Veðrið setti strik í reikninginn en Lóa öðlast framhaldslíf Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júní 2025 14:42 Síðasta útihátíð sem fór fram í Laugardal var hátíðin Secret Solstice. Von er á tilkynningu frá fyrirsvarsmönnum hátíðarinnar fyrir lok vikunnar um næstu skref Secret Solstice. vísir/jóhanna Tónlistarhátíðinni Lóu sem átti að fara fram um helgina í Laugardal hefur verið aflýst. Einn af skipuleggjendum Lóu segir slæmt veður í byrjun júní og ófyrirséðan kostnað hafa sett strik í reikninginn en hátíðin öðlast þó framhaldslíf í formi minni viðburða á næsta ári. Tónlistar- og matarhátíðin Lóa átti að fara fram á laugardaginn í Laugardal. Fjöldi innlendra og elrendra listamanna voru bókaðir á hátíðina en henni hefur nú verið aflýst með nokkra daga fyrirvara. Vonda veðrið í júní dró dilk á eftir sér Benedikt Freyr Jónsson, eigandi Liveproject og annar skipuleggjandi hátíðarinnar ásamt Guðjóni Böðvarssyni, segir dræma miðasölu síðustu tvær vikur hafa gert það að verkum að nauðsynlegt hafi verið að aflýsa hátíðinni. Ófyrirséður kostnaður og veður í upphafi mánaðar hafi einnig sett strik í reikninginn. „Það sem að gerðist hérna þegar við vorum að upplifa feels like mínus ellefu gráður þá semsagt fraus miðasalan í nokkra daga við það og eðlilega. Fólk var bara að hugsa hvort það eigi að standa úti í mikilli rigningu og horfa á atriði. Það var ýmislegt sem kom fram á veginn þegar við vorum að fara framkvæma. Við vorum búnir að fá allan helstan kostnað. Vona á fleiri smærri viðburðum Hann tekur þó fram að Lóa heyri ekki sögunni til heldur öðlast hún nú framhaldslíf í formi smærri viðburða sem munu dreifast yfir næsta ár. Fyrstur á dagskrá er stórstjarnan Mos Def sem verður með tónleika níunda maí á næsta ári. „Í rauninni ætlum við bara að halda áfram að gera það sem við erum góðir í sem eru þessir minni viðburðir.“ Hátíðinni hafi verið vel tekið af flestum og allir skipuleggjendur haft tröllatrú á hugmyndinni. Það sé hagur allra að breyta um útfærslu þó að erfitt sé að kveðja hugmyndina að útihátíð. „Þetta hefði náttúrulega verið mjög falleg stund fyrir alla að upplifa og búið snemma. Það var það sem við lögðum upp með að búa til fjölskylduvæna stemmningu.“ Í upprunalegri frétt kom fram að Secret Solstice sem var áður með útihátíð í Laugardalnum væri búin að leggja upp laupana. Von er á tilkynningu frá fyrirsvarsmönnum hátíðarinnar í lok viku um næstu skref hjá Secret Solstice. Tónlist Matur Menning Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Tónlistar- og matarhátíðin Lóa átti að fara fram á laugardaginn í Laugardal. Fjöldi innlendra og elrendra listamanna voru bókaðir á hátíðina en henni hefur nú verið aflýst með nokkra daga fyrirvara. Vonda veðrið í júní dró dilk á eftir sér Benedikt Freyr Jónsson, eigandi Liveproject og annar skipuleggjandi hátíðarinnar ásamt Guðjóni Böðvarssyni, segir dræma miðasölu síðustu tvær vikur hafa gert það að verkum að nauðsynlegt hafi verið að aflýsa hátíðinni. Ófyrirséður kostnaður og veður í upphafi mánaðar hafi einnig sett strik í reikninginn. „Það sem að gerðist hérna þegar við vorum að upplifa feels like mínus ellefu gráður þá semsagt fraus miðasalan í nokkra daga við það og eðlilega. Fólk var bara að hugsa hvort það eigi að standa úti í mikilli rigningu og horfa á atriði. Það var ýmislegt sem kom fram á veginn þegar við vorum að fara framkvæma. Við vorum búnir að fá allan helstan kostnað. Vona á fleiri smærri viðburðum Hann tekur þó fram að Lóa heyri ekki sögunni til heldur öðlast hún nú framhaldslíf í formi smærri viðburða sem munu dreifast yfir næsta ár. Fyrstur á dagskrá er stórstjarnan Mos Def sem verður með tónleika níunda maí á næsta ári. „Í rauninni ætlum við bara að halda áfram að gera það sem við erum góðir í sem eru þessir minni viðburðir.“ Hátíðinni hafi verið vel tekið af flestum og allir skipuleggjendur haft tröllatrú á hugmyndinni. Það sé hagur allra að breyta um útfærslu þó að erfitt sé að kveðja hugmyndina að útihátíð. „Þetta hefði náttúrulega verið mjög falleg stund fyrir alla að upplifa og búið snemma. Það var það sem við lögðum upp með að búa til fjölskylduvæna stemmningu.“ Í upprunalegri frétt kom fram að Secret Solstice sem var áður með útihátíð í Laugardalnum væri búin að leggja upp laupana. Von er á tilkynningu frá fyrirsvarsmönnum hátíðarinnar í lok viku um næstu skref hjá Secret Solstice.
Tónlist Matur Menning Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira