Umræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 15. júní 2025 23:03 Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins og Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Sýn Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi. Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag. Þingfundinum var frestað á sjöunda tímanum í kvöld. Þingfundir á sunnudegi eru afar fátíðir, en fundurinn í dag var sá þriðji á þessari öld. Á dagskrá var frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 en hún var í raun lítið rædd, mestallur tíminn fór í að ræða fundarstjórn forseta, og var hún rædd í marga klukkutíma. Þar fordæmdi minnihlutinn að þing hafi verið kallað saman á sunnudegi á meðan meirihlutinn sakaði minnihlutann um málþóf varðandi bókun 35. Í klippunni hér að neðan má heyra brot úr nokkrum ræðum: Verið að semja um stór mál Fundur á sunnudegi hvers vegna var þessi fundur mikilvægur á þessum degi? „Já ég held það sé nú kannski mikilvægt að hafa í huga að við erum búin að vera hérna með stutt þing síðastliðna mánuði frá því ný ríkisstjórn tók við, og mörg stór og góð mál hafa farið í gegnum þingið,“ segir Guðmundur Ari. Nú standi lokafasi þingsins yfir og verið sé að semja um stór mál. „Þá er bara mikilvægt að funda vel ef það er umræðuþörf.“ Þingflokksformenn hafi fundað í dag og samtalið færist alltaf nær og nær samkomulagi hvað þinglok varðar. Málið geti alveg beðið Bergþór Ólason segir að eðlilega hafi minnihlutinn gert athugasemd við að þingfundur hefði verið haldinn á sunnudegi, enda sé ekkert neyðarástand uppi. „Þetta mál hefur beðið í rúma þrjá áratugi og það getur alveg beðið aðeins áfram.“ Þá séu samtöl í gangi við aðra þingflokksformenn sem vonandi miði að því jafnt og þétt að þinglok geti náðst með forsvaranlegum hætti. Bókun 35 Alþingi Samfylkingin EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag. Þingfundinum var frestað á sjöunda tímanum í kvöld. Þingfundir á sunnudegi eru afar fátíðir, en fundurinn í dag var sá þriðji á þessari öld. Á dagskrá var frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 en hún var í raun lítið rædd, mestallur tíminn fór í að ræða fundarstjórn forseta, og var hún rædd í marga klukkutíma. Þar fordæmdi minnihlutinn að þing hafi verið kallað saman á sunnudegi á meðan meirihlutinn sakaði minnihlutann um málþóf varðandi bókun 35. Í klippunni hér að neðan má heyra brot úr nokkrum ræðum: Verið að semja um stór mál Fundur á sunnudegi hvers vegna var þessi fundur mikilvægur á þessum degi? „Já ég held það sé nú kannski mikilvægt að hafa í huga að við erum búin að vera hérna með stutt þing síðastliðna mánuði frá því ný ríkisstjórn tók við, og mörg stór og góð mál hafa farið í gegnum þingið,“ segir Guðmundur Ari. Nú standi lokafasi þingsins yfir og verið sé að semja um stór mál. „Þá er bara mikilvægt að funda vel ef það er umræðuþörf.“ Þingflokksformenn hafi fundað í dag og samtalið færist alltaf nær og nær samkomulagi hvað þinglok varðar. Málið geti alveg beðið Bergþór Ólason segir að eðlilega hafi minnihlutinn gert athugasemd við að þingfundur hefði verið haldinn á sunnudegi, enda sé ekkert neyðarástand uppi. „Þetta mál hefur beðið í rúma þrjá áratugi og það getur alveg beðið aðeins áfram.“ Þá séu samtöl í gangi við aðra þingflokksformenn sem vonandi miði að því jafnt og þétt að þinglok geti náðst með forsvaranlegum hætti.
Bókun 35 Alþingi Samfylkingin EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira