Svo verði Íslands ástkæra byggð ei öðrum þjóðum háð Anton Guðmundsson skrifar 17. júní 2025 10:32 81 ár er liðið síðan Ísland varð sjálfstæð þjóð og lýðveldið Ísland stofnað við Lögberg á Þingvöllum, við Öxará. Það er ekki langur tími, aðeins einn mannsaldur. Enn eru meðal okkar þeir sem muna daginn, muna hátíðina. Stofnun lýðveldisins var ekki tilviljunarkennd ákvörðun né gerð í skyndingu. Hún var niðurstaða margra ára baráttu, þar sem sjálfstæðisviljinn lifði í hjörtum fólksins. Frá endurreisn Alþingis árið 1845 til sambandslaganna 1918 gekk þjóðin með drauminn um fullveldi í brjósti. Þegar Danmörk var hernumin í síðari heimsstyrjöld varð ljóst að stundin var komin. Í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí 1944 studdi nær einróma þjóðin stofnun lýðveldis og þann 17. júní varð draumurinn að veruleika. Í dag, 81 ári síðar, stöndum við sem þjóð sem hefur gengið í gegnum margt saman, kreppur, stríð, náttúruhamfarir og heimsfaraldur, en ávallt haldið sjálfstæðinu á lofti, með reisn og þrautseigju. Mikilvægi fullveldisins kom skýrt fram bæði í þorskastríðunum og í Icesave-deilunni. En því miður erum við með ríkisstjórn í landinu í dag, ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem virðir ekki þá mikilvægu atburði sem áttu sér stað á Lögbergi við Öxará fyrir 81 ári síðan. Við erum með ríkisstjórn sem vinnur markvisst að því að veikja fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Ríkisstjórn sem setur málefni á oddinn sem beinlínis hafa það að leiðarljósi að grafa undan sjálfstæði landsins. Nefna má í því samhengi Bókun 35 við EES-samninginn og stefnumál um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bókun 35 hefur verið til umræðu á Alþingi síðustu daga. Í stuttu máli snýst málið um breytingar á lögum um EES-samninginn frá árinu 1993. Í bókuninni er annars vegar krafa um að EES-reglur og Evrópuréttur skuli gilda framar öðrum lögum, en hins vegar segir einnig að löggjafarvald skuli ekki framselt. Þar liggur vandinn, þessi ákvæði stangast á. Gæti verið komið að því að EES-samningurinn vinni gegn hagsmunum lýðveldisins Íslands? Trúlega væri betra fyrir okkur Íslendinga að segja okkur úr EES og gera eigin fríverslunarsamninga. Mér, persónulega, finnst algjörlega ótækt að samþykkja Bókun 35. Ég tel að hún stangist á við stjórnarskrá lýðveldisins. Þegar viðskiptasamningur eins og EES-samningurinn fer að stangast á við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, ætti það að vekja djúpar spurningar um fullveldi, og stjórnarskrárbundna valdaskiptingu. Í 2. grein stjórnarskrárinnar, sem sett var við lýðveldisstofnun 17. júní 1944, segir skýrt að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið hvíli hjá forseta og stjórnvöldum samkvæmt lögum, og dómsvaldið sé í höndum dómstóla. Þessi grein markar grundvallarþrískiptingu ríkisvaldsins. Með Bókun 35 er Ísland beðið um að skuldbinda sig til að veita erlendum reglum sem eru ekki settar af íslenskum löggjafa forgang og bein réttaráhrif. Því fylgir að íslenskir dómstólar verði að víkja frá landslögum og beita reglum sem hafa ekki verið samþykktar af Alþingi, heldur af stofnunum Evrópusambandsins. Þar með er ekki aðeins dregið úr löggjafarvaldi Alþingis, heldureinnig sjálfstæði dómstóla. Þetta skapar hættu á því að Ísland færi vald yfir í hendur erlendra aðila án þess að fylgt sé því ferli sem stjórnarskráin krefst. Þetta kallar á þá grundvallarspurningu:Getur viðskiptasamningur sem EES-samningurinn er í grunninn haft að geyma ákvæði sem krefjast þess að Ísland breyti sjálfum grunni lýðveldisins, Ef svo er, þá höfum við ekki lengur fullvalda þjóðríki. Núverandi ríkisstjórn hefur jafnframt talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi síðar en árið 2027. Aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi fela í sér umfangsmikið framsal fullveldis og grafa undan sjálfstæðum ákvörðunum þjóðarinnar í grundvallarmálum. Með aðild yrði Ísland skuldbundið til að lúta sameiginlegri löggjöf sambandsins á sviðum eins og landbúnaði, sjávarútvegi, peningamálum og dómsmálum, málaflokkum sem snerta beinlínis efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Í reynd myndi þetta þýða að reglugerðir og ákvarðanir teknar í Brussel, þar sem Ísland er aðeins lítið ríki meðal margra, hefðu lagalegan forgang yfir íslensk lög og væru bindandi fyrir stjórnvöld og dómstóla. Slíkt valdframsal gengur þvert gegn hugmyndinni um fullvalda lýðveldi, þar sem íslensk lög, sett af þjóðkjörnu Alþingi, ráða för. Því vekur aðild að ESB alvarlegar spurningar um hvort Ísland geti áfram talist fullvalda ríki ef það framselur löggjafar- og dómsvald til yfir þjóðlegra stofnana sem hafa vald til að setja lög sem ganga framar þeim sem Alþingi setur. Ég vil ljúka þessum pistli með orðum skáldsins, úr ljóðinu Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu, sem ort var í tilefni lýðveldisstofnunarinnar árið 1944 Svo verði Íslands ástkær byggðei öðrum þjóðum háð.Svo aldrei framar Íslands byggðsé öðrum þjóðum háð. – Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) Fullveldismál skipta okkur Íslendinga máli, nú sem aldrei fyrr. Kæru Íslendingar,til hamingju með þjóðhátíðardaginn! Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Framsóknarflokkurinn Suðurnesjabær 17. júní Bókun 35 Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
81 ár er liðið síðan Ísland varð sjálfstæð þjóð og lýðveldið Ísland stofnað við Lögberg á Þingvöllum, við Öxará. Það er ekki langur tími, aðeins einn mannsaldur. Enn eru meðal okkar þeir sem muna daginn, muna hátíðina. Stofnun lýðveldisins var ekki tilviljunarkennd ákvörðun né gerð í skyndingu. Hún var niðurstaða margra ára baráttu, þar sem sjálfstæðisviljinn lifði í hjörtum fólksins. Frá endurreisn Alþingis árið 1845 til sambandslaganna 1918 gekk þjóðin með drauminn um fullveldi í brjósti. Þegar Danmörk var hernumin í síðari heimsstyrjöld varð ljóst að stundin var komin. Í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí 1944 studdi nær einróma þjóðin stofnun lýðveldis og þann 17. júní varð draumurinn að veruleika. Í dag, 81 ári síðar, stöndum við sem þjóð sem hefur gengið í gegnum margt saman, kreppur, stríð, náttúruhamfarir og heimsfaraldur, en ávallt haldið sjálfstæðinu á lofti, með reisn og þrautseigju. Mikilvægi fullveldisins kom skýrt fram bæði í þorskastríðunum og í Icesave-deilunni. En því miður erum við með ríkisstjórn í landinu í dag, ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem virðir ekki þá mikilvægu atburði sem áttu sér stað á Lögbergi við Öxará fyrir 81 ári síðan. Við erum með ríkisstjórn sem vinnur markvisst að því að veikja fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Ríkisstjórn sem setur málefni á oddinn sem beinlínis hafa það að leiðarljósi að grafa undan sjálfstæði landsins. Nefna má í því samhengi Bókun 35 við EES-samninginn og stefnumál um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bókun 35 hefur verið til umræðu á Alþingi síðustu daga. Í stuttu máli snýst málið um breytingar á lögum um EES-samninginn frá árinu 1993. Í bókuninni er annars vegar krafa um að EES-reglur og Evrópuréttur skuli gilda framar öðrum lögum, en hins vegar segir einnig að löggjafarvald skuli ekki framselt. Þar liggur vandinn, þessi ákvæði stangast á. Gæti verið komið að því að EES-samningurinn vinni gegn hagsmunum lýðveldisins Íslands? Trúlega væri betra fyrir okkur Íslendinga að segja okkur úr EES og gera eigin fríverslunarsamninga. Mér, persónulega, finnst algjörlega ótækt að samþykkja Bókun 35. Ég tel að hún stangist á við stjórnarskrá lýðveldisins. Þegar viðskiptasamningur eins og EES-samningurinn fer að stangast á við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, ætti það að vekja djúpar spurningar um fullveldi, og stjórnarskrárbundna valdaskiptingu. Í 2. grein stjórnarskrárinnar, sem sett var við lýðveldisstofnun 17. júní 1944, segir skýrt að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið hvíli hjá forseta og stjórnvöldum samkvæmt lögum, og dómsvaldið sé í höndum dómstóla. Þessi grein markar grundvallarþrískiptingu ríkisvaldsins. Með Bókun 35 er Ísland beðið um að skuldbinda sig til að veita erlendum reglum sem eru ekki settar af íslenskum löggjafa forgang og bein réttaráhrif. Því fylgir að íslenskir dómstólar verði að víkja frá landslögum og beita reglum sem hafa ekki verið samþykktar af Alþingi, heldur af stofnunum Evrópusambandsins. Þar með er ekki aðeins dregið úr löggjafarvaldi Alþingis, heldureinnig sjálfstæði dómstóla. Þetta skapar hættu á því að Ísland færi vald yfir í hendur erlendra aðila án þess að fylgt sé því ferli sem stjórnarskráin krefst. Þetta kallar á þá grundvallarspurningu:Getur viðskiptasamningur sem EES-samningurinn er í grunninn haft að geyma ákvæði sem krefjast þess að Ísland breyti sjálfum grunni lýðveldisins, Ef svo er, þá höfum við ekki lengur fullvalda þjóðríki. Núverandi ríkisstjórn hefur jafnframt talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi síðar en árið 2027. Aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi fela í sér umfangsmikið framsal fullveldis og grafa undan sjálfstæðum ákvörðunum þjóðarinnar í grundvallarmálum. Með aðild yrði Ísland skuldbundið til að lúta sameiginlegri löggjöf sambandsins á sviðum eins og landbúnaði, sjávarútvegi, peningamálum og dómsmálum, málaflokkum sem snerta beinlínis efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Í reynd myndi þetta þýða að reglugerðir og ákvarðanir teknar í Brussel, þar sem Ísland er aðeins lítið ríki meðal margra, hefðu lagalegan forgang yfir íslensk lög og væru bindandi fyrir stjórnvöld og dómstóla. Slíkt valdframsal gengur þvert gegn hugmyndinni um fullvalda lýðveldi, þar sem íslensk lög, sett af þjóðkjörnu Alþingi, ráða för. Því vekur aðild að ESB alvarlegar spurningar um hvort Ísland geti áfram talist fullvalda ríki ef það framselur löggjafar- og dómsvald til yfir þjóðlegra stofnana sem hafa vald til að setja lög sem ganga framar þeim sem Alþingi setur. Ég vil ljúka þessum pistli með orðum skáldsins, úr ljóðinu Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu, sem ort var í tilefni lýðveldisstofnunarinnar árið 1944 Svo verði Íslands ástkær byggðei öðrum þjóðum háð.Svo aldrei framar Íslands byggðsé öðrum þjóðum háð. – Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) Fullveldismál skipta okkur Íslendinga máli, nú sem aldrei fyrr. Kæru Íslendingar,til hamingju með þjóðhátíðardaginn! Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun