Markalaus en öruggur opnunarleikur í Miami Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2025 10:31 Lionel Messi mun þurfa að bíða lengur eftir fyrsta marki mótsins. Kevin C. Cox/Getty Images Inter Miami og Al Ahly gerðu markalaust jafntefli í opnunarleiknum á heimsmeistaramóti félagsliða í fótbolta. Argentínumaðurinn í marki heimamanna var valinn maður leiksins við öruggar aðstæður á Hard Rock leikvanginum í Miami. Al Ahly var með mikla yfirburði framan af leik en Oscar Ustari stóð vaktina í marki Inter Miami og átti stórleik þar sem hann varði átta góð skot, þar á meðal vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Oscar Ustari varði vel og var valinn maður leiksins. Qian Jun/Sports Press Photo/Getty Images Samlandi hans og liðsfélagi, Lionel Messi, var svo næstum því búinn að stela sigrinum fyrir Inter Miami með skot í uppbótartímanum, sem var vel varið. HM félagsliða bíður því enn eftir sínu fyrsta marki og Inter Miami tókst ekki að taka þrjú stig með sér úr fyrsta leiknum á sínum heimavelli, sem fyrirfram skrifað átti að vera auðveldasti andstæðingurinn í riðlinum. Porto og Palmeiras eru einnig í A riðlinum. Öryggið á oddi opnunarleiksins Lögreglubílar með blikkandi ljós lögðu í röðum og hámarks öryggisgæsla var við Hard Rock leikvanginn í Miami þegar opnunarleikurinn fór fram í gærkvöldi. Ólga er þegar í borginni og Bandaríkjunum öllum í ljósi mótmæla, sem hófust í Los Angeles, gegn innflytjendastefnu forsetans. Lögreglan er á viðbragsstigi vegna mótmælaöldu í Bandaríkjunum. Jesus Olarte/Anadolu via Getty Images Síðasti stórleikur sem fór fram á Hard Rock leikvanginum var úrslitaleikur Copa America fyrir tæpu ári, þar sem seinka þurfti leiknum um rúman klukkutíma eftir að miðalausir áhorfendur höfðu brotist inn á leikvanginn. Skipuleggjendur voru staðráðnir í að endurtaka þau mistök ekki. Stjörnum prýdd en forsetalaus stúka Forseti FIFA, Gianni Infantino, er helsti hugmyndasmiður mótsins og hefur lagt mikinn metnað í það. Hann var sjálfur mættur mörgum klukkutímum fyrir leik, til að fylgjast með og tryggja að allt færi vel fram. Ronaldo, Infantino, Baggio og Beckham skemmtu sér vel saman í stúkunni. Image Photo Agency/Getty Images Með honum í stúkunni sátu svo knattspyrnugoðsagnir, Ronaldo og Roberto Baggio ásamt David Beckham, eiganda Inter Miami og nýsæmdum riddara breska konungsveldisins. Fjarverandi var hins vegar góðvinur Infantino, Bandaríkjaforsetinn Donald Trump, sem var upptekinn við afmælisfögnuð bandaríska hersins í höfuðborginni Washington. HM félagsliða í fótbolta 2025 Bandaríski fótboltinn Bandaríkin FIFA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Al Ahly var með mikla yfirburði framan af leik en Oscar Ustari stóð vaktina í marki Inter Miami og átti stórleik þar sem hann varði átta góð skot, þar á meðal vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Oscar Ustari varði vel og var valinn maður leiksins. Qian Jun/Sports Press Photo/Getty Images Samlandi hans og liðsfélagi, Lionel Messi, var svo næstum því búinn að stela sigrinum fyrir Inter Miami með skot í uppbótartímanum, sem var vel varið. HM félagsliða bíður því enn eftir sínu fyrsta marki og Inter Miami tókst ekki að taka þrjú stig með sér úr fyrsta leiknum á sínum heimavelli, sem fyrirfram skrifað átti að vera auðveldasti andstæðingurinn í riðlinum. Porto og Palmeiras eru einnig í A riðlinum. Öryggið á oddi opnunarleiksins Lögreglubílar með blikkandi ljós lögðu í röðum og hámarks öryggisgæsla var við Hard Rock leikvanginn í Miami þegar opnunarleikurinn fór fram í gærkvöldi. Ólga er þegar í borginni og Bandaríkjunum öllum í ljósi mótmæla, sem hófust í Los Angeles, gegn innflytjendastefnu forsetans. Lögreglan er á viðbragsstigi vegna mótmælaöldu í Bandaríkjunum. Jesus Olarte/Anadolu via Getty Images Síðasti stórleikur sem fór fram á Hard Rock leikvanginum var úrslitaleikur Copa America fyrir tæpu ári, þar sem seinka þurfti leiknum um rúman klukkutíma eftir að miðalausir áhorfendur höfðu brotist inn á leikvanginn. Skipuleggjendur voru staðráðnir í að endurtaka þau mistök ekki. Stjörnum prýdd en forsetalaus stúka Forseti FIFA, Gianni Infantino, er helsti hugmyndasmiður mótsins og hefur lagt mikinn metnað í það. Hann var sjálfur mættur mörgum klukkutímum fyrir leik, til að fylgjast með og tryggja að allt færi vel fram. Ronaldo, Infantino, Baggio og Beckham skemmtu sér vel saman í stúkunni. Image Photo Agency/Getty Images Með honum í stúkunni sátu svo knattspyrnugoðsagnir, Ronaldo og Roberto Baggio ásamt David Beckham, eiganda Inter Miami og nýsæmdum riddara breska konungsveldisins. Fjarverandi var hins vegar góðvinur Infantino, Bandaríkjaforsetinn Donald Trump, sem var upptekinn við afmælisfögnuð bandaríska hersins í höfuðborginni Washington.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Bandaríski fótboltinn Bandaríkin FIFA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira