Gott frumvarp, en hvað með verklagið? Bogi Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 07:01 Frumvarp um námsefni sem nú liggur fyrir Alþingi kveður á um aukna fjármögnun og eflingu útgáfu námsefnis. Það er vel. En ef fjármagnið á að nýtast sem skyldi, þarf umgjörðin – það er að segja verklagið, matsviðmiðin og starfsvenjur þróunarsjóðs námsgagna – að styðja við faglega nýsköpun. Annars glatast verðmæt tækifæri. Góð verkefni, óljós viðmið Þróunarverkefni höfundar er dæmi um námsefni sem hefur verið þróað af sjálfstæðum höfundi í rúman áratug, notað í framhaldsskólum og sannarlega komið að gagni fyrir bæði almennar námsbrautir og starfsbrautir. Þegar sótt var um styrk til að vinna ritrýni efnis og þróa það áfram, var umsóknin felld úr leik – ekki vegna mats á markmiðum, kennslufræðilegu gildi eða nýnæmi, heldur vegna formsatriða um ritrýni sem þó voru að mestu skýrð í umsókn. Í stað þess að vísa í matslista sjóðsins – þar sem fjórir matsliðir með skýrum undirliðum eiga að liggja til grundvallar – var ákvörðunartextinn einungis byggður á efasemdum um framkvæmd ritrýni. Skortur á faglegri rýni í matsferlinu, þvert á tilgang sjóðsins, getur þannig orðið hindrun fyrir gæðaverkefni. Verklagsrammi þarf að vera skýr – og samræmdur Í vinnusmiðjum sem NýMennt við HÍ hefur haldið í samstarfi við Rannís hefur komið í ljós að kennarar sem leggja sig alla fram við að þróa námsefni gera það oft með ólaunaðri vinnu og ótrúlega lítilli fjárhagslegri umbun. Á sama tíma hefur komið fram að sjóðurinn líti á of lágt verðlagt vinnuframlag sem „óraunhæfa kostnaðaráætlun“ og velji frekar einfaldari verkefni. Þetta sendir misvísandi skilaboð: annars vegar eru verkefni gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu umfangsmikil eða skýr, en hins vegar fyrir að vera of metnaðarfull og „pakkað“ í fjármagnsramma sem dugar vart til. Sjóðurinn þarf því bæði að tryggja stuðning við raunveruleg fagverkefni – og að forsendur mats séu gegnsæjar, samræmdar og réttlátar. Aukinni fjárveitingu fylgir ábyrgð Þegar frumvarpið um námsefni verður að lögum með aukinni fjárveitingu, verður að fylgja því ábyrgð: að tryggja rýnt og faglegt mat á öllum umsóknum, leiðbeinandi útskýringar á því sem vantar og skilvirka afgreiðslu sem hvetur til þróunar í stað þess að letja frumkvæði. Það má hvetja höfunda til að vinna samkvæmt forsendum sjóðsins – en þá verða forsendurnar að vera réttar. Þær mega ekki mismuna verkefnum sem hafa þróast með ástríðu og fagmennsku í fjölda ára, heldur styðja við þau. Faglegt umhverfi og hlutverk NýMennt Ef markmið frumvarpsins eiga að ná fram að ganga – að efla íslenskt námsefni með faglegri ritrýni og nýsköpun í kennslu – þarf ekki aðeins að styrkja fjárhagslega umgjörð, heldur líka hið faglega rými sem umsækjendur starfa innan. Þar skiptir miklu máli að háskólasamfélagið styðji við höfundana með markvissri ráðgjöf og hæfnisþróun. NýMennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands gegnir hér lykilhlutverki. Með því að halda vinnusmiðjur um þróun námsefnis, ritrýni og styrkumsóknir hefur NýMennt skapað vísi að vettvangi sem getur styrkt höfunda og kennara í að takast á við kröfur þróunarsjóðsins. Í þessum vinnusmiðjum hefur komið í ljós að mörg þeirra verkefna sem síðar sækja um í sjóðinn eru unnin af einstaklingum með mikla faglega þekkingu – en skortir leiðsögn um hvernig skuli undirbúa umsókn á réttum forsendum og þá mega forsendurnar ekki vera þversagnakenndar. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að slíkt stuðningsumhverfi verði formfest og styrkt. Það þarf að vera ljóst að þróun nýs námsefnis krefst sértækrar kunnáttu, fræðilegs bakgrunns og skilnings á styrkjakerfinu sjálfu. NýMennt getur þar gegnt lykilhlutverki – ekki aðeins sem fræðsluaðili heldur sem brú milli fagmennsku kennara og stofnana sem úthluta almannafé. Ég vil þakka Þróunarsjóði námsgagna fyrir tækifærið til að leggja fram umsókn og meta hana. Með auknu gagnsæi og skýrari rökstuðningi gæti sjóðurinn enn frekar stuðlað að þróun nýrra og aðgengilegra námsgagna sem þjónar þörfum íslenskrar menntastefnu. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp um námsefni sem nú liggur fyrir Alþingi kveður á um aukna fjármögnun og eflingu útgáfu námsefnis. Það er vel. En ef fjármagnið á að nýtast sem skyldi, þarf umgjörðin – það er að segja verklagið, matsviðmiðin og starfsvenjur þróunarsjóðs námsgagna – að styðja við faglega nýsköpun. Annars glatast verðmæt tækifæri. Góð verkefni, óljós viðmið Þróunarverkefni höfundar er dæmi um námsefni sem hefur verið þróað af sjálfstæðum höfundi í rúman áratug, notað í framhaldsskólum og sannarlega komið að gagni fyrir bæði almennar námsbrautir og starfsbrautir. Þegar sótt var um styrk til að vinna ritrýni efnis og þróa það áfram, var umsóknin felld úr leik – ekki vegna mats á markmiðum, kennslufræðilegu gildi eða nýnæmi, heldur vegna formsatriða um ritrýni sem þó voru að mestu skýrð í umsókn. Í stað þess að vísa í matslista sjóðsins – þar sem fjórir matsliðir með skýrum undirliðum eiga að liggja til grundvallar – var ákvörðunartextinn einungis byggður á efasemdum um framkvæmd ritrýni. Skortur á faglegri rýni í matsferlinu, þvert á tilgang sjóðsins, getur þannig orðið hindrun fyrir gæðaverkefni. Verklagsrammi þarf að vera skýr – og samræmdur Í vinnusmiðjum sem NýMennt við HÍ hefur haldið í samstarfi við Rannís hefur komið í ljós að kennarar sem leggja sig alla fram við að þróa námsefni gera það oft með ólaunaðri vinnu og ótrúlega lítilli fjárhagslegri umbun. Á sama tíma hefur komið fram að sjóðurinn líti á of lágt verðlagt vinnuframlag sem „óraunhæfa kostnaðaráætlun“ og velji frekar einfaldari verkefni. Þetta sendir misvísandi skilaboð: annars vegar eru verkefni gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu umfangsmikil eða skýr, en hins vegar fyrir að vera of metnaðarfull og „pakkað“ í fjármagnsramma sem dugar vart til. Sjóðurinn þarf því bæði að tryggja stuðning við raunveruleg fagverkefni – og að forsendur mats séu gegnsæjar, samræmdar og réttlátar. Aukinni fjárveitingu fylgir ábyrgð Þegar frumvarpið um námsefni verður að lögum með aukinni fjárveitingu, verður að fylgja því ábyrgð: að tryggja rýnt og faglegt mat á öllum umsóknum, leiðbeinandi útskýringar á því sem vantar og skilvirka afgreiðslu sem hvetur til þróunar í stað þess að letja frumkvæði. Það má hvetja höfunda til að vinna samkvæmt forsendum sjóðsins – en þá verða forsendurnar að vera réttar. Þær mega ekki mismuna verkefnum sem hafa þróast með ástríðu og fagmennsku í fjölda ára, heldur styðja við þau. Faglegt umhverfi og hlutverk NýMennt Ef markmið frumvarpsins eiga að ná fram að ganga – að efla íslenskt námsefni með faglegri ritrýni og nýsköpun í kennslu – þarf ekki aðeins að styrkja fjárhagslega umgjörð, heldur líka hið faglega rými sem umsækjendur starfa innan. Þar skiptir miklu máli að háskólasamfélagið styðji við höfundana með markvissri ráðgjöf og hæfnisþróun. NýMennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands gegnir hér lykilhlutverki. Með því að halda vinnusmiðjur um þróun námsefnis, ritrýni og styrkumsóknir hefur NýMennt skapað vísi að vettvangi sem getur styrkt höfunda og kennara í að takast á við kröfur þróunarsjóðsins. Í þessum vinnusmiðjum hefur komið í ljós að mörg þeirra verkefna sem síðar sækja um í sjóðinn eru unnin af einstaklingum með mikla faglega þekkingu – en skortir leiðsögn um hvernig skuli undirbúa umsókn á réttum forsendum og þá mega forsendurnar ekki vera þversagnakenndar. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að slíkt stuðningsumhverfi verði formfest og styrkt. Það þarf að vera ljóst að þróun nýs námsefnis krefst sértækrar kunnáttu, fræðilegs bakgrunns og skilnings á styrkjakerfinu sjálfu. NýMennt getur þar gegnt lykilhlutverki – ekki aðeins sem fræðsluaðili heldur sem brú milli fagmennsku kennara og stofnana sem úthluta almannafé. Ég vil þakka Þróunarsjóði námsgagna fyrir tækifærið til að leggja fram umsókn og meta hana. Með auknu gagnsæi og skýrari rökstuðningi gæti sjóðurinn enn frekar stuðlað að þróun nýrra og aðgengilegra námsgagna sem þjónar þörfum íslenskrar menntastefnu. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun