Norðurþing treður yfir varnaðarorð og eignarrétt Árni Björn Kristbjörnsson skrifar 16. júní 2025 09:30 Hver þarf samkomulag þegar maður á jarðýtu? Sveitarfélagið Norðurþing hefur tekið upp nýja aðferð í skipulagsmálum sem er bæði einföld og skilvirk. „Láttu sem þú eigir landið, skipuleggðu það á pappír, og komdu svo með tækin.“ Þannig var vegur lagður yfir Ásgarðstúnið á Húsavík, án samninga, án leyfis og án bóta. Hreinlega, án nokkurs samráðs. Eigendur Ásgarðstúnanna höfðu verið kurteisir og varað við. Þeir bentu á skráðan erfðafesturétt, þinglýst skjöl og fjölda gagna sem sýna að landið sé ekki í eigu sveitarfélagsins. En Norðurþing hlustaði ekki, enda hafa þeir deiliskipulag! Og það vita auðvitað allir að deiliskipulag felur í sér töfrasprota sem breytir einkalandi í opinbert land um leið og það er teiknað inn á kort. Og þegar eigendur báru fram mótmæli með lögmanni, var þeim svarað með afskiptaleysi. Fundargerð byggðaráðs sýnir að erindi þeirra var „tekið fyrir“ og svo, ekki neitt! Ekkert eignarnám, engar bætur, engin afsökunarbeiðni. Bara fleiri jarðýtur og meiri möl. Það er eins og stjórnsýsla Norðurþings sé þjökuð minnisleysi. Í það minnsta gleymdist að lesa stjórnarskrána, sér í lagi 72. greinina um friðhelgi eignarréttar. Það gleymdist líka að fara eftir skipulagslögum, sem gera kröfu um samninga eða eignarnám áður en land er tekið. Og já, það gleymdist líka að fólk á þetta land. Ásgarðstúnið er ekki bara „grænn blettur“ í uppdrætti á skjali byggingarfulltrúans. Það eina sem sveitarfélagið hefur gert í málinu var að „færa“ veginn örstutt frá íbúðarhúsinu Ásgarði, eftir að hafa fengið athugasemdir, - ítrekað. Það kallar Norðurþing lausn, rétt eins og það sé minna brot að stela hluta af túninu í stað þess að stela því öllu. Yfirráð og yfirgangur Þetta er ekki mistök. Þetta er valdníðsla. Þetta er yfirgangur gagnvart fólki sem hefur í áratugi sinnt landinu sínu, slegið túnin og staðið vörð um rétt sinn. Norðurþing skipulagði aðeins eitt og það var að virða ekki neitt. Þetta er yfirgangur og vanvirðing við allt sem kallast réttarríki. Við verðum að spyrja. Ef þetta hefði verið jörð í eigu stærri aðila eins og til dæmis banka, fjárfestingafélags eða ríkisstofnunar, hefði jarðýtan þá mætt? Eða eru það bara hinir „litlu“ sem má traðka endalaust yfir í nafni framfara, deiliskipulags eða fimm ára framkvæmdaáætlana? Norðurþing hefur nú slegið taktinn fyrir nýrri útgáfu í skipulagsmálum. Hunsa eigendur, hunsa skjöl og hunsa lög. En eitt hunsar það ekki, þ.e. að slétta yfir allt. Slétta yfir land, yfir rétt og yfir fólk. Höfundur er málsvari eigenda Ásgarðstúns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Jarða- og lóðamál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hver þarf samkomulag þegar maður á jarðýtu? Sveitarfélagið Norðurþing hefur tekið upp nýja aðferð í skipulagsmálum sem er bæði einföld og skilvirk. „Láttu sem þú eigir landið, skipuleggðu það á pappír, og komdu svo með tækin.“ Þannig var vegur lagður yfir Ásgarðstúnið á Húsavík, án samninga, án leyfis og án bóta. Hreinlega, án nokkurs samráðs. Eigendur Ásgarðstúnanna höfðu verið kurteisir og varað við. Þeir bentu á skráðan erfðafesturétt, þinglýst skjöl og fjölda gagna sem sýna að landið sé ekki í eigu sveitarfélagsins. En Norðurþing hlustaði ekki, enda hafa þeir deiliskipulag! Og það vita auðvitað allir að deiliskipulag felur í sér töfrasprota sem breytir einkalandi í opinbert land um leið og það er teiknað inn á kort. Og þegar eigendur báru fram mótmæli með lögmanni, var þeim svarað með afskiptaleysi. Fundargerð byggðaráðs sýnir að erindi þeirra var „tekið fyrir“ og svo, ekki neitt! Ekkert eignarnám, engar bætur, engin afsökunarbeiðni. Bara fleiri jarðýtur og meiri möl. Það er eins og stjórnsýsla Norðurþings sé þjökuð minnisleysi. Í það minnsta gleymdist að lesa stjórnarskrána, sér í lagi 72. greinina um friðhelgi eignarréttar. Það gleymdist líka að fara eftir skipulagslögum, sem gera kröfu um samninga eða eignarnám áður en land er tekið. Og já, það gleymdist líka að fólk á þetta land. Ásgarðstúnið er ekki bara „grænn blettur“ í uppdrætti á skjali byggingarfulltrúans. Það eina sem sveitarfélagið hefur gert í málinu var að „færa“ veginn örstutt frá íbúðarhúsinu Ásgarði, eftir að hafa fengið athugasemdir, - ítrekað. Það kallar Norðurþing lausn, rétt eins og það sé minna brot að stela hluta af túninu í stað þess að stela því öllu. Yfirráð og yfirgangur Þetta er ekki mistök. Þetta er valdníðsla. Þetta er yfirgangur gagnvart fólki sem hefur í áratugi sinnt landinu sínu, slegið túnin og staðið vörð um rétt sinn. Norðurþing skipulagði aðeins eitt og það var að virða ekki neitt. Þetta er yfirgangur og vanvirðing við allt sem kallast réttarríki. Við verðum að spyrja. Ef þetta hefði verið jörð í eigu stærri aðila eins og til dæmis banka, fjárfestingafélags eða ríkisstofnunar, hefði jarðýtan þá mætt? Eða eru það bara hinir „litlu“ sem má traðka endalaust yfir í nafni framfara, deiliskipulags eða fimm ára framkvæmdaáætlana? Norðurþing hefur nú slegið taktinn fyrir nýrri útgáfu í skipulagsmálum. Hunsa eigendur, hunsa skjöl og hunsa lög. En eitt hunsar það ekki, þ.e. að slétta yfir allt. Slétta yfir land, yfir rétt og yfir fólk. Höfundur er málsvari eigenda Ásgarðstúns.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar