Svo verði Íslands ástkæra byggð ei öðrum þjóðum háð Anton Guðmundsson skrifar 17. júní 2025 10:32 81 ár er liðið síðan Ísland varð sjálfstæð þjóð og lýðveldið Ísland stofnað við Lögberg á Þingvöllum, við Öxará. Það er ekki langur tími, aðeins einn mannsaldur. Enn eru meðal okkar þeir sem muna daginn, muna hátíðina. Stofnun lýðveldisins var ekki tilviljunarkennd ákvörðun né gerð í skyndingu. Hún var niðurstaða margra ára baráttu, þar sem sjálfstæðisviljinn lifði í hjörtum fólksins. Frá endurreisn Alþingis árið 1845 til sambandslaganna 1918 gekk þjóðin með drauminn um fullveldi í brjósti. Þegar Danmörk var hernumin í síðari heimsstyrjöld varð ljóst að stundin var komin. Í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí 1944 studdi nær einróma þjóðin stofnun lýðveldis og þann 17. júní varð draumurinn að veruleika. Í dag, 81 ári síðar, stöndum við sem þjóð sem hefur gengið í gegnum margt saman, kreppur, stríð, náttúruhamfarir og heimsfaraldur, en ávallt haldið sjálfstæðinu á lofti, með reisn og þrautseigju. Mikilvægi fullveldisins kom skýrt fram bæði í þorskastríðunum og í Icesave-deilunni. En því miður erum við með ríkisstjórn í landinu í dag, ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem virðir ekki þá mikilvægu atburði sem áttu sér stað á Lögbergi við Öxará fyrir 81 ári síðan. Við erum með ríkisstjórn sem vinnur markvisst að því að veikja fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Ríkisstjórn sem setur málefni á oddinn sem beinlínis hafa það að leiðarljósi að grafa undan sjálfstæði landsins. Nefna má í því samhengi Bókun 35 við EES-samninginn og stefnumál um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bókun 35 hefur verið til umræðu á Alþingi síðustu daga. Í stuttu máli snýst málið um breytingar á lögum um EES-samninginn frá árinu 1993. Í bókuninni er annars vegar krafa um að EES-reglur og Evrópuréttur skuli gilda framar öðrum lögum, en hins vegar segir einnig að löggjafarvald skuli ekki framselt. Þar liggur vandinn, þessi ákvæði stangast á. Gæti verið komið að því að EES-samningurinn vinni gegn hagsmunum lýðveldisins Íslands? Trúlega væri betra fyrir okkur Íslendinga að segja okkur úr EES og gera eigin fríverslunarsamninga. Mér, persónulega, finnst algjörlega ótækt að samþykkja Bókun 35. Ég tel að hún stangist á við stjórnarskrá lýðveldisins. Þegar viðskiptasamningur eins og EES-samningurinn fer að stangast á við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, ætti það að vekja djúpar spurningar um fullveldi, og stjórnarskrárbundna valdaskiptingu. Í 2. grein stjórnarskrárinnar, sem sett var við lýðveldisstofnun 17. júní 1944, segir skýrt að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið hvíli hjá forseta og stjórnvöldum samkvæmt lögum, og dómsvaldið sé í höndum dómstóla. Þessi grein markar grundvallarþrískiptingu ríkisvaldsins. Með Bókun 35 er Ísland beðið um að skuldbinda sig til að veita erlendum reglum sem eru ekki settar af íslenskum löggjafa forgang og bein réttaráhrif. Því fylgir að íslenskir dómstólar verði að víkja frá landslögum og beita reglum sem hafa ekki verið samþykktar af Alþingi, heldur af stofnunum Evrópusambandsins. Þar með er ekki aðeins dregið úr löggjafarvaldi Alþingis, heldureinnig sjálfstæði dómstóla. Þetta skapar hættu á því að Ísland færi vald yfir í hendur erlendra aðila án þess að fylgt sé því ferli sem stjórnarskráin krefst. Þetta kallar á þá grundvallarspurningu:Getur viðskiptasamningur sem EES-samningurinn er í grunninn haft að geyma ákvæði sem krefjast þess að Ísland breyti sjálfum grunni lýðveldisins, Ef svo er, þá höfum við ekki lengur fullvalda þjóðríki. Núverandi ríkisstjórn hefur jafnframt talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi síðar en árið 2027. Aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi fela í sér umfangsmikið framsal fullveldis og grafa undan sjálfstæðum ákvörðunum þjóðarinnar í grundvallarmálum. Með aðild yrði Ísland skuldbundið til að lúta sameiginlegri löggjöf sambandsins á sviðum eins og landbúnaði, sjávarútvegi, peningamálum og dómsmálum, málaflokkum sem snerta beinlínis efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Í reynd myndi þetta þýða að reglugerðir og ákvarðanir teknar í Brussel, þar sem Ísland er aðeins lítið ríki meðal margra, hefðu lagalegan forgang yfir íslensk lög og væru bindandi fyrir stjórnvöld og dómstóla. Slíkt valdframsal gengur þvert gegn hugmyndinni um fullvalda lýðveldi, þar sem íslensk lög, sett af þjóðkjörnu Alþingi, ráða för. Því vekur aðild að ESB alvarlegar spurningar um hvort Ísland geti áfram talist fullvalda ríki ef það framselur löggjafar- og dómsvald til yfir þjóðlegra stofnana sem hafa vald til að setja lög sem ganga framar þeim sem Alþingi setur. Ég vil ljúka þessum pistli með orðum skáldsins, úr ljóðinu Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu, sem ort var í tilefni lýðveldisstofnunarinnar árið 1944 Svo verði Íslands ástkær byggðei öðrum þjóðum háð.Svo aldrei framar Íslands byggðsé öðrum þjóðum háð. – Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) Fullveldismál skipta okkur Íslendinga máli, nú sem aldrei fyrr. Kæru Íslendingar,til hamingju með þjóðhátíðardaginn! Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Framsóknarflokkurinn Suðurnesjabær 17. júní Bókun 35 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Sjá meira
81 ár er liðið síðan Ísland varð sjálfstæð þjóð og lýðveldið Ísland stofnað við Lögberg á Þingvöllum, við Öxará. Það er ekki langur tími, aðeins einn mannsaldur. Enn eru meðal okkar þeir sem muna daginn, muna hátíðina. Stofnun lýðveldisins var ekki tilviljunarkennd ákvörðun né gerð í skyndingu. Hún var niðurstaða margra ára baráttu, þar sem sjálfstæðisviljinn lifði í hjörtum fólksins. Frá endurreisn Alþingis árið 1845 til sambandslaganna 1918 gekk þjóðin með drauminn um fullveldi í brjósti. Þegar Danmörk var hernumin í síðari heimsstyrjöld varð ljóst að stundin var komin. Í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí 1944 studdi nær einróma þjóðin stofnun lýðveldis og þann 17. júní varð draumurinn að veruleika. Í dag, 81 ári síðar, stöndum við sem þjóð sem hefur gengið í gegnum margt saman, kreppur, stríð, náttúruhamfarir og heimsfaraldur, en ávallt haldið sjálfstæðinu á lofti, með reisn og þrautseigju. Mikilvægi fullveldisins kom skýrt fram bæði í þorskastríðunum og í Icesave-deilunni. En því miður erum við með ríkisstjórn í landinu í dag, ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem virðir ekki þá mikilvægu atburði sem áttu sér stað á Lögbergi við Öxará fyrir 81 ári síðan. Við erum með ríkisstjórn sem vinnur markvisst að því að veikja fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Ríkisstjórn sem setur málefni á oddinn sem beinlínis hafa það að leiðarljósi að grafa undan sjálfstæði landsins. Nefna má í því samhengi Bókun 35 við EES-samninginn og stefnumál um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bókun 35 hefur verið til umræðu á Alþingi síðustu daga. Í stuttu máli snýst málið um breytingar á lögum um EES-samninginn frá árinu 1993. Í bókuninni er annars vegar krafa um að EES-reglur og Evrópuréttur skuli gilda framar öðrum lögum, en hins vegar segir einnig að löggjafarvald skuli ekki framselt. Þar liggur vandinn, þessi ákvæði stangast á. Gæti verið komið að því að EES-samningurinn vinni gegn hagsmunum lýðveldisins Íslands? Trúlega væri betra fyrir okkur Íslendinga að segja okkur úr EES og gera eigin fríverslunarsamninga. Mér, persónulega, finnst algjörlega ótækt að samþykkja Bókun 35. Ég tel að hún stangist á við stjórnarskrá lýðveldisins. Þegar viðskiptasamningur eins og EES-samningurinn fer að stangast á við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, ætti það að vekja djúpar spurningar um fullveldi, og stjórnarskrárbundna valdaskiptingu. Í 2. grein stjórnarskrárinnar, sem sett var við lýðveldisstofnun 17. júní 1944, segir skýrt að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið hvíli hjá forseta og stjórnvöldum samkvæmt lögum, og dómsvaldið sé í höndum dómstóla. Þessi grein markar grundvallarþrískiptingu ríkisvaldsins. Með Bókun 35 er Ísland beðið um að skuldbinda sig til að veita erlendum reglum sem eru ekki settar af íslenskum löggjafa forgang og bein réttaráhrif. Því fylgir að íslenskir dómstólar verði að víkja frá landslögum og beita reglum sem hafa ekki verið samþykktar af Alþingi, heldur af stofnunum Evrópusambandsins. Þar með er ekki aðeins dregið úr löggjafarvaldi Alþingis, heldureinnig sjálfstæði dómstóla. Þetta skapar hættu á því að Ísland færi vald yfir í hendur erlendra aðila án þess að fylgt sé því ferli sem stjórnarskráin krefst. Þetta kallar á þá grundvallarspurningu:Getur viðskiptasamningur sem EES-samningurinn er í grunninn haft að geyma ákvæði sem krefjast þess að Ísland breyti sjálfum grunni lýðveldisins, Ef svo er, þá höfum við ekki lengur fullvalda þjóðríki. Núverandi ríkisstjórn hefur jafnframt talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi síðar en árið 2027. Aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi fela í sér umfangsmikið framsal fullveldis og grafa undan sjálfstæðum ákvörðunum þjóðarinnar í grundvallarmálum. Með aðild yrði Ísland skuldbundið til að lúta sameiginlegri löggjöf sambandsins á sviðum eins og landbúnaði, sjávarútvegi, peningamálum og dómsmálum, málaflokkum sem snerta beinlínis efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Í reynd myndi þetta þýða að reglugerðir og ákvarðanir teknar í Brussel, þar sem Ísland er aðeins lítið ríki meðal margra, hefðu lagalegan forgang yfir íslensk lög og væru bindandi fyrir stjórnvöld og dómstóla. Slíkt valdframsal gengur þvert gegn hugmyndinni um fullvalda lýðveldi, þar sem íslensk lög, sett af þjóðkjörnu Alþingi, ráða för. Því vekur aðild að ESB alvarlegar spurningar um hvort Ísland geti áfram talist fullvalda ríki ef það framselur löggjafar- og dómsvald til yfir þjóðlegra stofnana sem hafa vald til að setja lög sem ganga framar þeim sem Alþingi setur. Ég vil ljúka þessum pistli með orðum skáldsins, úr ljóðinu Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu, sem ort var í tilefni lýðveldisstofnunarinnar árið 1944 Svo verði Íslands ástkær byggðei öðrum þjóðum háð.Svo aldrei framar Íslands byggðsé öðrum þjóðum háð. – Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) Fullveldismál skipta okkur Íslendinga máli, nú sem aldrei fyrr. Kæru Íslendingar,til hamingju með þjóðhátíðardaginn! Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun