Þrátt fyrir að vera með fimm vill Newcastle einn markvörð til viðbótar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2025 09:30 Eddie Howe vill fá Trafford í markið hjá sér þrátt fyrir að vera með fimm aðra markverði. James Gill/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Newcastle United vill fá James Trafford, markvörð Burnley, í sínar raðir. Það vekur athygli þar sem nú þegar eru fimm markverðir á launaskrá aðalliðs félagsins. The Athletic greinir frá að ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hafi haft fleiri markverði á sínum snærum heldur en Newcastle á liðinni leiktíð. Það vekur því enn meiri athygli hversu annt liðinu er um að festa kaup á Trafford sem átti magnað tímabil í ensku B-deildinni. Hinn 22 ára gamli Trafford spilaði 45 leiki, hélt 29 sinnum hreinu, fékk aðeins á sig 16 mörk og nældi sér í 7 gul spjöld. Trafford átti því risastóran þátt í að Burnley mun leika í ensku úrvalsdeildinni á ný á næstu leiktíð. Hann verður þó ef til vill ekki þar. Ef til vill verður hann í Newcastle að berjast við Nick Pope, sem lék einnig með Burnley á sínum tíma, um stöðu aðalmarkvarðar. Hinn 33 ára gamli Pope missti af 10 deildarleikjum vegna meiðsla. Í Trafford væri Newcastle komið með verðugan arftaka Pope en hvað með hina markverðinu. Martin Dúbravka (36 ára) hefur spilað 179 leiki fyrir Newcastle. Á að baki 53 A-landsleiki fyrir Slóvakíu. Odysseas Vlachodimos (31 árs). Á að baki 48 A-landsleiki fyrir Grikkland. Kostaði Newcastle 20 milljónir punda síðasta sumar þegar hann var keyptur frá Nottingham Forest. Hann kom einu sinni við sögu á síðasta tímabili, sem varamaður gegn AFC Wimbledon í deildarbikarnum. John Ruddy (38 ára). Kom einnig síðasta sumar. Hefur spilað fyrir Norwich City, Birmingham City og Úlfana. Mark Gillespie (33 ára). Á að baki 241 deildarleik með Carlisle United, Walsall og Motherwell í Skotlandi. Er uppalinn hjá Newcastle og mikill stuðningsmaður félagsins. Vegna fjárhagsreglna ensku úrvalsdeildarinnar þá eru allar líkur á að Newcastle þurfi að taka til í markmannsmálum hjá sér. Það er allavega ljóst að félagið gæti selt þrjá og enn verið með þrjá til taks komi Trafford frá Burnley. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira
The Athletic greinir frá að ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hafi haft fleiri markverði á sínum snærum heldur en Newcastle á liðinni leiktíð. Það vekur því enn meiri athygli hversu annt liðinu er um að festa kaup á Trafford sem átti magnað tímabil í ensku B-deildinni. Hinn 22 ára gamli Trafford spilaði 45 leiki, hélt 29 sinnum hreinu, fékk aðeins á sig 16 mörk og nældi sér í 7 gul spjöld. Trafford átti því risastóran þátt í að Burnley mun leika í ensku úrvalsdeildinni á ný á næstu leiktíð. Hann verður þó ef til vill ekki þar. Ef til vill verður hann í Newcastle að berjast við Nick Pope, sem lék einnig með Burnley á sínum tíma, um stöðu aðalmarkvarðar. Hinn 33 ára gamli Pope missti af 10 deildarleikjum vegna meiðsla. Í Trafford væri Newcastle komið með verðugan arftaka Pope en hvað með hina markverðinu. Martin Dúbravka (36 ára) hefur spilað 179 leiki fyrir Newcastle. Á að baki 53 A-landsleiki fyrir Slóvakíu. Odysseas Vlachodimos (31 árs). Á að baki 48 A-landsleiki fyrir Grikkland. Kostaði Newcastle 20 milljónir punda síðasta sumar þegar hann var keyptur frá Nottingham Forest. Hann kom einu sinni við sögu á síðasta tímabili, sem varamaður gegn AFC Wimbledon í deildarbikarnum. John Ruddy (38 ára). Kom einnig síðasta sumar. Hefur spilað fyrir Norwich City, Birmingham City og Úlfana. Mark Gillespie (33 ára). Á að baki 241 deildarleik með Carlisle United, Walsall og Motherwell í Skotlandi. Er uppalinn hjá Newcastle og mikill stuðningsmaður félagsins. Vegna fjárhagsreglna ensku úrvalsdeildarinnar þá eru allar líkur á að Newcastle þurfi að taka til í markmannsmálum hjá sér. Það er allavega ljóst að félagið gæti selt þrjá og enn verið með þrjá til taks komi Trafford frá Burnley.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira