Fyrsta konan sem stýrir MI6 Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2025 09:35 Höfuðstöðvar MI6 í London fá nýjan hæstráðanda síðar á þessu ári þegar Blaise Metreweli (t.h.) verður fyrsta konan sem stýrir leyniþjónustunni. AP Blaise Metreweli verður fyrsta konan sem stýrir bresku utanríkisleyniþjónustunni MI6 í 116 ára sögu stofnunarinnar síðar á þessu ári. Hún hefur aldarfjórðungs langa reynslu af störfum fyrir leyniþjónustunar og er tæknistjóri MI6 sem þekktur er sem „Q“. Metreweli, sem er 47 ára gömul, lærði mannfræði við Cambridge-háskóla. Hún gekk til liðs við bresku leyniþjónustuna árið 1999 og gegndi stjórnunarstöðum hjá MI5, innanríkisleyniþjónustu Bretlands. Stærstum hluta ferilsins hefur Metreweli varið í Miðausturlöndum og Evrópu. Hún tekur við af Richard Moore sem yfirmaður MI6 síðar á þessu ári þegar skipunartíma hans lýkur. Sem tæknistjóri MI6 ber Metreweli meðal annars ábyrgð á því að halda upplýsingum um útsendara leyniþjónustunnar leyndum og að klekkja á andstæðingum Bretlands, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tæknistjórinn ber dulnefnið „Q“ eins og aðdáendur bókanna og kvikmyndanna um James Bond þekkja vel. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði skipan Metreweli sögulega og að leyniþjónustan hefði aldrei verið eins mikilvæg og um þessar mundir. Rússland, Kína og Íran helstu verkefnin Tilgangur MI6 er að safna upplýsingum erlendis til þess að tryggja öryggi Bretlands, meðal annars til þess að stöðva hryðjuverk og aðgerðir óvinveittra ríkja. Stærstu áskoranirnar sem Metreweli er sögð standa frammi fyrir þegar hún tekur við stjórnartaumunum er að glíma við Rússa, Kínverja og Írani. Breska leyniþjónustan hefur meðal annars sakað Rússa um að há skemmdarverkaherferð um alla Evrópu til þess að hræða ríki frá því að styðja varnir Úkraínu í innrásarstríði Rússa. Moore sagði fyrir fjórum árum að Kína væri í forgangi hjá MI6. Sjálf hefur Metreweli sagt Bretland standa frammi fyrir fjölbreyttum hættum. Athafanir rússneska ríkisins, en ekki Rússland sjálft, væru viðvarandi ógn og að Kína væri að breyta heiminum. Í því fælust bæði tækifæri og ógnir við Bretland. Bretland Jafnréttismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Metreweli, sem er 47 ára gömul, lærði mannfræði við Cambridge-háskóla. Hún gekk til liðs við bresku leyniþjónustuna árið 1999 og gegndi stjórnunarstöðum hjá MI5, innanríkisleyniþjónustu Bretlands. Stærstum hluta ferilsins hefur Metreweli varið í Miðausturlöndum og Evrópu. Hún tekur við af Richard Moore sem yfirmaður MI6 síðar á þessu ári þegar skipunartíma hans lýkur. Sem tæknistjóri MI6 ber Metreweli meðal annars ábyrgð á því að halda upplýsingum um útsendara leyniþjónustunnar leyndum og að klekkja á andstæðingum Bretlands, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tæknistjórinn ber dulnefnið „Q“ eins og aðdáendur bókanna og kvikmyndanna um James Bond þekkja vel. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði skipan Metreweli sögulega og að leyniþjónustan hefði aldrei verið eins mikilvæg og um þessar mundir. Rússland, Kína og Íran helstu verkefnin Tilgangur MI6 er að safna upplýsingum erlendis til þess að tryggja öryggi Bretlands, meðal annars til þess að stöðva hryðjuverk og aðgerðir óvinveittra ríkja. Stærstu áskoranirnar sem Metreweli er sögð standa frammi fyrir þegar hún tekur við stjórnartaumunum er að glíma við Rússa, Kínverja og Írani. Breska leyniþjónustan hefur meðal annars sakað Rússa um að há skemmdarverkaherferð um alla Evrópu til þess að hræða ríki frá því að styðja varnir Úkraínu í innrásarstríði Rússa. Moore sagði fyrir fjórum árum að Kína væri í forgangi hjá MI6. Sjálf hefur Metreweli sagt Bretland standa frammi fyrir fjölbreyttum hættum. Athafanir rússneska ríkisins, en ekki Rússland sjálft, væru viðvarandi ógn og að Kína væri að breyta heiminum. Í því fælust bæði tækifæri og ógnir við Bretland.
Bretland Jafnréttismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira