Einar horfir til hægri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. júní 2025 13:19 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. vísir/vilhelm Borgarstjórnarflokkur Framsóknar myndi þurrkast út ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýrri könnun Gallup. Oddviti flokksins segist ósáttur við niðurstöðuna og telur uppi skýrt ákall um nýjan meirihluta til hægri. Framsókn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýrri könnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið og myndi samkvæmt því missa alla sína fjóra fulltrúa úr borgarstjórn Reykjavíkur. Fallið er hátt þar sem flokkurinn uppskar sögulegt nítján prósenta fylgi í síðustu kosningum. „Við erum auðvitað ósátt við þessa könnun enda teljum við að Framsókn hafi sýnt borgarbúum að við tókum í taumana á þessu kjörtímabili,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Innan við ár er í næstu sveitastjórnarkosningar og Einar segir flokkinn ætla að nýta tímann vel og veita meirihlutanum öflugt aðhald. Hann íhugi sína stöðu ekkert sérstaklega vegna þessa. „Nei, þetta er ein könnun. Auðvitað er hún ekki góð en við erum kosin til að láta gott af okkur leiða og höldum því ótrauð áfram.“ Ákall eftir því að skipta „rækilega um meirihluta“ Samkvæmt könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi flokka í Reykjavík, eða þrjátíu og eitt prósent og myndi fara úr sex borgarfulltrúum í átta. Þá myndi Miðflokkurinn fá einn borgarfulltrúa kjörinn en flokkurinn er ekki með neinn í dag. „Ég held að það sé ákall eftir því að skipta rækilega um meirihluta og það var nú það sem við reyndum að gera á þessu kjörtímabili með því að ganga frá því samstarfi sem við vorum í og mynda meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki Fólksins. Ef það hefði gengið, og Flokkur fólksins hefði staðið við það sem hann sagði, hefði það verið mjög til bóta fyrir Reykvíkinga. En það gekk ekki eftir og Flokkur fólksins ákvað að fara í þennan róttæka vinstri meirihluta. Vonandi vinnur sá meirihluti ekki mikið tjón á rekstri borgarinnar og þjónustu og það verður hægt að skipta honum út eftir næstu kosningar en þá þarf Framsókn svo sannarlega að vaxa.“ Einar Þorsteinsson lýsir meirihlutanum sem tók við í borginni í ársbyrjum sem róttækum vinstri meirihluta.Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist nú með 26 prósenta fylgi og myndi samkvæmt því bæta við sig tveimur fulltrúum og fá sjö kjörna. Viðreisn færi úr einum í tvo en staða Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri Grænna héldist óbreytt. Píratar tapa tveimur og fara úr þremur fulltrúum í einn. „Ég hef reynt samstarf með þessum flokkum og sumu tókst að breyta en ég held að það verði erfitt fyrir Framsókn að mynda meirihluta með þeim aftur á meðan stefnan er svona einstrenginsleg og einkennist af tilraunamennsku eins og Brákarborgarævintýrið ber með sér. Við verðum einfaldlega að fá ferska vinda inn í borgina,“ segir Einar. Staða formannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur verið til umræðu í kjölfar skoðanakannana undanfarið.Vísir/Vilhelm Framsókn hefur ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum undanfarið. Fylgið á landsvísu hefur hríðfallið og mældist 5,5 prósent í síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Einar segir mögulegt að sú staða endurspeglist í fylginu í borginni. Kallar þetta á nýja forystu í flokknum? „Það er alveg rétt að flokkurinn stendur ekki vel á landsvísu og um það hefur verið mikil umræða innan flokksins. Á næsta ári er flokksþing og það er náttúrulega flokksins að ákveða hver er í forsvari fyrir flokkinn og hvernig við beitum okkur sem öflugt stjórnmálaafl. Ég treysti bara flokknum til þess að meta það.“ Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Framsókn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýrri könnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið og myndi samkvæmt því missa alla sína fjóra fulltrúa úr borgarstjórn Reykjavíkur. Fallið er hátt þar sem flokkurinn uppskar sögulegt nítján prósenta fylgi í síðustu kosningum. „Við erum auðvitað ósátt við þessa könnun enda teljum við að Framsókn hafi sýnt borgarbúum að við tókum í taumana á þessu kjörtímabili,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Innan við ár er í næstu sveitastjórnarkosningar og Einar segir flokkinn ætla að nýta tímann vel og veita meirihlutanum öflugt aðhald. Hann íhugi sína stöðu ekkert sérstaklega vegna þessa. „Nei, þetta er ein könnun. Auðvitað er hún ekki góð en við erum kosin til að láta gott af okkur leiða og höldum því ótrauð áfram.“ Ákall eftir því að skipta „rækilega um meirihluta“ Samkvæmt könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi flokka í Reykjavík, eða þrjátíu og eitt prósent og myndi fara úr sex borgarfulltrúum í átta. Þá myndi Miðflokkurinn fá einn borgarfulltrúa kjörinn en flokkurinn er ekki með neinn í dag. „Ég held að það sé ákall eftir því að skipta rækilega um meirihluta og það var nú það sem við reyndum að gera á þessu kjörtímabili með því að ganga frá því samstarfi sem við vorum í og mynda meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki Fólksins. Ef það hefði gengið, og Flokkur fólksins hefði staðið við það sem hann sagði, hefði það verið mjög til bóta fyrir Reykvíkinga. En það gekk ekki eftir og Flokkur fólksins ákvað að fara í þennan róttæka vinstri meirihluta. Vonandi vinnur sá meirihluti ekki mikið tjón á rekstri borgarinnar og þjónustu og það verður hægt að skipta honum út eftir næstu kosningar en þá þarf Framsókn svo sannarlega að vaxa.“ Einar Þorsteinsson lýsir meirihlutanum sem tók við í borginni í ársbyrjum sem róttækum vinstri meirihluta.Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist nú með 26 prósenta fylgi og myndi samkvæmt því bæta við sig tveimur fulltrúum og fá sjö kjörna. Viðreisn færi úr einum í tvo en staða Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri Grænna héldist óbreytt. Píratar tapa tveimur og fara úr þremur fulltrúum í einn. „Ég hef reynt samstarf með þessum flokkum og sumu tókst að breyta en ég held að það verði erfitt fyrir Framsókn að mynda meirihluta með þeim aftur á meðan stefnan er svona einstrenginsleg og einkennist af tilraunamennsku eins og Brákarborgarævintýrið ber með sér. Við verðum einfaldlega að fá ferska vinda inn í borgina,“ segir Einar. Staða formannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur verið til umræðu í kjölfar skoðanakannana undanfarið.Vísir/Vilhelm Framsókn hefur ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum undanfarið. Fylgið á landsvísu hefur hríðfallið og mældist 5,5 prósent í síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Einar segir mögulegt að sú staða endurspeglist í fylginu í borginni. Kallar þetta á nýja forystu í flokknum? „Það er alveg rétt að flokkurinn stendur ekki vel á landsvísu og um það hefur verið mikil umræða innan flokksins. Á næsta ári er flokksþing og það er náttúrulega flokksins að ákveða hver er í forsvari fyrir flokkinn og hvernig við beitum okkur sem öflugt stjórnmálaafl. Ég treysti bara flokknum til þess að meta það.“
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira