætt og faglega eigi minni möguleika á styrk en óútfærðar hugmyndir – þá verður að ræða þær opinberlega. Slíkar forsendur valda því að frumkvæði og fagmennska kennara er metin að verðleikum aðeins ef hún fellur að forsendum – en ekki út frá raunverulegum gæðum verkefnisins. Þetta setur auknar kröfur á stjórnvöld að setja lög sem tryggja að settir séu upp matskvarðar sem farið er eftir og nái utan um mismunandi þróunarverkefni og forsendurnar séu ígrundaðar og nái utan um markmið. Jafnframt að einhver eftirfylgni sé til staðar til þess að meta árangur verkefnisins. Þróunarverkefni verða oft til í grasrót kennara, án formlegs stuðnings í upphafi. Þegar umsókn er lögð fram eftir margra ára vinnu – til að ljúka útgáfu eða tryggja víðtækt aðgengi – ætti það að teljast styrkhæf með jákvæðum formerkjum. En núverandi kerfi virðist líta svo á að slík verkefni passi ekki í styrkjaformúlu sjóðsins og eigi þess vegna síður erindi – jafnvel þótt þau séu nær fullunnin, faglega vönduð og sannað notagildi í skólum. Þetta endurspeglast í því að þróunarsjóðurinn virðist fremur styðja fjölmörg smærri verkefni sem oft er erfitt að meta eða fylgja eftir – fremur en að veita raunverulegan stuðning við metnaðarfull og samfelld verkefni. Í umræðum um fyrri greinar benti dósent við Menntavísindasvið HÍ m.a. á að áhersla virðist liggja í að „dreifa smáum styrkjum vítt og breitt“, fremur en að efla faglega útgáfu námsefnis með fræðilegri undirstöðu og eftirfylgni. Ef markmið nýrra laga um námsgögn er að efla vönduð og aðgengileg námsgögn, þarf að stórefla ekki aðeins fjárveitingar – heldur einnig matsferlið sjálft. Greinargóður rökstuðningur byggður á formlegum matsviðmiðum sjóðsins þarf að fylgja öllum höfnunum samkvæmt skýrum matsviðmiðum og áherslan þarf að færast frá formi yfir í faglegt innihald og áhrif. Þá má sjóðurinn ekki bara meta hvort umsækjandi kann töfraformúluna – heldur hvort verkefnið sem hann skilar hefur faglegt gildi, raunverulega nýtingu og möguleika á víðtækum áhrifum í skólasamfélaginu. Þannig verða vinnustofur fyrir umsækjendur skilvirkari og taka mið af forsendum sem styðja við öflug þróunarverkefni – stór og smá. Það sem skiptir mestu máli í þessari umræðu er að forsendur sjóðsins sjálfs eru ekki í röklegu samhengi. Samkvæmt sérfræðingnum sem vísað er til að ofan eiga umsækjendur að laga sig að ákveðnum forsendum, en þessar forsendur eru í eðli sínu ósamræmanlegar og ekki til þess fallnar að styðja raunverulega þróun námsefnis. Þegar umsókn getur bæði verið sögð of lágt verðmetin miðað við umfang – og samt of dýr ef hún er metin til samræmis við vinnuframlag og lengd þróunar – er ljóst að umsækjendur geta ekki unnið „rétt“. Í tilfelli verkefnisins hefði annað hvort þurft að sækja um of lítið og falla á því, eða sækja um tugi milljóna og einnig verið hafnað. Að auki er það alvarlegt þegar þróuð og prófuð verkefni – sem hafa verið í þróun í mörg ár og eru í notkun í skólum – eru talin ólíklegri til að verða að veruleika en nýjar hugmyndir en það var eitt af því sem kom fram í máli sérfræðingsins. Slík rök ganga gegn allri fagmennsku og raunhæfri stefnumótun í útgáfumálum. Þangað til sjóðurinn endurskoðar eigin forsendu, byggir mat á gagnsæi og faglegum rökum, verður ekki hægt að treysta því að umsóknir fái sanngjarna og raunhæfa meðferð. Í næstu grein rýni ég nánar í þessa niðurstöðu – hvernig umsókn sem uppfyllti öll viðmið matskvarða fékk ekki styrk. Ég ber saman mína eigin einkunnagjöf, sem rýnir í undirþætti, við þá tölulegu einkunn sem sjóðurinn veitti að lokum – án mats á undirþáttum. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun